Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 20

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 20
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Eignaraðildin, eins og hún er sett fram hér, táknar engan veginn aðilcl að hreinni, skuld- lausri eign. Aðildin er metin eftir formlegum eignarrétti yfir fjármununum, án nokkurs til- lits til skuldsetningar. Réttarform atvinnurekstrar hérlendis eru fremur fá og cinföld. Hér verður því látið nægja að greina milli fimm eigendaflokka, en þeir eru: 1. Einstaklingar og sameignarfélög. 2. Hlutafélög. 3. Samvinnufélög. 4. Bæjar- og sveitarfélög. 5. Ríki og ríkisstofnanir. Enginn munur verulegrar þýðingar er milli einstaklingsfyrirtækja og sameignarfélaga, enda er að svo komnu máli varla gerlegt að greina þar á milli. Hér er aðeins eitt lögfest form hlutafélaga. Hins vegar er mikill fjöldi þeirra ekki hlutafélög í þeim skilningi dreifðr- ar, eða jafnvel aðeins skiptrar, persónulegrar aðildar, sem formið gefur til kynna. Þar sem form þetta er svo mjög notað fyrir fyrirtæki í raunverulegri einstaklingseigu og í eigu sam- vinnufélaga og hins opinbera, væri æskilegt að gera aðra skiptinu, þar sem fjármunum hvers hlutafélags væri skipt í hlutfalli við hlut- areign hvers þessara aðila, en félögin sem slík væru ekki eignaraðilar. Þetta hefur þó aðeins verið talið fært að því er snertir fiskiskipaflot- ann. Samvinnufélögin lúta og öll einu og sama réttarformi. Samvinnusambönd, þ. e. sambönd samvinnufélaga, heyra þeim flokki til. Hið opinbera getur haft ýmsa skipan á rekstri þeirrar starfsemi, er það tekur að sér. Meðal annars geta opinberir aðilar myndað hlutafélög og sameignarfélög. Fjármunir hluta- félaga, þótt hlutir þeirra séu að einhverju eða öllu leyti í opinberri eigu, fylla hér flokk hluta- félaga, en framleiðslufjármunir hins opinbera falla annars undir 4. og 5. flokk. Heildarniðurstaða skiptingar framleiðslufjár- munanna eftir eignaraðild hinna réttarforms- 18 legu aðila fer hér á eftir. Til skipta eru fram- leiðslufjármunir í árslok 1957, að heildarupp- hæð 5.852 m. kr. reiknað við 1954-verðlagi, eða 45,6% heildarupphæðar þjóðarauðs sam- kvæmt yfirlitstöflunni hér að framan. ííí kr. % 1. Einstaklingar og sameignarfélög .... 3.003 51 2. Hlutafélög ............................ 1.026 18 3. Samvinnufélög ........................... 342 6 4. Bæjar- og sveitarfélög .................. 707 12 5. Ríki og ríkisstofnanir .................. 774 13 5.852 100 Heimildir og áætlunaraðferðir. Skipting hinna einstöku fjármunaflokka eft- ir eignaraðild er sýnd í yfirlitstöflu. Aðildin er áætluð sérstaklega fyrir hvern fjármunaflokk eftir þeim leiðum, er bezt henta hverju sinni. Svo sem fram kemur af athugasemdum um einstaka liði, eru heimildir flestra þeirra mjög lakar, þannig að fara verður ýmsar krókaleiðir að niðurstöðunum. Niðurstöðurnar verða því að teljast mjög óáreiðanlegar, og hvað það snertir mun lakari en áætlanirnar um þjóðar- auðinn óskiptan. Tölunum er því aðeins ætlað að gefa mjög grófa hugmynd um skiptinguna, og helgast birting þeirra af því, að um fyrstu tilraun til slíkrar skiptingar er að ræða. Fjárrnunir landbúnaðarins eru að mestu í eigu einstaklinga. Að vísu voru um 13% af jörð- um landsins í eigu ríkisins árið 1942, er síð- asta nákvæma talning fór fram. Þessi tala er þó ónothæf um hlutdeild ríkisins, þar sem margar ríkisjarðir hafa verið seldar eða eru óbyggðar, en hús og tæki jarða í leiguábúð munu oftast vera í eigu ábúanda. Við áætlun um eignaraðild ríkisins og bæj- arfélaga var því farin sú leið, að fengnar voru upplýsingar um hin eiginlegu ríkisbú (skólabú, tilraunabú o. s. frv.) og um bú í eigu bæjar- félaga. Þá var aflað upplýsinga um ríkisjarðir í ábúð presta og annarra leigutaka. Var gengið út frá einföldum meginforsendum um senni- legt samband milli ábúðarréttinda og eignar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.