Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 6

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 6
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM og fólksbifreiðir, svo og allar birgðir vara og hráefna. Ekki er heldur tekið neitt tillit til eignaraðstöðu út á við, þ. e. hreinnar gjald- eyriseignar og annarra innstæðna hjá erlend- um aðilum eða skuldar við þá. Sú fjármunasamstæða, er myndar þjóðarauð- inn í þessari takmarkaðri merkingu, að und- anskildum þó fólksbifreiðum, samsvarar nán- ast öllum framleiðslutækjum í notkun við myndun þjóðarframleiðslunnar, eins og hún er metin og verðlögð samkvæmt almennum regl- um. Framleiðsla sú, er svarar til sumra fjár- munaflokkanna, er þó því nær eingöngu hin beinu afnot þeirra, svo sem afnot íbúðarhúsa, samgöngufjármuna og flestra tegunda opin- berra bygginga. En þau afnot eru að jafnaði metin til verðs í þjóðarframleiðslunni. Fjár- munir í eiginlegum atvinnurekstri, þeir sem allur þorri mannaflans vinnur við, eru flokk- aðir saman undir heitinu framleiðslufjármunir. Þótt skýrsla þessi eigi að ná yfir allt það svið, sem hér hefur verið skilgreint, leikur enginn vafi á, að ýmsir fjármunaflokkar muni vanmetnir. Þetta á þó sízt við um fjármuni landbúnaðar, fiskiskip og flutninga- og farar- tæki, en þeir flokkar hafa verið metnir eftir því sem næst tæmandi magnupplýsingum. En í mismiklum mæli mun það eiga við um flesta hinna flokkanna. Miklir erfiðleikar, fræðilegir og aðrir, eru á mati þeirra fjármuna, sem flokkaðir eru und- ir samgöngur, en í þeim flokki eru vegir, brýr, götur, holræsi, hafnir, vitar, flugvellir o. fl. Til samræmis við þá vinnuaðferð, sem ann- ars er notuð, hefði þurft að meta þessa fjár- muni í ársbyrjun 1945, síðan annað hvort meta hreina aukningu ár hvert, eða verga aukningu og afskriftir hvort í sínu lagi. Miðað við þá vitneskju, sem fyrir hendi er, þótti hvorug vinnuaðferðin fær. Kemur þar margt til. í fyrsta lagi eru fræðilegir örðug- leikar á því að ákvarða byrjunarvirði. í öðru lagi er skilgreining hreinnar og vergrar aukn- ingar óglögg. Sú „verga aukning“, sem talin er í töflu 11 er æði blandin. Nýir vegir hafa verið lagðir á eldri vegastæði, ný brú sett í stað eldri o. s. frv. A hinn bóginn munu ýmis þau gjöld, sem á reikningum ríkis og bæjar og sveitafélaga eru flokkuð til viðhalds, hafa runnið til verðmætisaukningar og liefðu því að réttu átt að teljast hér. í þriðja lagi er sérstak- lega örðugt að kveða nokkuð á um afskriftir þessara fjármuna. Hér var því fyrst farin sú leið að styðjast aðeins við verga aukningu ár hvert, samkvæmt reikningum ríkis og bæjarfélaga. Sennilegt þykir að þessi vinnuaðferð skekki ekki verulega tölur um vöxt þjóðarauðs að upphæð til. Hins vegar skekkjast hlutföll milli fjármunaflokka og vaxtarhlutföll milli ára. Til þess að vega á móti þessurn síðartöldu skekkjum hefur verið gerð lausleg áætlun um virði þessara fjármuna í árslok 1945, og eftir- stöðvarvirði um hver áramót fram til 1957. Þessi áætlun er færð sér á yfirlitstöflunum tveim. Verður að gefa lesendum í sjálfsvald, hvort þeir telji metið of eða van. Allt virðismat fjármunanna byggist á kostn- aðarvirði þeirra eða endurkaupsvirði á grund- vallarárinu (1954), en ekki á markaðsvirði þeirra. Er það sama regla og gildir um fjár- munamyndunarskýrslur hvers árs, þar sem byggt er á frumvirði, þ. e. virði við fyrstu af- hendingu, en ekki við sölur milli aðila. Mark- aðsvirðin gætu leitt til annarrar niðurstöðu, svo verulegu muni, einkum hvað snertir hlut- föll milli fjármunaflokka, en einnig til annarr- ar heildarupphæðar. Sumir flokkanna eru tæp- lega metanlegir til markaðsvirðis. Fjármunir landbúnaðarins munu seljast undir kostnað- virði, sökum reglubundinna ríkisframlaga til myndunar flestra þeirra. í verzlun og iðnaði mun þessu fremur á öfugan veg farið, en þar mun þó oft erfitt að skera úr því, hver hluti markaðsvirðisins er fyrir fjármunina sjálfa og hver fyrir legu, rétt til lóða og aðra aðstöðu, sem fylgir í kaupum. Vinnutilhögun hefur í aðalatriðum verið sú, 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.