Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 21
ÞJÓÐARAUÐUR ÍSLENDINGA
aðildar að fjármunaflokkunum. Niðurstöðurnar
koma fram í töflu I hér á eftir.
Samkvæmt yfirlitstöflunni um þjóðarauðinn
er heildarverðmæti fiskiskipaflotans í árslok
1957, reiknað á verðlagi 1954, talið 590 m. kr.
Skiptingu eignaraðildar varð hins vegar að
miða við vátryggingarvirði skipanna í árslok
1957. Samtala þess virðis, færðs til verðlags
ársins 1954 samkvæmt reglum tryggingafélag-
anna, reyndist þó aðeins 547 m. kr. Munurinn
skýrist af því, að tölur bankans byggjast ekki
á tryggingarvirði, heldur á upphaflegu kaup-
virði, færðu eftir sérstökum vísitölum til 1954-
verðlags, með viðaukum fyrir endurbótum og
frádrætti vegna fyrninga (sbr. 3. hefti þessa
rits). Samábyrgð íslands á fiskiskipum viðhef-
ur svipaðar aðferðir. En skip yfir 100 rúm-
lestum eru í frjálsri tryggingu og getur eitt-
hvert vanmat þeirra til tryggingar verið senni-
legust skýring þessa misræmis. Eignaraðild að
fiskiskipunum í heild og einstökum undirflokk-
um er látin fylgja sömu hlutfallslegri skiptingu
og kemur fram í tilsvarandi flokkun eftir
tryggingarverðmæti. Kemur þessi skipting
fram í töflu II.
Auk þessa hefur fiskiskipaeign hlutafélag-
anna verið skipt á hina aðilana eftir hlutfalls-
legri hlutaeign þeirra. Kemur þá í ljós, að
hlutur einstaklinga er rúm 94% þessa verðmæt-
is, sem reiknað er hlutafélögunum. Illutdeild
hinna fjögurra eigendaflokka í þessum eignum
hefur verið bætt við beina aðild þeirra, og eru
niðurstöðurnar sýndar í töflu III. Samhengið
við töflu II. kemur fram í eftirfarandi yfirliti:
Eignaraðild að tiskiskipailotanum
i árslok 1957
Milljónir króna Verðlag 1954
1) Einslaklingar og sam- Bein aðild O S a 1 «D .O' ^ ’5J -G Alls bein og óbein aðild
eignarfélög 164 253 417
2) Samvinnufélög 6 6 12
3) Bæjar- og sveitarfélög 136 11 147
4) Ríki og ríkisstofnanir 14 — 14
Alls 1— 4: 320 270 590
Eignaraðild að fjármunum iðnaðarins er
metin í aðalatriðum eftir hlutfallslegri skipt-
ingu í óbirtri úrvinnslu iðnaðarskýrslna hag-
stofunnar fyrir árið 1953. Aðildarskiptingin er
sýnd í töflu IV, skipt á fimm iðnaðargreinar.
Aðild að áburðarverksmiðju og sementsverk-
smiðju er reiknuð sérstaklega, en hlutfallsleg
skipting hinna þriggja greinanna miðast við
skiptinguna í árslok 1953 með lítils háttar
breytingum, sem stafa af annarri skiptingu
fjármunamyndunarinnar 1954—1957 á undir-
greinar.
Eignaraðild að flutningatækjum, öðrum en
flutningabifreiðum, er skipt eftir hlutfallslegri
skiptingu vátryggingarupphæða í hverjum
fjármunaflokki. Talsverður munur er á milli
tryggingarupphæðanna og þeirra matsupp-
hæða, sem notaðar eru í þessum skýrslum.
Tryggingarvirði kaupskipa reynist 17% hærra,
annarra skipa 13% hærra og flugvéla 70% hærra
en tilsvarandi matsupphæðir reiknaðar á veg-
um bankans. Virðingarmismunur skipanna
vekur enga furðu, þar sem tryggingarupphæð-
irnar eru venjulega látnar standa óbreyttar í
erlendum gjaldeyri um árabil. Verður að telja
matsreglur bankans nákvæmari að því er þau
varðar. Hins vegar gefur matsmunur flugvél-
anna tilefni til endurskoðunar á matsreglum
bankans, en því verður ekki við komið að
þessu sinni.
Flutningabifreiðir eru allar taldar til eign-
ar einstaklinga og sameignarfélaga. Þetta þýð-
ir þó ekki annað en það, að engar aðgengileg-
ar heimildir liggja fyrir um skiptinguna. En
vegna hins mikla fjölda vörubifreiða í eigu
einstaklinga, þykir réttast að láta flokkinn all-
an auka gildi einstaklingseignar í samanburð-
inum.
Um hina fjóra fjármunaflokkana er fátt eitt
fram að taka. Skipting verzlunarbygginga o.
fl. er áætluð eftir fremur óáreiðanlegum heim-
ildum, en langmest af fjármunum hinna flokk-
anna er í opinberri eign.
19