Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Síða 71

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Síða 71
ALTÆKA ATVINNUKENNINGIN SAMANDREGIN Taflan yfir skil auðmagns á jaðrinum er að nokkru leyti komin undir þáttum, þegar kunn- um og ákvörðuðum, og að nokkru leyti und- ir væntanlegum afrakstri af ýmis konar fram- leiðslutækjum; en hæð vaxta er að nokkru leyti komin undir ástandi ásóknarinnar í reiðu fé (þ. e. falli reiðufjáreftirsóknarinnar) og að nokkru leyti undir magni peninga, mældra í launaeiningum. Þannig verður stundum litið á sem hinztu breytilegu þætti, en öðrum þátt- um óháða, (1) sálrænu grundvallarþættina þrjá, nefnilega sálrænu neyzluhneigðina, sál- rænu afstöðuna til auðleysingarinnar og sál- ræna matið á afrakstri framleiðslutækjanna í framtíðinni, (2) launaeininguna sem ákvarð- aða af samningum rnilli atvinnurekenda og launþega og (3) magn peninga, eins og það er ákvarðað af aðgerðum seðlabankans; svo að þessir breytilegu þættir ákvarða þjóðartekj- urnar (eða afrakstur þjóðarinnar) og magn atvinnu, ef litið er á sem þegar kunna og ákvarðaða þá þætti, sem tilgreindir eru hér að ofan. En þá er unnt að taka til frekari greiningar og þeir eru ekki, ef svo verður að orði kveðið, hinir hinztu óháðu kjarnaþættir. Skipting þáttanna, sem ákvarða hagkerfið, niður í tvo flokka, þætti þegar kunna og ákvarðaða annars vegar og hins vegar breyti- lega þætti, en öðrum þáttum óháða, er að sjálfsögðu gerð að geðþótta, en ekki eftir al- gildum mælikvarða. Sú skipting hlýtur að vera gerð einvörðungu á grundvelli reynslu, í því skyni að til annars svari þættir, undir- orpnar svo hægfara eða svo léttvægum breyt- ingum, að áhrif þeirra verði aðeins lítil og til- tölulega marklaus og skammvinn á quesitum; og til hins svari þeir þættir, sem í reynd eru undirorpnir breytingum, sem hafa allsmegandi áhrif á quesitum. Að sinni er stefnt að því marki að komast að, hvað ákvarði hverju sinni þjóðartekjurnar í tilgreindu hagkerfi og (það, sem er nálega hið sama,) magn atvinnu í því, en ekki verður vænzt í fræðigrein, jafn margbrotinni og hagfræðinni, að dregnar verði saman algerlega nákvæmar alhæfingar, merkir það að finna þættina, sem undirorpnir eru breytingum, sem einkum ákvarða quesit- um. Lokaverkið gæti verið að velja úr þá breytilegu þætti, sem stjórnarvöld geta liag- rætt, eða náð á tökum í því kerfi, sem búið er við. II. Reynt verður nú að draga saman röksemd- ir fyrri kapítula; en rætt verður um þættina í öfugri röð við þá, sem þeir voru í kynntir. Menn munu finna hjá sér hvöt til þess að ráðast í nýja fjárfestingu að því marki, að framboðsverð hvers konar framleiðslutækja er knúið að verði, sem með tilliti til væntanlegs afrakstrar af þeim, færir skil auðmagns á jaðrinum nokkurn veginn til jafns við hæð vaxta. Það er að segja, að hlutlægar aðstæður framboðs í framleiðslutækjaiðnaði, traust manna á væntanlegum afrakstri, sálræn af- staða til auðleysingar og magn peninga, (reikn- að í launaeiningum að helzt verður kosið,) ákvarða sín á milli stig nýrrar fjárfestingar. En í kjölfar hækkunar (eða lækkunar) stigs fjárfestingarinnar kemur hækkun (eða lækk- un) stigs neyzlunnar; vegna þess að hegðan almennings er alla jafna á þá lund, að hann fæst aðeins til þess að víkka (eða þrengja) bil- ið milli tekna sinna og neyzlu, ef tekjur hans fara vaxandi (eða minnkandi). Það er að segja, að breytingar á stigi neyzlu eru alla jafna í sömu átt, (þótt þær séu smærri að magni,) sem breytingar á stigi tekna. Tengslin milli aukningar neyzlu, sem fylgja verður tilgreindri aukningu sparnaðar, koma fram í neyzlu- hneigðinni á jaðrinum. Hlutfallið, sem þannig er ákvarðað milli aukningar fjárfestingar og hliðstæðrar aukningar heildartekna, hvorra tveggja mældra í launaeiningum, birtist í marg- faldara fjárfestingar. Ef gert er ráð fyrir (í fyrstu atrennu), að margfaldari atvinnu sé jafn stór margfaldara fjárfestingar, verður að lokum fært, með því 69

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.