Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 8
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
töflu og undirtöflum fasts (1954) verðlags eftir
þeim verðvísitölum, er taldar voru gilda um
fjármunamyndun sömu flokka. Ber þar mest
á vísitölu byggingarkostnaðar. Aðrir liðir hafa
verið verðlagðir eftir upplýsingum um heildar-
magn eftir tegundum og um þau verð er giltu
hvert ár um sig. Á þetta við um flutninga- og
farartæki og um búfjárstofninn.
Töfluna má telja næstum sambærilega að
áreiðanleik við töflur 1954 verðlags, en þó síð-
ur áreiðanlega, ef nokkru munar. Taflan stend-
ur utan við aðalverkið að því leyti, að tölur
hennar eru ekki notaðar við útreikning hinna
taflnanna. Gæta ber þess að nota tölur þessarar
töflu aðeins þar, sem það á við, samanber of-
angreinda fyrirvara um notagildi hennar.
Þjóðarauðurinn í árslok 1957, reiknaður eins
og hér er gert, þ. e. án hins eiginlega verð-
mætis lands og náttúruauðlinda, og án fjár-
muna til einkaafnota (annarra en íbúðarhúsa
og einkabifreiða), svo og án varnings og hrá-
efna, nam 17 662 milljónum króna á verðlagi
þess árs. Þetta nam þá tæplega einum milljarð
dollara.
Þjóðarauðnum má skipta í þrjá meginflokka,
á eftirfarandi hátt:
1. Einkafjármunir. Hér eru talin íbúðarhús og
fólksbifreiðir 6-manna og minni.
2. Framleiðslufjármunir. Hér eru talin at-
vinnutæki og aðrar eignir notaðar til at-
vinnurekstrar.
3. Opinberir neyzlufjármunir. Hér eru taldar
framkvæmdir vegna hópþarfa þjóðfélags-
heildarinnar.
Engar fast ákveðnar markalínur eru milli
þessara flokka, og skiptingin er auk þess erfið
vegna skorts á upplýsingum. Þannig eru til
dæmis allar fólksbifreiðir (6 manna og minni)
taldar til einkafjármuna, þótt hluti þeirra sé
notaður til atvinnurekstrar og hefðu því að ein-
hverju leyti átt að teljast til framleiðslufjár-
muna.