Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 52
Íslensk fyrirsæta í hörkukeppni
n Eitt prósent Íslendinga hefur kosið Birgittu áfram
H
ún hefur fengið ríkulegan
stuðning íslensku þjóðar-
innar en það vantar herslu-
muninn, segir Sigríður Kristín
Steinarsdóttir, móðir Birgittu Péturs-
dóttur.
Birgitta Ósk Pétursdóttir er 19 ára
íslensk stelpa sem um þessar mund-
ir tekur þátt í alþjóðlegri fyrirsætu-
keppni á vegum modelmanagement.
com. Hún keppir um efsta sætið í
keppninni við kúbverska fyrirsætu
en meira en eitt prósent Íslendinga
hefur nú kosið á síðunni síðan á
mánudag.
Birgitta er eina íslenska fyrir-
sætan í keppninni og keppir á móti
mörgum mun reyndari fyrirsætum.
„Það er eiginlega alveg magnað hvað
hún hefur komist langt,“ segir móðir
hennar í samtali við blaðamann. Þær
fyrirsætur sem hún er að keppa við
eru að taka þátt í stórum tískusýn-
ingum í Mílanó meðan Birgitta er að
stíga sín fyrstu skref í bransanum.“
Verðlaunin eru ekki af verri end-
anum en sigurvegarar keppninnar
fá flotta myndatöku á vegum fyrir-
tækisins sem gæti hjálpað til við að
landa stórum samningum í framtíð-
inni ásamt því að fá frítt flug og gist-
ingu í Cannes. „Birgitta fengi ótrú-
legt tækifæri ef hún færi með sigur af
hólmi. Ég krossa bara fingurna.“
Hægt er að kjósa Birgittu á síð-
unni notjustfashion.net en kosning-
unni lýkur klukkan 10.00, laugardag-
inn 26. maí.
52 Lífsstíll 25.–27. maí 2012 Helgarblað
Þ
egar ég var krakki að alast
upp í Bandaríkjunum á sjö-
unda áratugnum, var fjallað
mjög neikvætt um allt sem
heitir „lífrænt“. Í þá daga var okkur
sagt að lífrænt ræktaðar vörur
væru að mestu leyti unnar hjá
gömlum hipp-
um í bænda-
samfélögum
„Communes“
og ekki allt sem
var ræktað var
löglegt! Sem betur
fer hefur viðhorf-
ið og hugsunarhátturinn breyst
með tímanum og bændur eru að
viðurkenna að lífrænt er ekki svo
galið. En það eru ekki bara græn-
metisbændur sem eru að breyta
hugsunarhætti sínum heldur líka
vínbændur, og mun fleiri eru að
breyta vínekrum sínum í lífrænar
ekrur á hverju ári. Það sem kemur
kannski mest á óvart er að það
virðast ekki vera nein sér svæði
eða lönd sem einbeita sér að líf-
rænum vínum, öðru nær, hægt
er að finna lífræn vín frá Chile,
Argent ínu, Ítalíu, Frakklandi,
Bandaríkjunum og fleiri löndum.
Sólheimar og lífræn vín
Ein af erfiðari leiðum í lífrænni
ræktun er sú sem er kölluð „Bio-
dynamic viticulture“ og er hún
byggð á kenningum manns að
nafni Rudolph Steiner. Það er ekki
nóg með að bannað sé að nota
áburð, heldur eru einnig skilyrði
varðandi tínslu og vökvun vínvið-
arins eftir því hvernig plánetur og
stjörnur raðast á himninum. Þessi
vinnsla er mjög dýr í framkvæmd
en reynslan lofar góðu. Einn virt-
asti vínframleiðandinn í Búrgund,
Domaine Leroy, notar þetta kerfi
við góðan orðstír. Þess má geta að
Sólheimar nota sama kerfi eftir
Rudolph Steiner í allri grænmetis-
ræktun sinni.
Uglur, fálkar og pöddur
Vegna þess að bannað er að úða
skordýraeitri á vínekruna er alls
konar brögðum beitt til að hlífa
vínviðnum sem
mest, t.d. eru
bjöllur notaðar
á vínekrunum
til að drepa
pöddur sem eru
skaðlegar vín-
þrúgunum og fálk-
ar notaðir til að drepa nagdýr sem
koma út að deginum til og uglur
notaðar til að drepa nagdýr sem
koma út á kvöldin. Oftar en ekki
dugar þetta, en hættan á slæmri
uppskeru er mun meiri hjá lífræn-
um vínbændum en þeim sem úða
vínekrurnar.
En eru þau öll „lífræn“?
Þó það sé auðvelt fyrir bænd-
ur með stórar vínekrur að halda
ekrum sínum hreinum getur
það verið mjög erfitt fyrir minni
svæði. Eitt gott dæmi; þegar ég var
í Alsace að heimsækja einn vín-
framleiðanda barst í tal að einn
vínframleiðandi átti hálfs hekt-
ara svæði uppi á hæð sem hann
kallaði lífrænt svæði. Hvor sínum
megin við voru vínframleiðendur
sem notuðu þyrlur til að úða eitur-
efnum á sínar vínekrur. Spurning
hversu mikið af eiturefnum fór yfir
á lífræna svæðið? Það er spurning
sem hver og einn verður að svara
fyrir sig en eitt er víst að orðið líf-
rænt er að mörgu leyti gæða-
stimpill í dag fyrir heilsusamlegt
líferni, og er eitthvað að því að fólk
reyni að bæta heilsu sína og jafn-
vel jörðina í leiðinni?
Lífrænt ræktað
vín, ekki bara
tískusveifla
Stefán
Guðjónsson
Vísdómur
um vín
Í byrjun dags
Hnyklaðu
tvíhöfðann á ferð
Ertu að bíða eftir kaffinu?
Gríptu létt lóð eða jafnvel
niðursuðudósir, labbaðu
nokkra hringi um húsið og
æfðu tvíhöfðann. Með þessu þjálfar þú
nokkra af helstu vöðvunum og kemur blóð-
rásinni af stað í leiðinni.
Í byrjun dags Skokk á staðnum
Náðu að svitna aðeins áður en þú ferð í
sturtu með því að skokka á staðnum. Þú
nærð hjartslættinum upp og bætir blóðflæði
um líkamann. Einfalt skokk er nóg, en til
að fá meira út úr þessu prófaðu að beygja
olnbogana og sveifla höndum upp og niður.
Getur líka skellt hælum í rassinn.
Fyrir hádegi
Leggðu og labbaðu
Leggðu bílnum nokkrum
götum frá vinnustaðnum
og labbaðu restina. Best er að gera það með
kraftgöngu. Reyndu þetta einnig þegar þú
þarft að sinna erindum. Beygðu hendurnar
við olnboga og sveiflaðu handleggjum fram
og til baka til að bæta hjartastarfsemina.
Fyrir hádegi Hnébeygjur
Styrktu lappir og rass á meðan þú talar í
símann. Stattu með fætur í sundur, tær vísa
fram og hendur á mjaðmir. Andaðu inn og
beygðu þig í hnjánum, farðu eins langt niður
og þú getur. Andaðu út og herptu innri lærin
og rassinn þegar þú ferð upp í standandi
stöðu aftur.
Fyrir hádegi Sipp
Fylltu á orkuna fyrir fundinn
með því að sippa en það er
vel hægt án sippubands-
ins. Stattu á táberginu
og beygðu hnén örlítið.
Gerðu lítil hopp og snúðu
höndum í hringi, eins og þú
værir að sippa.
Hádegi Taktu stigann
Á leiðinn í hádegismat, finndu stiga og farðu
upp nokkrar hæðir með því að taka tvö þrep
í einu. Þannig brennir þú meira og styrkir fót-
leggina. Farðu hratt niður, með því að taka
lítil skref. Gerðu þetta í fimm mínútur.
Hádegi Standandi beygjur
Hresstu þig við með æfingu sem tekur á
fótum og baki. Stattu beinn með handleggi
beint upp í loft. Lyftu hægra hnénu upp og
út til hægri og láttu hægri olnboga koma
til móts og snerta hnéð. Gerðu alveg eins
vinstra megin. Endurtaktu í nokkrar mínútur.
Síðdegi Hopp
Náðu upp einbeitingu
og orku fyrir stóra
fundinn. Gamla góða
leikfimishoppið
kemur að góðum
notum. Hoppaðu
með fætur í sundur
og hendur upp í
axlarhæð. Fætur
saman og lyftu höndum
upp fyrir haus. Fætur sundur og hendur aftur
í axlarhæð. Fætur saman og hendur niður
með síðum. Endurtaktu.
Síðdegi Handahringir
Þegar síðdegisþreytan fer að segja til sín
er gott að koma hreyfingu á blóðið og
losa um axlarspennu. Standandi eða
sitjandi, teygðu handleggina út til
hliðar og sveiflaðu höndunum í stóra
hringi sem sífellt minnka. Sveiflaðu í
hina áttina. Endurtaktu með hendur
upp í loft og beint fram líka.
Síðdegi Skrifstofuhringur
Endurnærðu huga og líkama með hraðri
göngu um vinnustaðinn og jafnvel út fyrir ef
veður leyfir. Gakktu hratt, sveiflaðu höndum
og ekki stoppa og tala við neinn fyrr en fimm
mínútur eru liðnar.
Eftir vinnu
Ryksuga
Heimilisverkin telj-
ast líka til æfinga.
Þú brennir meira en
200 hitaeiningum á
klukkustund og getur
strikað yfir atriði á verk-
efnalistanum þínum með því að ryksuga.
Taktu alla íbúðina, beygðu þig nógu oft eftir
sokkum og öðru dóti og hreyfðu þig hratt.
Eftir vinnu Verslunarráp
Notaðu innkaupin í verslunarmiðstöðinni til
æfinga. Gakktu rösklega hring í verslunar-
miðstöðinni áður en þú byrjar að versla.
Þú færð ekki bara 5–10 mínútna æfingu,
heldur skannar þú búðirnar og það verður
auðveldara að versla.
Kvöld Hristu þig
Losaðu spennu með því að
fá hjartsláttinn upp. Skelltu
uppáhaldslaginu á fóninn
og dansaðu eins og enginn
sé að horfa.
Kvöld Bakteygjur
Sestu á gólfið með fótleggi örlítið
beygða. Andaðu inn og réttu úr bakinu.
Andaðu út og dragðu naflann að hryggnum,
þannig að C-form myndist á bakið og þú
teygir hendur í átt að tánum. Andaðu inn
og rúllaðu þér aftur upp með beint bak.
Endurtaktu.
skipta máli
n Það má koma líkamsræktinni inn í dagskrána án mikillar fyrirhafnar
Þ
að getur verið erfitt að finna
tíma til að koma líkamsrækt-
inni að í amstri dagsins. Hér
eru nokkrar æfingar sem má
gera yfir daginn sem finna
má á síðu Whole Living. Æfingarnar
eru einfaldar, stuttar og hægt er að
flétta þær inn í dagskrá dagsins.
Litlar æfingar
Æfingar Við getum öll
fundið tíma fyrir þessar
litlu æfingar sem skipta
þó máli. Mynd PHotoS.coM
Í fyrirsætukeppni Birgitta Pétursdóttir
tekur þátt í erfiðri keppni.