Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 7
ÞJÓÐARAUÐUR ÍSLENDINGA
að leitað hefur verið eftir upplýsingum um
eignaflokka tiltekið ár, venjulega 1957, og síð-
an reiknað verðmæti hvers flokks önnur ár,
samkvæmt þeim upplýsingum, sem liggja fyr-
ir í bankanum um fjármunamyndun á tímabil-
inu 1945—1957 og þá tekið tillit til afskrifta
eins og hver einstök undirtafla ber með sér.
Allar tölur eru færðar til verðlags 1954 sam-
kvæmt vísitölum, svo um sambærilegt verð-
lag sé að ræða. Með þessu móti hafa verið
byggðar upp talnaraðir fyrir öll árin 1945—
1957 um verðmæti einstakra fjármunaflokka
og þjóðarauðsins alls, en á hinn bóginn eru
ekki, eins og áður er nefnt, fyrir hendi upp-
lýsingar um eignaraðild í flestum flokkunum
nema eitt ár, árið 1957.
Allar reglulegar afskriftir notaðar í þessari
rannsókn eru reiknaðar sem ákveðin hundraðs-
tala af virði eigna í hverjum flokki um næst-
liðin áramót, en ekki af upphaflegu virði
þeirra, svo sem venjulegast er. Hin notaða af-
skriftaregla, regla afskrifta af eftirstöðvavirði,
er í rauninni hin eina nothæfa í verki sem
þessu, þar sem upplýsingar um aldurskiptingu
fjármunanna liggja ekki fyrir eða eru óhæfi-
lega seinunnar. En jafnframt má hiklaust halda
því fram, að sú regla nái tilgangi afskrifta í
efnahagslegum skilningi betur en nokkur önn-
ur einföld regla. Upphæð afskrifta hvers fjár-
munar er þá hæst fyrst og lækkar ár frá ári
í sama mæli og eftirstöðvar verðmætisins.
Þetta vegur á móti hækkandi viðhaldskostnaði
og öðrum atriðum, er rýra afköst og arðgjöf
með aldri. Hreinn afrakstur eignar, þannig
reiknaður, ætti því ár frá ári að standa í mjög
svipuðu hlutfalli við virði eignarinnar, afskrif-
að með tilsvarandi hætti. En hlutverk afskrifta
er að jafna kostnaði slits og úreldingar niður
á árin sem næst þeirri meginreglu.
Virði fjármunanna, þannig afskrifað, er ekki
að sama skapi réttur mælikvarði á verga
(brúttó) framleiðsluafkastagetu þeirra, svo sem
auðséð má vera af einstökum liðum yfirlits-
töflurnar t. d. af flutningatækjum. Tæki geta
2
haldið vergri afkastagetu sinni næstum óbreyttri
meðan þau eru í notkun, þótt síðast séu þau
orðin verðlaus sökum slits og úreldingar og
skili engum hreinum arði.
Sá annmarki fylgir þó aðferðinni, að seint
gengur að hreinsa upp síðustu eftirstöðvar
verðmætisins, og strangt tekið er aldrei af-
skrifað til fulls. Við þessu má þó sjá með
aukaafskriftum, er miðist við að hreinsa út
hæfilega gamla fjármuni í hinum einstöku
flokkum. Timabil það, sem skýrslurnar ná yfir,
er ekki svo langt, að slíkar aðgerðir séu tíma-
bærar að þessu sinni.
Sjálfar afskriftaprósenturnar eru ákveðnar
með gaumgæfilegri yfirvegun um eðlilega og
venjulega endingu fjármuna í hverjum flokki,
en ekki með beinni könnun á raunverulegri
endingu. Til þess að ákvarða endinguna af
nokkru öryggi, þurfa að liggja fyrir tvær sam-
bærilegar virðingar þjóðarauðsins, en milli
þeirra nokkuð langt árabil, 10—12 ár, sem sam-
hangandi fjármunamyndunarskýrslur ná yfir.
Þessum skilyrðum er enn ekki fullnægt.
Til flestra nota henta upplýsingar um þjóð-
arauðinn reiknaðan frá ári til árs eftir fösturn
verðum. Þannig fæst samanburður milli ára á
raunverulegri stærð hans, þ. e. raunverulegu
magni fjármunanna, vöxtur hans í hundraðs-
tölum af eigin stærð og hlutföll miðað við
talnaraðir þjóðarframleiðslu, reiknaðar á föstu
verðlagi sama árs. Komið getur þó fyrir, að
þörf sé fyrir tölur um þjóðarauðinn reiknaðan
eftir verðlagi hvers árs um sig. Þetta á einkum
við um samanburð við aðrar stærðir, er liggja
fyrir, metnar eftir verðum hvers árs, en sömu-
leiðis eiga þær tölur bezt við, ef óskað er upp-
lýsinga um hlutfallslega skiptingu í fjármuna-
flokka, eins og virði þeirra horfði við þau ár,
sem um er fjallað, þ. e. reiknað eftir verðhlut-
föllum eins og þau voru hvert ár um sig.
Til þess að fullnægja þess háttar þörfum er
hér að auki birt yfirlitstafla um þjóðarauðinn
á verðlagi hvers árs um sig. Flestir liðir töfl-
unnar eru reiknaðir eftir sömu liðum í yfirlits-
5