Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 60
Tryggvi Tilbúinn Klár í slaginn Tryggvi mun reima á sig skóna fyrir leik ÍBV gegn Stjörnunni á þriðjudaginn kemur. mynd róbert reynisson 60 Sport 25.–27. maí 2012 Helgarblað Gæti sett mark sitt á leikinn n Umdeild marklínutækni verður reynd í vináttulandsleik englands og belgíu Þ úsundir aðdáenda víða um heim hafa gegnum tíðina orðið pirraðir og bölvað þeg- ar bolti rennur inn fyrir mark- línu í miðjum leik en dómari leiksins eða línuverðir annaðhvort sjá það ekki eða fallast ekki á það hafi verið raunin. Nú er loks komið að því að prófa sérstaka tækni í landsleik sem á umsvifalaust að gefa dómara leiks- ins merki fari bolti nógu mikið yfir marklínu til að teljast fullgilt mark. Verður tæknin reynd í fyrsta landsleik nýs landsliðsþjálfara Eng- lands, Roy Hodgson, en hann stýr- ir liðinu gegn Belgum þann 2. júní á Wembley. Á þeim leik verða full- trúar frá Alþjóða knattspyrnu- sambandinu, FIFA, auk fjölda tæknimanna frá enska knattspyrnu- sambandinu og framleiðendum þess búnaðar sem notaður verður. Eiga þessir aðilar í kjölfarið að fara yfir niðurstöðurnar og meta hvort slík marklínutækni er eitthvað sem taka eigi upp almennt í knattspyrnu en mjög hefur verið eftir slíku kallað um langt skeið. Ekki mun þó búnaðurinn hafa nein áhrif á leik Englands og Belgíu því aðeins er um tilraun að ræða og gögnin munu ekki berast dómara eða línuvörðum heldur eingöngu tæknimönnum. Þá hafa forráða- menn enska knattspyrnusambands- ins staðfest að jafnvel þó tilraunir gangi vel verði slíkur búnaður ekki notaður á næstu leiktíð í Englandi. Líklega mun þurfa ákvörðun FIFA til að marklínubúnaður verði hluti af leiknum í framtíðinni. albert@dv.is É g vil meina að ég hafi að sjálf- sögðu úthald í 90 mínútna leik en þjálfarinn verður að meta það þegar þar að kemur,“ seg- ir markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson hjá ÍBV. Hann hefur verið fjarri góðu gamni í fyrstu um- ferðum Pepsi-deildar karla þetta sumarið en aðdáendur liðsins geta glaðst á þriðjudaginn kemur þegar Eyjamenn fá Stjörnuna úr Garðabæ í heimsókn. Tryggvi verður í hópn- um. enginn bilbugur Tryggvi segir mikla tilhlökkun að spila á nýjan leik en hann fékk ekki leyfi lækna til að fara fyrr af stað sök- um blóðtappa sem hann greind- ist með í fæti fyrr í vetur. Hefur hann verið á blóðþynningarlyfjum frá mars síðastliðnum vegna þess. „Það er ekki svo að ég hafi ekki get- að hreyft mig eða spilað fótbolta þennan tíma heldur höfðu læknarn- ir áhyggjur af að ég gæti lent í sam- stuði sem hefði gert illt verra. Það er þess vegna sem ég hef ekki farið fyrr af stað en nú. Ég tel mig samt geta hjálpað liðinu þó kominn sé á aldur og ég verð klár í slaginn gegn Stjörn- unni.“ skiptir ekki máli hvaðan gott kemur Aðspurður út í fjölda erlendra leik- manna hjá ÍBV, en nokkurrar gagn- rýni hefur gætt vegna fjöldans, seg- ir Tryggvi þá umræðu á villigötum. „Hvað mig varðar skiptir ekki máli hvaðan gott kemur heldur aðeins hvort viðkomandi leikmenn séu nógu góðir til að styrkja hópinn og efla liðið. Það er ekki hlaupið að því að finna góða leikmenn hér á Íslandi og þess vegna verða félög eins og ÍBV að leita víðar. Hvaðan nákvæm- lega þeir koma finnst mér bara engu skipta. En vissulega hefur gengið fyrstu leikina verið verra en vonir stóðu til. Ég held reyndar að þetta komi þegar hópurinn fer að slípast saman en það getur tekið tíma.“ baráttan við bakkus Athygli vakti skömmu áður en Ís- landsmótið hófst þegar Tryggvi var stöðvaður drukkinn undir stýri í Vestmannaeyjum. Komst sá kvittur á kreik að það væri ástæða þess að Tryggvi spilaði ekki fyrstu leiki ÍBV þetta sumarið en því fór fjarri. Sjálf- ur er Tryggvi fáorður um það atvik. „Þetta var augnabliks hugsunarleysi hjá mér og ég gerði einfaldlega mis- tök. Í kjölfarið fór ég beint á Vog til að taka á þessu og tel mig hafa lært mína lexíu.“ n Markahrókurinn klár í sinn fyrsta leik eftir veikindi og meðferð á Vogi„Ég gerði einfald- lega mistök Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar City á pari við Madrid? Argentínumaðurinn Sergio Aguero meina að City sé á pari við Madrid að því fram kom í viðtali við knatt- spyrnukappann á spænskri út- varpsstöð í gær. Sagði hann af og frá að hann hefði áhuga á að fara frá City að sinni jafnvel þó orðróm- ur þess efnis að Real Madrid íhugi tilboð í sumar gangi víða. „Ég er mjög ánægður hjá City og á mikið eftir af samningi mínum við liðið. Ég tel að Manchester City sé nú að nálgast að vera á pari við stórlið Evrópu á borð við Real Madrid og Barcelona og ég vil gjarnan vera hluti af því að koma City endanlega í þann félagsskap.“ EM 2020 í þremur löndum? Írland, Skotland og Wales munu líklega formlega sækja um að halda Evrópukeppnina í knattspyrnu saman árið 2020 en mikill áhugi er á því meðal þeirra allra. Ekki þykir skemma fyrir þeirri hugmynd að forseti UEFA, Michel Platini, hefur sagt að ekki komi til greina að Istanbúl fái bæði Evrópukeppnina í knattspyrnu og Ólympíuleikana sama árið en Tyrkir hafa sótt um báða viðburði árið 2020. Bless og takk fyrir allt liðið Í dag fer fram allra síðasti leikur Pep Guardiola með Barcelona þeg- ar liðið mætir Athletic Bilbao í úr- slitum spænska Konungsbikarsins. Telja velflestir sparkspekingar eng- an vafa leika á að Guardiola vinni þar sinn síðasta titil með Börsung- um. Ekki þar fyrir að Bilbæingar séu lömb að leika sér við heldur hefur gengi þessara tveggja félagsliða upp á síðkastið verið svart og hvítt. Barcelona hefur unnið síðustu fimm leiki sína meðan Bilbao hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum og það án þess að skora eitt einasta mark. Vinni Barcelona verður það fjórtándi titillinn sem félagið vinnur undir stjórn Guardiola. 1,4 milljarðar fyrir Gylfa? Forráðamenn Swansea eru þög- ulir um þær fréttir í þýskum miðlum að enska liðið hafi boðið Hoffenheim 1,4 milljarða króna fyrir landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Það fullyrðir þýska blaðið Bild en upphæðin, sé hún rétt, er mesta upphæð sem Swan- sea hefur nokkru sinni greitt fyrir leikmann. Sjálfur vill Gylfi gjarn- an vera áfram hjá liðinu enda gekk honum vel þar í vetur eftir að hann kom á láni frá þýska liðinu. inni eða úti? Loks verður sérstakur tæknibúnaður notaður í landsleik. Eftir það á enginn vafi að leika á hvort bolti fer inn fyrir marklínu eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.