Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Side 36
Grikkland Eleftheria Eleftheriou Aphrodisiac n Eleftheriou, 23 ára, öðlaðist frægð í heimalandi sínu eftir að hafa tekið þátt í X Factor árið 2010. Þótt hún hafi ekki unnið hæfileikakeppnina hefur hún átt mikilli velgengni að fagna og túrað með sumu frægasta tónlistarfólki Grikklands. Rússland Buranovskiye Babushki Party For Everybody n Ömmurnar frá Udmurtia sigruðu stjörnur á borð við fyrrverandi Eurovision-farann Dima Bilan. Elsti meðlimur hópsins verður 77 ára í haust. Hópurinn vakti fyrst athygli árið 2008 en ömmurnar syngja lög þekktra hljómsveita á borð við Bítlana og Queen. Ungverjaland Compact Disco Sound Of Our Hearts n Bandið Compact Disco samanstendur af fjórum meðlimum sem hafa spilað saman frá árinu 2005 en um eina vinsælustu hljóm- sveit Ungverjalands er að ræða. Fyrsta platan þeirra kom út árið 2005. Moldóva Pasha Parfeny Lutar n Tónlist hefur alltaf verið hluti af lífi Pasha. Tónlistarmaðurinn, sem er 34 ára, var í hljómsveitinni Sunstroke Project sem tók þátt í forkeppninni árið 2009 með lagið You Should Like. Írland Jedward Waterline n Tvíburunum í Jedward gekk svo vel í fyrra að nú mæta þeir aftur til leiks. Lagið Lipstick sveif upp vinsældarlistana í Belgíu, Svíþjóð, Þýskalandi og Austurríki en velgengnin varð til þess að bræðurnir voru fengnir til að spila á tónleikum sem haldnir voru vegna heimsóknar Baracks Obama til Írlands. Bretland Engelbert Humperdinck Love Will Set You Free n Engelbert Humperdinck hefur verið stórt nafn innan tónlistarbransans í yfir 40 ár. Hann hefur selt yfir 150 milljón plötur víðsvegar um heiminn. Humperdinck hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Grammy- verðlaunanna og á 63 gull og 24 platínu- plötur í safni sínu. Frakkland Anggun Echo (You And I) n Anggun hefur selt yfir tvær milljónir hljómplatna í Evrópu. Hún var þegar orðin stjarna í Asíu þegar hún ákvað að yfirgefa heimalandið og flytja til Evrópu. Hún hefur unnið með tónlistarframleiðandanum sem kom Céline Dion á kortið og sungið með Peter Gabriel, Pras (úr The Fugees), Julio Iglesias og Michael Bolton. Ítalía Nina Zilli L‘Amore È Femmina (Out of Love) n Nina hefur ferðast um allan heiminn til að elta drauma sína um frægð og frama í tónlistarbransanum. Hún ólst upp í litlu þorpi í Val Trebbia. Hún hefur fengið fjölda verðlauna fyrir sína fyrstu plötu sem kom út í fyrra. Aserbaídsjan Sabina Babayeva When The Music Dies n Sabina stígur á svið fyrir gestgjafina. Sabina fæddist árið 1979 í Baku. Mamma hennar er píanóleikari og kynnti dóttur sinni snemma fyrir tónlist. Sabina er menntaður lögfræðingur. Spánn Pastora Soler Quédate Conmigo (Stay With Me) n Pastora fæddist árið 1978 og hefur unnið fyrir sér sem söngkona í 18 ár. Hún hefur gefið út níu plötur og fengið þrjár platínu- og fjórar gullpötur. Hún hefur unnið með listamönnum á borð við Alejandro Sanz, Armando Manzanero, Raphael og Miguel Poveda. 36 Eurovísir 25.–27. maí 2012 Helgarblað Albanía Rona Nishliu Suus n Nishliu er þekkt poppsöngkona og djass- tónlistarkona í Albaníu, Kosovo, Makedóníu og Svartfjallalandi. Hennar sterkustu eigin- leikar eru breitt raddsvið og sterk túlkun. Nishliu hefur látið að sér kveða í mannúðar- málum á heimaslóðunum. Rúmenía Mandinga Zaleilah n Hljómsveitarmeðlimir Mandinga eru sjö talsins en aðeins sex þeirra munu stíga á svið í Bakú. Sveitin hefur spilað í tíu ár og er fræg í heimalandi sínu. Hljómsveitin hefur gefið frá sér fjórar plötur en sú fimmta er á leiðinni. Kýpur Ivi Adamou La La Love n Hin 18 ára Ivi Adamou vakti fyrst athygli þegar hún tók þátt í gríska X Factor. Eftir keppnina sendi hún frá sér plötuna Kalokeri Stin Kardia en platan San Ena Oniro kom út í fyrra. Danmörk Soluna Samay Should‘ve Known Better n Samay, 21 árs, hafði unnið fyrir sér sem götutónlistarmaður á strætum Kaup- mannahafnar og annarra stórborga Evrópu. Soluna er fædd og uppalin í Gvatemala en flutti til Danmerkur með fjölskyldu sinni þegar hún var tíu ára. Svíum spáð sigri n Íslendingum, Rússum, Rúmenum og dívum frá Kýpur og Ítalíu einnig spáð góðu gengi S öngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva verður haldin í 57. skiptið í maí í Bakú í Aserbaídsjan. Gestgjafarnir að þessu sinni eru Aserar en það voru Ell og Nikki, með lagið Running Scared, sem heilluðu Evr- ópubúa í fyrra. Söngvakeppnin er ein af elstu sjónvarpsviðburðum sög- unnar. Fyrsta keppnin var haldin 24. maí árið 1956. Enn þann dag í dag er keppnin eitt vinsælasta sjónvarpsefni Evrópu. Greta Salóme og Jónsi flytja lagið Never Forget fyrir Íslands hönd og verða sjöundu í röðinni. Ísland Greta Salóme og Jónsi Never Forget n Jónsi snýr aftur í keppnina átta árum eftir að hafa tekið þátt fyrir Íslands hönd í Istanbúl með laginu Heaven. Með honum í ár er hin 26 ára hæfileikaríka Greta Salóme sem spilar á fiðlu en hún samdi lag og texta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.