Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 70

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 70
J. M. Keynes: Altæka atvinnukenningin samandregin i. Því marki hefur nú verið náð, að dregnir verði saman þræðir röksemdafærslunnar.1) Það getur verið gagnlegt að taka í upphafi fram, livaða þættir hagkerfisins eru taldir vera þegar kunnir og ákvarðaðir og hvaða þættir í kerfinu eru breytilegir, en öðrum þáttum óháðir, og hverjir eru breytilegir og öðrum háðir. Akvörðuð og þekkt eru talin vera núverandi hæfni og magn fáanlegrar vinnu, núverandi verkþekking, stig samkeppninnar, smekkur og venjur neytenda, óþægindi vegna áreynslu við ýmiss konar vinnu og við starfsemi eftirlits og skipulagningar, og jafnframt þjóðfélags- skipunin og þá til hennar talin þau öfl, önnur en breytilegu þættirnir, taldir upp hér að neð- an, sem ákvarða skiptingu þjóðarteknanna. Þó er ekki sagt, að vænzt sé, að þessir þættir séu óbreytilegir, heldur einvörðungu að á þessum stað og í þessu samhengi sé ekki tekið tillit til áhrifa og afleiðinga breytinga á þeim. Breytilegir þættir, öðrum óháðir, eru í fyrsta lagi neyzluhneigðin, taflan yfir skil auðmagns á jaðrinum og hæð vaxta, þótt þessir þættir, eins og bent hefur verið á, geti greinzt enn frekar. Breytilegir þættir, öðrum háðir, eru um- fang atvinnu og þjóðartekjurnar (eða afrakst- ur þjóðarinnar,) mældar í launaeiningum. Þættir, sem taldir hafa verið þegar kunnir og ákvarðaðir, móta, en ákvarða ekki alveg, breytilegu þættina, öðrum þáttum óháða. Þannig er taflan yfir skil auðmagns á jaðrin- um að nokkru leyti komin undir magni fáan- legra tækja, en þau eru einn þegar kunnu og ákvörðuðu þáttanna, en að nokkru leyti af mati manna á horfum langt fram í tímann, en það verður ekki ráðið af þegar kunnum og ákvörðuðum þáttum. En ýmsa aðra hluti ákvarða hinir þegar kunnu og ákvörðuðu þættir svo algerlega, að með þá verður farið sem þegar kunna og ákvarðaða. Til dæmis verður af þegar kunnum og ákvörðuðum þátt- um ráðin sú hæð þjóðarteknanna, mældra í launaeiningum, er svarar til sérhverrar hæðar atvinnu, svo að við þær efnahagslegu aðstæð- ur, sem litið er á sem þegar kunnar og ákvarð- aðar, fara þjóðartekjurnar eftir umfangi at- vinnu, þ. e. eftir því framlagi áreynslu sem varið er til framleiðslu í þeim skilningi, að hvort þeirra geti aðeins verið öðru tengt á einn veg.2) Ennfremur verður af þeim ráðin lögun falls heildarframboðs, sem segir til um hlutlæg skilyrði framboðsins um ýmiss konar vörur; — það er að segja magn atvinnu, sem varið er til framleiðslu við sérhvert tilgreint umfang framkominnar eftirspurnar, mældrar í launaeiningum. Að lokum leggja þeir til fall framboðs vinnu (eða áreynslu); svo að inter alia segja þau til um, við livaða mörk falls at- vinnu fyrir vinnuna sem heild teygni hverfur. ]) Kafli þessi er 18. kapítuli The General Tlieorij of Emplojmcnt, Intcrest itnd Money, London 1936. 2) Ekki er tekið tillit til ýmissa flækna, sem verða vegna þess að fall atvinnu við ýmsar vörur hefur misjafn- ar bugður á því svæði, sem máli skiptir, miðað við atvinnuástand. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.