Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 29
Spurningin Ég varð að fara út Ég játa Ragna Erlendsdóttir sér ekki eftir að hafa farið út með Ellu Dís. – DVHlífar Vatnar Stefánsson játaði á sig hrottafengið morð. – DV Ríkisstyrkt forskot „Já, en ég ætlaði ekki að horfa á það. Kannski ég fylgist með ef þetta er stórmál hér á landi. Ég styð Frakkland.“ Albert Zaragza 33 ára verkefnastjóri frá Frakklandi „Já, en ég horfi aldrei. Ég styð Frakkland.“ Elogie Bisanger 33 ára grafískur hönnuður frá Frakklandi „Ég þekki það ekki en ég ætla að reyna að horfa og styð Ísland.“ Brooke Dimley 31 ára kaupmaður frá Bandaríkjunum „Ég þekki það ekki, en ég ætla að styðja Ísland að sjálfsögðu.“ Nancy Spinoza 59 ára póstmeistari frá Bandaríkjunum. „Já, ég horfi yfirleitt og ætla að gera það ef ég finn sjónvarp. Þar sem ég er hér á landi ætla ég að kjósa Svíþjóð. “ Karin Esterberg 27 ára rammagerðarkona frá Svíþjóð Veist þú hvað Eurovison er? E itt sinn var það Silvía Nótt og núna er það Þóra Arnórs. Svindl- ið er svo yfirgengilegt að bolur- inn tekur ekki eftir neinu. Fræg fjölmiðlapersóna, sem að vísu er ágæt til síns brúks, er klædd í forsetafram- boð og – hókus pókus – sigurinn er í höfn. Venjuleg manneskja, með sam- viskusamlega ræktaða sýniþörf, hefur ríkisstyrkt forskot á aðra frambjóð- endur og er skyndilega orðin að hetju. Nei, kæru lesendur, ég er ekki að grínast. Þetta er mín sýn og ég leyfi ykkur að njóta hennar. Alltaf hefur verið til fólk einsog Árni Johnsen, fólk sem þarf vissa meðgjöf og tekur svo til sín það sem upp á vantar. Sjálftaka af ýmsum toga er sumu fólki ekkert annað en eðli- legur þáttur í lífinu. Slíkt fólk kemst upp með að stela frá þjóðinni og það er hafið yfir alla gagnrýni nærsam- félagsins; hópsálin er einfaldlega svo sýkt af græðgi og heimsku að allir eru samsekir. Sumt fólk er best í því að láta aðra vinna verkin; er best í því að reisa sál sinni grafhýsi fordildar á kostnað fjöldans. Við munum alltaf geta státað af hugdjörfu fólki einsog Finni Ingólfs- syni. Það verða alltaf til lyddur og lús- erar; það verður alltaf hægt að stóla á samviskuleysi svindlaranna. Hjá þeim er siðleysið algjört. Þar er á ferðinni slóttugt fólk sem hlakkar yfir heimsku fjöldans. Sumu fólki fer best að bera tóma bakpoka, aka um með tómar hjólbör- ur og burðast með tómar fötur. Sumt fólk þarf á stuðningi okkar hinna að halda. Oft er það vegna meðfæddra krankleika að svona er ástatt. En svo er það líka til að inngróin heimska leyfi heilu hópunum að svindla sér fremst í röðina. Framboð Þóru er dæmi um einkar slóttugt, löglegt og siðlaust svindl; markaðssetningu sem er gerð til þess að hampa meðgjöf og ríkisstyrktu for- skoti. Hér er á ferðinni fjölmiðlafígúra, sem hefur starfað hjá RÚV (útvarpi og sjónvarpi) í áraraðir; hefur verið í vin- sælum skemmtiþætti, sinnt fréttaskýr- ingum og fengið að láta ljós sitt skína á skjánum. Núna er ýjað að því að hún keppi á jafnréttisgrundvelli við fólk sem ekki hefur notið slíkra styrkja. Stóra Þóru-svindlið er í boði RÚV. Og bolurinn er svo blindaður af glýju glansmyndarinnar að fagnaðarlátun- um ætlar aldrei að linna. Ykkur hefur eflaust nú þegar hug- kvæmst að spyrja: –Hva, á þá bara að banna fjölmiðlafólki að bjóða sig fram? Og svar mitt er einfalt: –Já, það á allavega ekki að leyfa neitt slíkt án fastmótaðra skilyrða. Ef hér á að sýna hlutlægni og gæta alls hlutleysis, verð- um við að treysta því að fólk sé ekki að þiggja laun frá ríkinu til þess eins að koma sér upp skotpalli fyrir flugelda- sýningu á stjörnuhimni yfir Bessa- stöðum. Víst bölvar þrjótum þjóðarsál og þjófabraski stóru en svo er bara sjálfsagt mál að svindla fyrir Þóru. Umræða 29Helgarblað 25.–27. maí 2012 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Herdís var nemandi minn Ólafi Ragnari Grímssyni líst ágætlega á meðframbjóðendur. – DV Á fimmtudag fór fram viðmikil atkvæðagreiðsla á Alþingi um hvort skjóta ætti til þjóðarinn- ar tilteknum spurningum sem unnar voru úr tillögum stjórn- lagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Inn í þetta fléttaðist tillaga Vig- dísar Hauksdóttur, Framsóknarflokki, um að skotið yrði til þjóðarinnar um leið og stjórnarskrármáli, spurningu um hvort draga ætti til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Ekki greiddi ég tillögu Vigdísar um viðræðuslit atkvæði mitt enda hef ég talað fyrir því að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um það hvort Íslending- ar vilji ganga inn í Evrópusambandið á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja þegar atkvæðagreiðslan fer fram; ekki hvort halda eigi viðræðum áfram eða draga umsókn til baka. Ég vil útkljá málið og fá í það lyktir. Hef ég í tæp þrjú ár talað fyrir því að samninganefnd okkar verði sett tímamörk með dagsetningu þjóðar- atkvæðagreiðslu en stjórnarflokkarn- ir í samvinnu við stjórnarandstöðu á Alþingi kæmu sér saman um dagsetn- ingu hennar. Ekki hefur enn náðst um þetta samstaða en hið ánægjulega er að sífellt fleiri tala nú fyrir því sjónar- miði að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram á næstu mánuðum, vel fyrir næstu alþingiskosningar. Sjálfur tel ég mikil- vægt að þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði haldið aðgreindri frá öðrum kosning- um, hvort sem það er um stjórnarskrár- drög eða alþingiskosningar. Víti til varnaðar Það er mikilvægt að við látum það ekki henda okkur sem henti Norð- menn fyrir tuttugu árum í þessu efni. Norðmenn sóttu um aðild að Evrópu- sambandinu haustið 1992, gengu frá samningi sem síðan var undirritaður af hálfu norsku ríkisstjórnarinnar og sam- þykktur af ríkisstjórnum allra Evrópu- sambandsríkjanna en síðan felldur tveimur árum síðar í þjóðaratkvæða- greiðslu í Noregi! Það er mál manna að þetta hafi orðið Norðmönnum til vansa; Evrópusambandsríkjum hafi þótt þau vera dregin á asnaeyrum og hafi Evr- ópusambandið látið Norðmenn gjalda þessa í samningum um ýmis efni á næstu árum. Margt skondið og mótsagnakennt bar á góma við fyrrnefnda atkvæða- greiðslu. Þannig sagði þingmaður Sam- fylkingarinnar að ekki mætti hætta við- ræðum við Evrópusambandið nema forsendubrestur yrði en svo væri ekki. Hljóta ýmsir að hafa furðað sig á þess- um ummælum í ljósi þess hvað nú er að gerast innan Evrópusambandsins varð- andi gjaldmiðilinn, óvissu í stjórnmál- um og efnahagsmálum, nánast hrun í nokkrum ríkjum. Þá hefur það breyst frá því Íslendingar settu inn umsókn sína að ESB einhenti sér í málssókn gegn Íslandi og lagðist þar á sveif með Bretum og Hollendingum í Icesave-of- ríkinu. Einnig hefur komið á daginn að ESB er miklu harðdrægara í aðlögunar- kröfum sínum en almennt var talið. Síð- an eru það fiskveiði- og auðlindadeil- urnar sem eru áminning um það sem koma skal ef við gerumst aðildarríki. Sjálfur held ég mig við það að halda viðræðum áfram í Brussel á meðan við komumst að samkomulagi heima fyrir um dagsetningu fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu. Það er ekkert launungarmál og hefur margoft komið fram að Samfylk- ingin neitaði að láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu áður en aðildarumsókn var send inn. VG eða meirihluti þing- manna féllst á að sækja um við stjórnar- myndunina vorið 2009 og var ég þar á meðal. En það þýðir ekki að ég ætli að fallast á að ESB verði látið komast upp með að stýra hægagangi viðræðna, greinilega með það í huga að lenda málinu þegar hægist um í þeirri von að afstaða Íslendinga breytist og verði hlið- hollari ESB en nú er. Rekið sem stjórnarandstöðumál Við eigum að sjálfsögðu sjálf að ákveða hvenær við teljum nóg komið og að mínu mati er mæliglasið að tæmast. Hvers vegna greiddi ég þá ekki atkvæði með tillögu nú um viðræðu slit? Það er vegna þess að ég vil freista þess að VG nái samkomulagi við Samfylkinguna um það ferli sem hér hefur verið rakið. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar engan áhuga á slíku og virðist reka þetta mál fyrst og fremst sem stjórnar- andstöðumál til að koma höggi á ríkis- stjórnina. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, orðaði þessa hugsun ótrúlega opinskátt þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar greidd voru atkvæði um málið á Alþingi: „Staðreynd málsins er auðvitað sú, og það blasir við öllum, til dæmis þegar hæstvirtur innanríkisráðherra hafnar þessari tillögu, maður sem er mótfall- inn því að við göngum í Evrópusam- bandið, staðreynd málsins er þessi: Við erum ekki hér að greiða atkvæði um hvort bera megi þetta undir þjóðina. Við erum að greiða atkvæði um það hvort ríkisstjórnin stendur eða ríkis- stjórnin fellur. Það er það sem við erum að greiða atkvæði um.“ Annarleg sjónarmið afþökkuð Gott að menn tali hreint út. Fyrir það á Bjarni Benediktsson heiður skilið. Atkvæðagreiðslan var ekki um ESB, segir hann, heldur um ríkisstjórnina! En ef Bjarni Benediktsson er andvíg- ur inngöngu í Evrópusambandið, og ef hann er fylgjandi þjóðaratkvæða- greiðslu til að útkljá mál (önnur en stjórnarskrána og önnur smámál), hvernig væri þá að taka umræðu um það hvernig ná megi þeim markmið- um, án þess að hafa annarleg sjónar- mið með í farteskinu, sem formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti svo ágætlega í þinginu? Um ríkisstjórnina, ekki ESB Kjallari Ögmundur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.