Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 40

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 40
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Gert var ráð fyrir að framleiðslumagn eins árs væri jafnt ársneyzlunni. Áfengis drykkir eru einungis seldir á vegum Áfengisverzlunar ríkisins. Auk þess er sjómönn- um heimilt að flytja í land óverulegt magn af tollfrjálsum bjór og sérhver ferðamaður má flytja með sér í land eina flösku af áfengi. Útgjöld samkvæmt framansögðu eru lauslega áætluð um 7 milljónir króna á ári, er þá ekki reiknað með smygluðu áfengi. Aukaálagning á drykkjarvörur, sem neytt er í matsöluhúsum., sem hafa til þess sérstakt leyfi, er sýnd í kafla 12. Utgjöld neytenda vegna tóbaks. (Liður 3 OEEC). Tóbakseinkasala ríkisins hefur gefið upp eftirfarandi tóbakssölu á heildsöluverði og við hana er bætt smásöluálagningu 15% fyrir 1957 og 15.5% fyrir 1958. Tafla 3. Útgjöld neytenda vegna tóbaksvara, Consumers' Expenditure on Tobacco, 1957 and 1958. 1957 og 1958. Vörur 1957 1958 Merchandise Kr. 1000 Kr. 1000 Tóbaksvörur, alls — Tohacco, total 119 750 149 808 Vindlar, vindlingar og reyktóbak Cigars, cigarettes and pipe tobacco .... Neftóbak og aðrar tóbaksvörur Snuff and other tobacco types 112 595 7 155 141 746 8 062 Útgjöld ncytenda vegna fatnaðar og aimarra muna til cinkanota. (Liður 4 OEEC). Fatnaður og munir til einkanota liafa verið framleiddir á íslandi í vaxandi mæli und- anfarin ár, en mikið er þó flutt inn af þessum vörum. Upplýsingar um framangreinda neyzluliði hafa verið fengnar úr Verzlunarskýrslum (4) og úr skýrslum um iðnaðarframleiðslu (8), sem þó eru ekki alveg samhljóða. í Verzlunar- skýrslum eru vörur gefnar upp í þyngd og cif- verðmæti, en skýrslurnar sýna ekki álnavöru í metratali, skó í parafjölda eða fjölda af káp- um o. s. frv. Skýrslur um iðnaðarframleiðslu sýna hins vegar magnið í viðeigandi einingum, en ekki verðmæti. Þessar tvær heimildir voru tengdar saman. Cif-verði innfluttra vara var breytt í smásölu- verð á venjulegan hátt og fyrir innlenda vöru voru notuð verð, sem smásalar gáfu upp, en áætlunum beitt, þar sem annað brást. Mest af innfluttu garni og prjónlesi var not- að af íslenzka iðnaðinum og við höfum ein- 38 ungis áætlað 10% af þeirri vöru sem beina notkun neytenda. Innlendi fataiðnaðurinn notar bæði innflutt og heimaframleitt efni, og gengið var út frá að 55% af verði tilbúins fatnaðar samsvaraði efniskostnaði og var það dregið frá. Dálítil viðbót hefur verið áætluð vegna fatnaðar, sem búinn er til úr efnum, sem viðskiptavin- urinn leggur til sjálfur, og auk þess hefur ver- ið gerð smá leiðrétting vegna klæðskerasaum- aðs fatnaðar, sem er dýrari. Þar sem skýrslur fyrir árið 1957 eru ófull- komnar hafa framleiðslutölur fyrir árið 1958 verið notaðar fyrir sumar tegundir fatnaðar bæði árin, en þá með mismunandi verðlagi. Sumar innfluttar vörur koma ekki fram í Verzlunarskýrslum, þ. e. a. s. þær sem eru inn- fluttar af sjómönnum, eða flugmönnum, sem fá hluta launa sinna í erlendum gjaldeyri. Heildarupphæð þess gjaldeyris, sem seldur var með þessum hætti, samsvaraði kr. 16.5 millj- ónum árið 1957 og kr. 20.0 millj. árið 1958.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.