Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 74
ALTÆK'A ATVINNUKENNINGIN SAMANDREGIN
mótum ráða, þótt ef til vill upp á við fremur
en niður á við.
(iii) Þriðja skilyrðið keniur heim við reynsl-
una af manneðlinu. Þótt baráttan fyrir laun-
um í peningum sé, eins og bent hefur verið
á að framan, öðru fremur barátta til að við-
halda hlutfallslega háum launum, er senni-
legt, eftir því sem atvinna eykst, að barátta
þessi harðni sérhverju sinni, bæði sökum þess
að samningsaðstaða verkamanna hefur batn-
að og minnkuð nyt launa þeirra á jaðrinum
og bættur fjárhagur þeirra hafa gert þá fúsari
til að taka á sig áhættu. Engu að síður munu
mörk sett því svæði, sem á er látið stjórnast
af þessum markmiðum, og verkamenn munu
ekki leita miklu hærri lauua í peningum með
vaxandi atvinnu né leyfa mjög mikla skerð-
ingu launa fremur en þola eitthvert atvinnu-
leysi.
En nú sem fyrr, hvort sem niðurstaða þessi
þykir sennileg a priori, sýnir reynslan, að eitt-
hvert þess háttar huglægt lögmál hlýtur að
gilda. Ef samkeppni milli verkamanna án at-
vinnu leiddi alltaf til mjög mikils niðurskurð-
ar launa í peningum, væri verðlag mjög óstöð-
ugt. Meira að segja kynni ekkert stöðug jafn-
vægi að finnast nema við ástand, heimfæran-
legt við atvinnu handa öllum; þar sem lækk-
un launaeiningarinnar kynnu engin takmörk
að vera sett, unz náð væri þeim mörkum. er
áhrif allsnægta peninga, metinna í launaein-
ingum, á hæð vaxta megnuðu að koma á aft-
ur ástandi atvinnu handa öllum. Við engin
önnur mörk gæti orðið kyrrstaða.
(iv) Fjórða skilyrðið, sem er síður skilyrði
óstöðugleika en sveiflna ýmist til afturkipps
eða afturbata, hvílir einvörðungu á þeirri ætl-
an, að framleiðslutækin séu misjafnlega göm-
ul, slitni með tímanum og eigi sér ekki öll
langan aldur; ef stig fjárfestingarinnar fellur
niður fyrir tilskilið lágmark, verður þannig
aðeins bið, (ef ekki kemur til mikilla sveiflna
í öðrum þáttum,) áður en skil auðmagns á
jaðrinum vaxa nægilega til þess að lyfta fjár-
festingu aftur yfir þetta lágmark. Og að sama
hætti að sjálfsögðu, ef stig fjárfestingarinnar
hækkar upp yfir það, sem áður var, verður
aðeáns bið, unz skil auðmagns á jaðrinum
dragast nægilega saman til þess að leiða til
afturkipps, nema breytingar á öðrum þáttum
vegi upp samdráttinn.
Af þessari ástæðu er sennilegt, að jafnvel
afturbati og afturkippur í þeim mæli, sem
orðið geta innan þeirra marka, sem önnur
skilyrði stöðugleika setja, ef nægilega lengi
vara og breytingar á öðrum þáttum hrófla
ekki við þeim, snúist við og gangi í öfuga
átt, þangað til sömu öfl og áður snúa hreyf-
ingunum við.
Þannig nægja þessi fjögur skilyrði til þess
að skýra megindrættina, eins og þeir eru
þekktir af reynslunni; — nefnilega, að sveiflur
í atvinnu og verðlagi, sem þó ganga ekki út
í æsar, verða umhverfis millistöðu, sem svarar
til ástands atvinnu minni en handa öllum, og
talsvert meiri en þeirri, sem lífsnauðsynleg er
framfærslu manna.
En sú ályktun skyldi ekki dregin, að sú
millistaða, sem þannig er ákvörðuð af „nátt-
úrlegum“ tilhneigingum, nefnilega þeim til-
hneigingum, sem sennilega vara, ef ekki eru
gerðar ráðstafanir til að stemma stigu fyrir
þær, stafi af lögmálum nauðsynjarinnar. Það
er óvéfengjanleg staðreynd, að áhrif framan-
greindra skilyrða eru allsráðandi, en það er
ekki endilega regla, sem ekki verður breytt.
Haráldur Jóhannsson
fnjddi.
72