Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 73

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 73
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM afrakstri af auðmagni eða á hæð vaxta, verður taflan yfir skil auðmagns þannig, að breyting- ar á nýrri fjárfestingu verða ekki í miklu hlut- fallslegu misræmi við breytingar á hinum fyrrnefndu, þ. e. hóflegar breytingar á vænt- anlegum afrakstri af auðmagni eða á hæð vaxta verða ekki tengdar mjög miklurn breyt- ingum á stigi fjárfestingarinnar. (iii) Þegar breyting verður á atvinnu, hætt- ir launum í peningum til þess að breytast í sömu átt, en ekki í miklu hlutfallslegu mis- ræmi við, breytingar á atvinnu; þ. e. breyt- ingar í hófi á atvinnu eru ekki tengdar mjög miklum breytingum á launum í peningum. Þetta er skilyrði stöðugs verðlags fremur en atvinnu. (iv) Enn verður talið til fjórða skilyrðið, er stuðlar síður að stöðugleika kerfisins en til- hneigingu sveiflna í eina átt til að ganga til baka áður en lýkur; nefnilega það, að stig fjárfestingar, hærra (eða lægra) en áður, tek- ur að hafa óhagstæð ( eða hagstæð) áhrif á skil auðmagns á jaðrinum, ef það helzt um skeið, sem talið 1 árum er ekki mjög langt. (i) Fyrsta skilyrði stöðugleika, nefnilega það, að margfaldarinn, þótt stærri sé en einn, er ekki mjög stór, hljómar mjög sennilega sem sálrænt einkenni manneðlisins. Eftir því sem raunverulegar tekjur vaxa, bæði minnkar tilkall þarfa vegna líðandi stundar til þeirra og jaðar tekna umfram venjubundin lífskjör breikk- ar; og þegar raunverulegar tekjur minnka gegnir gagnstæðu máli. Þannig er það eðlilegt, — að minnsta kosti sem meðallag í samfélag- inu, — að neyzla í bráð sé aukin, þegar at- vinna vex, en um minna en svarar til allrar aukningar raunverulegra tekna; og að hún dragist saman, þegar atvinna dregst saman, en um minna en svarar til allrar skerðingar raunverulegra tekna. Ennfremur, það sem gildir alla jafna um einstaklinga, gildir senni- lega einnig um ríkisstjórnir, einkurn þegar stöðugur vöxtur atvinnuleysis neyðir ríkið venjulega til styrkjagreiðslna úr lánsfé. En hvort sem lesandanum þykir þetta sál- ræna lögmál vera sennilegt a priori, fer ekki milli mála, að reyndin væri öll önnur, ef lög- mál þetta gilti ekki. Þá kæmi aukning fjár- festingar, hversu Htil sem hún væri, af stað keðjuaukningu framkominnar eftirspurnar, unz komizt hefði á ástand atvinnu handa öllum; en skerðing fjárfestingar kæmi af stað keðju- samdrætti framkominnar eftirspurnar, unz ekki yrði atvinna handa neinum. Reynslan sýnir samt sem áður, að lengstum varir milli- bilsástand. Loku er ekki fyrir skotið, að á nokkru bili gæti í reynd óstöðugleika. En jafn- vel þótt svo sé, er það sennilega þröngt, og utan þess, beggja vegna, hlýtur þetta huglæga lögmál án efa að gilda. Ennfremur er það einnig auðsætt, að margfaldari, þótt stærri sé en einn, er ekki að venju ákaflega stór. Ef hann væri það, mundi tilgreindri breytingu á stigi fjárfestingar fylgja mikil breyting, (tak- mörkuð aðeins af atvinnu handa öllum ell- egar engum,) á stigi neyzlu. (ii) Þótt samkvæmt fyrsta skilyrðinu fylgi breytingu í hófi á stigi fjárfestingarinnar ekki gegndarlaus breyting á eftirspurn eftir neyzlu- vörum, segir annað skilyrðið til um, að breyt- ingu í hófi á væntanlegum afrakstri fjárfest- ingartækja eða á hæð vaxta fylgi ekki gegnd- arlaus breyting á stigi fjárfestingarinnar. Þann- ig er málum sennilega háttað sökum vaxandi kostnaðar við framleiðslu stórum aukins magns með sama kosti tækja. Aftur á móti ef ástandið er þannig í fyrstu, að ekki er nýtt- ur mikill kostur verðmæta og tækja til smíði framleiðslutækja, kann talsverðs óstöðugleika að gæta á nokkru bili; en þessu málí gegnir ekki, eftir að þessi ónotaði kostur tækja og verðmæta hefur að miklu leyti verið nýttur. Þetta skilyrði hefur ennfremur sett takmörk þeim óstöðugleika, sem stafar af öðrum breyt- ingum á væntanlegum afrakstri framleiðslu- tækja sakir snarpra sveiflna í viðhorfum í viðskiptaheiminum eða uppgötvana, sem tíma- 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.