Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 25.–27. maí 2012 Helgarblað
Nauðstaddir sektaðir
n Fóru í Fjölskylduhjálp og fengu sekt
Þ
eir sektuðu menn fyrir allt sem
heitir að leggja ólöglega,“ segir
maður sem setti sig í samband
við DV og lýsti yfir óánægju sinni
vegna starfsmanna Bílastæðasjóðs
Reykjavíkur sem sektuðu ökumenn
sem höfðu lagt bifreiðum sínum
ólöglega við Fjölskylduhjálp Íslands í
Eskihlíð í Reykjavík á miðvikudaginn.
Maðurinn var sjálfur að sækja sér
mataraðstoð í Fjölskylduhjálp og
fannst blóðugt að þurfa síðan að horfa
á sektarmiða upp á 2.500 krónur á bíl
sínum.
Hjá Bílastæðasjóði fengust þau svör
að alls staðar í borginni séu eigendur
bifreiða, sem staðnir eru að því að
leggja bílum sínum ólöglega, sektaðir
og enginn undanskilinn því.
„Þetta er í annað sem sem
þetta hefur gerst á níu árum,“ segir
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður
Fjölskylduhjálpar Íslands, en hún segir
það vera svekkjandi fyrir fólk að lenda
í þessu.
„Fólk er auðvitað mjög svekkt
yfir því að lenda í þessu. Þetta fólk er
að koma til okkar því það hefur ekki
efni á mat og fyrir utan það jafnvel
ekki eigendur bílanna, hafa fengið þá
lánaða. Það hefur verið gífurleg ásókn
hérna í dag [miðvikudag] En eflaust
eru þeir frá Bílastæðasjóði að sinna
sinni skyldu,“ segir Ásgerður Jóna sem
tekur fram að ekki séu mörg bílastæði
við Fjölskylduhjálpina.
„Þetta eru fleiri hundruð fjölskyldur
sem koma hérna á miðvikudögum.
Mér finnst þetta afar leiðinlegt því
þetta getur komið mjög illa við fólk
sem á ekki peninga. Fólk er að koma
hérna vegna þess að það er í mikilli
neyð og þetta bætir ekki úr skák. Ef
fólk borgar ekki skuldina innan þriggja
daga þá hækkar hún. Mikið vildi ég
að yfirvöld myndu kannski sýna smá
sveigjanleika þegar svona er,“ segir Ás
gerður Jóna. birgir@dv.is
Enn græðir Arion
banki milljarða
Afkoma Arion banka á fyrsta árs
fjórðungi ársins 2012 var jákvæð
um fjóra og hálfan milljarð króna
eftir skatta samanborið við þrjá
milljarða á árinu 2011. Eigið fé
bankans var 119 milljarðar króna
í mars síðastliðnum en það hafði
aukist úr 112 milljörðum króna
frá mars í fyrra. Á sama tímabili
jukust eignir bankans um rúma 97
milljarða króna, eða úr 802 millj
örðum í 899 milljarða.
Útlán til viðskiptavina í mars
námu 584 milljörðum króna, sam
anborið við 432 milljarða á sama
tíma í fyrra en þá aukningu segir
Arion banki skýrast fyrst og fremst
af yfirtöku á íbúðalánasafni Kaup
þings undir lok síðasta árs.
Glitnistoppur
ákærður
Friðfinnur Ragnar Sigurðsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
fjárstýringar Glitnis, hefur verið
ákærður fyrir innherjasvik og er
það embætti sérstaks saksókn
ara sem gefur út ákæru á hendur
Glitnismanninum fyrrverandi.
Um er að ræða aðra innherjasvika
ákæruna sem embættið gefur út
frá hruni. Friðfinnur Ragnar er
ákærður fyrir að hafa selt hlutabréf
sín í bankanum þrátt fyrir að vita
um slæma stöðu bankans. Bréfin
seldi hann í aðdraganda banka
hrunsins en viðskiptin eru metin á
annan tug milljóna króna.
Einkavæðingin
verði rannsökuð
Meirihluti stjórnskipunar og
eftirlitsnefndar Alþingis hefur
samþykkt þingsályktunartil
lögu um að hefja rannsókn á
einkavæðingu FBA, Lands
bankans og Búnaðarbank
ans. Einkavæðing bankanna í
byrjun áratugarins hefur allar
götur síðan verið umdeild og
vill meirihluti nefndarmanna
rannsaka hana.
Lagt er til að þriggja manna
rannsóknarnefnd fari yfir
einkavæðingu og sölu hluta
bréfa í bönkunum. Í nefndar
áliti meirihlutans kemur fram
að nefndin þurfi að hafa ríkar
heimildir til aðgangs að gögn
um sem varpað gætu ljósi á
einkavæðinguna. Er rannsókn
arnefndinni ætlað að starfa á
svipaðan hátt og rannsóknar
nefnd Alþingis sem rannsakaði
bankahrunið gerði.
Ekki voru allir nefndarmenn
sammála um þetta og lögð
ust fulltrúar Sjálfstæðisflokks
ins, þau Birgir Ármannsson og
Ólöf Nordal, gegn nefndaráliti
meirihlutans. Auk þess skilaði
Vigdís Hauksdóttir, þingkona
Framsóknarflokksins, séráliti
í málinu en hún vill að rann
sóknarnefndin fari einnig í það
sem hún kallar síðari einka
væðingu bankanna, það er að
segja uppgjör þrotabúa gömlu
bankanna eftir hrun.
Þ
etta var svolítið erfitt stund
um en skemmtilegt,“ segir
hinn kólumbíski Edgar Alej
andro Arango Hurtado sem
útskrifaðist sem stúdent frá
Framhaldsskólanum á Laugum í
Þingeyjarsveit um síðustu helgi. Fyr
ir fimm árum kom Alejandro, eins og
hann er kallaður, í um þrjátíu manna
hópi flóttamanna til landsins frá
Ekvador, ásamt móður sinni og syst
ur. Fjölskyldan er upprunalega frá
Kólumbíu en flúðu stríð þar í landi
og hafði dvalið í flóttamannabúðum
þar í sjö ár áður en hún kom hingað
til lands í október 2007.
Skildi ekki tungumálið
Viku eftir að Alejandro kom til Ís
lands byrjaði hann í Verzlunarskóla
Íslands. Hann segir það hafa verið
frekar erfitt til að byrja með að vera
í nýjum skóla, þar sem hann hvorki
talaði tungumálið né skildi það. Þeir
voru fjórir úr flóttamannahópnum
sem byrjuðu saman í Verzlunarskól
anum. „Skólinn var byrjaður því við
komum til landsins í október. Það
var erfitt því við töluðum ekki sama
tungumál, við töluðum enga ensku
eða íslensku og þau ekki spænsku,“
segir hann en ber skólafélögum sín
um vel söguna. „Það voru mjög góð
ir strákar þarna í bekknum og svo
fór ég smám saman að skilja meira.
Stundum skildi ég og stundum
ekki,“ segir hann en námsefnið var
á íslensku. „Það var spænskukenn
ari þarna sem þýddi stundum fyrir
okkur og það var mikil hjálp í því,“
segir Alejandro sem í dag er nánast
altalandi á íslensku.
Fór út á land til að læra íslensku
Hann var í tvö ár í Verzlunarskól
anum en hélt því næst í Tækniskól
ann í Reykjavík. „Ég var í eina önn í
húsasmíði þar. Það var mjög gaman
en það var svolítið erfitt því ég skildi
ekki nógu mikla íslensku þá. Ég var
ekki búinn að læra nógu mikið í
tungumálinu því ég talaði spænsku
heima og var ekki orðinn nógu góður
í íslensku.“
Alejandro vildi gjarnan bæta ís
lenskukunnáttu sína og ákvað þess
vegna að fara í Framhaldsskólann á
Laugum. „Ég ákvað að fara burtu frá
bænum þannig að það gæti enginn
talað við mig á spænsku. Það var ekki
hægt hérna í Reykjavík. Ég á marga
vini hér sem tala spænsku og heima
er líka töluð spænska. Ég var bara
lítið með Íslendingum og æfði mig
aldrei neitt í íslensku. Það voru kom
in þrjú ár og ég var ekki ennþá orðinn
nógu góður í íslensku. Þá ákvað ég að
fara í Framhaldsskólann á Laugum,“
segir hann brosandi.
Eignaðist vini í gegnum
herbergisfélaga
Fyrstu tveir mánuðirnir voru erfiðir á
Laugum. „Ég þekkti engan þarna og
var bara búinn að tala við skólastjór
ann þegar ég kom. Fyrst þekkti ég
engan þarna og var einn í herbergi á
heimavistinni. Svo fékk ég herbergis
félaga og það var strákur sem var bú
inn að vera þarna í meira en tvö ár og
í gegnum hann byrjaði ég að eignast
vini. Þá hætti að vera leiðinlegt,“ segir
hann hlæjandi.
Hann segir aðstöðuna á Laugum
hafa verið til fyrirmyndar. „Það var
mjög góð aðstoð í skólanum og ég
fékk íslenskukennara bara fyrir mig
sem hjálpaði mér mjög mikið,“ segir
hann.
Ætlar að læra húsgagnasmíði
Alejandro útskrifaðist svo eins og
áður sagði um síðustu helgi sem
stúdent. „Ég útskrifaðist af félags
fræði og íþróttabraut. Við vorum
27 sem útskrifuðumst saman.“
Hann er nú fluttur aftur í höf
uðborgina til móður sinnar sem
starfar sem dagmamma og systur
sinnar sem er að byrja í Verzlun
arskólanum í haust. Hann stefn
ir á að fara aftur í Tækniskólann í
haust. „Mig langar að læra hús
gagnasmíði í Tækniskólanum,“
segir hann og tekur fram að hann
hafi mikinn áhuga á smíði. Fjöl
skyldunni líður vel á Íslandi og
ætlar að dvelja hér áfram enda
komin vel inn í íslenskt samfélag.
„Hér fáum við að vera öll saman í
friði. Okkur líður mjög vel hérna
og hér viljum við vera.“
Stúdent Alejandro
útskrifaðist sem stúdent
um síðustu helgi. Það eru
aðeins fimm ár síðan hann
kom til landsins og talaði
ekki stakt orð í íslensku.
n Útskrifaðist sem stúdent n Kom sem flóttamaður til landsins fyrir 5 árum
Flutti úr borginni
til að læra íslensku
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Allir jafnir Enginn er undanskilinn því að fá sekt þegar hann leggur bíl sínum ólöglega.