Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 59
RANNSÓKN Á NEYZLU EINSTAKLINGA Á VÖRUM OG ÞJÓNUSTU
Almenn flutningaþjónusta.
Allir flutningar hér á lancli fara fram með
flugvélum, bílum eða skipum, og skýrslur voru
látnar í té af hinum ýmsu fyrirtækjum og Póst-
málastjórninni. 10% voru dregin frá ferðalög-
um á sjó og með flugvélum vegna viðskipta-
ferðalaga.
Útgjökl neytenda vegna síma og póstþjónustu.
(Liður 11 OEEC).
Talsími er orðið lang algengasta tækið til
sambands manna milli í landinu. Nokkuð
sæmilegar áætlanir voru gerðar af Póst- og
símamálastjórninni um skiptingu talsíma milli
einka- og atvinnu-nota. Talsímagjöld eru mis-
munandi eftir stöðum á landinu. I Reykjavík,
Hafnarfirði og Akureyri er í grunngjöldunum
gert ráð fyrir 2800 innanbæjarsímtölum. I
smærri sveitarfélögum eru símtöl á innan-
sveitarlínum ókeypis. Fjöldi símtækja er með-
altalið af desember 1956, desember 1957 og
desember 1958. Grunngjöldin eru áætluð fyrir
kaupstaði, þorp og sveitir. Fjöldi langlínusam-
tala er áætlaður samkvæmt búreikningum
„vísitölu fjölskyldunnar".
Fjöldi sendibréfa og símskeyta er áætlaður
á svipaðan hátt.
Fjöldi böggla var áætlaður á eftirfarandi
hátt: Gert var ráð fyrir að hver fjögurra manna
fjölskylda sendi um það bil einn pakka
á ári.
Auk þess er talsvert af verzlunarvörum sent
í pósti frá Reykjavík til annarra staða, og
gert var ráð fyrir, að bver einstaklingur utan
lleykjavíkur fengi að meðaltali 1 slíkan pakka
á ári. Gert er ráð fyrir að allar tölurnar séu
í (C) áreiðanleikaflokki.
Otgjöld neytenda vegna tómstundaiðju og
skemmtana. (Liður 12 OEEC).
Upplýsingar um þessa liði eru mjög af
skornum skammti, og hér er því aðallega um
tilgátur að ræða.
Kostnaður vegna kvikmyndasýninga er tek-
inn samkvæmt skattlagðri veltu kvikmynda-
húsa. Þjóðleikhúsið, önnur leikhús og Symfón-
íuhljómsveitin heimiluðu afnot reikninga
sinna.
Kostnaður vegna dansleika er áætlaður og
einnig aðgangseyrir að listsýningum. Sala að-
göngumiða á íþróttakappleiki og sala að-
göngumiða að sundlaugum Reykjavíkur var
fengin frá bæjaryfirvöldunum.
Alagning hótela og matsöluhúsa ofan á
venjulega smásöluálagningu á mat og drykk
hefur verið áætluð í samráði við eigendur mat-
söluhúsa, en byggt er á skattskýrslum um
veltu. Kostnaður vegna bóka, erlendra tímarita
Tafla 11. Útgjöld neytenda vegna síma- Consumers' Expenditure on Communication og póstþjónustu, Services, 1957 and 1958. , 1957 og 1958.
Liður Einkunn 1957 1958
Item lity Kr. 1000 Kr. 1000
Heildarútgjöld Total expenditure C 31 998 40 231
Grunngjöld af síma Telephone basic rental and rate B 17 939 24 710
Landsímasamtöl Long distance calls C 3 946 4 388
Símskeyti Telegrammes C 1981 2 278
Sendibréf Letters C 2 972 3 581
Bögglapóstur Parcels C 5 160 5 274
57