Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 27
Erlent 27Helgarblað 25.–27. maí 2012
R
epúblikanar eru þeir sem
eyða mestu af peningum rík-
isins, segir Barack Obama,
forseti Bandaríkjanna.
Obama segir að repúblikan-
ar eyði um efni fram og það endi svo
á herðum demókrata að hreinsa upp
eftir óráðsíu í ríkisfjármálum þegar
þeir komast til valda. „Ég tók við ríkis-
sjóðnum í 1.000 trilljón dala halla og
kom strax á 2.000 trilljón dala niður-
skurði,“ sagði Obama á fjáröflunar-
kvöldverði vegna forsetaframboðs-
ins á miðvikudag. „Ég er að reyna að
borga niður þessar skuldir með leið-
um sem ógna ekki stöðugleika og eru
ábyrgar.“
Fjárlögin haldast stöðug
Fulltrúar Repúblikanaflokksins, með
Mitt Romney, forsetaframbjóðanda
flokksins í broddi fylkingar, hafa
haldið því fram að demókratar eyði
meira af peningum almennings en
repúblikanar. Tölur sem teknar voru
saman af MarketWatch, sem tilheyrir
bandaríska blaðinu Wall Street Journ-
al, sýna hins vegar fram á hið gagn-
stæða. Samkvæmt tölunum hefur
enginn forseti á síðustu árum auk-
ið eyðslu fjármuna ríkisins hægar en
Obama. Það þýðir að hann hafi ekki
aukið eyðslu ríkisins jafn snöggt og
fyrirrennarar hans í starfi.
Fullyrðingar um annað byggja að
öllum líkindum á tölum þar sem ein-
ungis er litið til þess hvenær kostnað-
urinn kom til en ekki hvenær ákvörð-
un um fjárútlát var tekin. Stærstur
hluti þess kostnaðar sem jafnan hef-
ur verið skrifaður á Obama var til-
kominn vegna ákvarðana George W.
Bush, fyrrverandi forseta og fulltrúa
Repúblikanaflokksins, síðasta mánuð
hans í embætti.
Útgjöld vaxa um 1,4 prósent
Samkvæmt áætlunum Obama fyr-
ir núverandi kjörtímabil, sem senn
er á enda, mun eyðsla bandaríska
ríkisins aukast um sem nemur
1,4 prósentum. Það er minna en
hjá nokkrum öðrum forseta
Bandaríkjanna á síðustu fimm-
tíu árum. „Síðan ég varð forseti
hefur eyðsla ríkisins ekki aukist
minna í meira en 60 ár. Hugsið
um það,“ sagði Obama á fjáröfl-
unarkvöldverðinum og bætti við að
andstæðingar sínir myndu samt lík-
lega aldrei viðurkenna það.
„Ríkiseyðsla eykst alltaf
minnst undir stjórn
forseta frá Demó-
krataflokknum,“
sagði Obama
einnig. „Ég veit
ekki hvern-
ig andstæð-
ingar okkar
hafa blekkt
fólk til að
halda að þeir séu hinn ábyrgðarfulli,
agasami stjórnmálaflokkur. Þeir keyra
upp gegndarlausar skuldir ríkisins og
svo kemur það í okkar hlut að laga
það.“
Það er þó ekki hægt að líta framhjá
því að það er ekki bara
Obama að þakka að
ríkisútgjöld haldist
nokkuð stöðug á
milli ára. Banda-
ríska þingið hef-
ur alls ekki sam-
þykkt öll fjárútlát
sem Obama hefur
viljað fara út í og
eru það einna helst
repúblikanar sem
reyna að stöðva
hann.
Demókratar eru ábyrgari
n Barack Obama segir demókrata alltaf þurfa að hreinsa til eftir repúblikana
Hlutfallsaukning á útgjöldum bandaríska ríkisins
miðað við fjárlög sem samþykkt eru undir stjórn hvers
forseta fyrir sig. Athugið að fyrstu fjárlög hvers forseta
taka gildi ári eftir að hann tekur við embætti.
Lítil aukning
Ronald Regan
1982–1985
Ronald Regan
1986–1989
George Bush
1990–1993
Bill Clinton
1994–1997
Bill Clinton
1998–2001
George W. Bush
2002–2005
George W. Bush
2006–2009
Barack Obama
2010–2013
H
ei
m
il
d
: m
a
r
k
et
W
a
tc
H
, W
a
ll
S
tr
ee
t
Jo
u
r
n
a
l
8,7% 4,9% 5,4% 3,2% 3,9% 7,3% 8,1% 1,4%
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
minnsta hækkunin
Ríkisútgjöld í Bandaríkj-
unum hafa hækkað minna
undir stjórn Obama en
fyrirrennara hans í starfi.