Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 44
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
Utgjöld neytenda vegna íbúðarhúsnæðis.
(Liður 5 OEEC).
Hagstofan hefur safnað talsverðum upplýs-
ingum um húsnæði, stærð íbúða og útbúnað
þeirra, í sambandi við síðustu manntöl árin
1950 (10) og 1960.
Engra upplýsinga var leitað um liúsaleigu,
þar sem útilokað virtist að fá fram rétt svör.
Samkvæmt gildandi lögum (11) um hámaíks-
húsaleigu er íbúðarhúsum skipt í 3 flokka og
er hámarkshúsaleiga samkvæmt þeim eftirfar-
andi:
a) mánaðarleg húsaleiga í húsum byggðum
fyrir 1. janúar 1942, kr. 7 pr. m2.
b) mánaðarleg húsaleiga í húsum byggðmn
milli 1. janúar 1942 og 1. janúar 1946 kr.
9 pr. m2.
c) mánaðarleg húsaleiga í húsum byggðum
eftir 1. janúar 1946 kr. 11 pr. m2.
Mál íbúðanna eru miðuð við utanmál og
stigahús meðtalin. Lögin gera ekki greinar-
mun á húsum eftir staðsetningu þeirra, stað-
setningu íbúðanna innan húsanna né mismun-
andi þægindum. Þessi hámarksliúsaleiga verð-
ur að teljast hafa mjög litla þýðingu við
ákvörðun greiddrar húsaleigu, nema þegar
leigusali er opinber aðili.
Kaupgjaldsnefnd hefur látið framkvæma
sérstaka athugun á raunveridega greiddri
húsaleigu. Ibúðirnar, sem könnunin náði til,
voru flestar kjallaraíbúðir eða risíbúðir. Er
því ótryggt að byggja heildarmat húsnæðis-
þjónustu á þeim niðurstöðum.
Því var það ráð tekið, að meta húsnæðis-
þjónustuna í heild eftir almennum matssjónar-
miðum. Grundvallarhús vísitölu byggingar-
kostnaðar, byggt 1954—1955, var notuð til
viðmiðunar. Þetta hús hefði kostað 1 486 þús.
kr., byggt í febrúar 1959. Áætlaður árlegur
viðhaldskostnaður hefði, miðað við sama verð-
lag, numið kr. 21721, en fasteignagjöld og
tryggingargjöld kr. 5 818. Þetta til samans
nemur lítið eitt undir 2% af kostnaðarvirði
hússins. Þarf þá að bæta við brúttóávöxtun
fjármagnsins, er skiptist aftur í reiknaðar fyrn-
ingar og nettóávöxtun fjármagnsins. Þessir lið-
ir hafa verið reiknaðir, sem nokkuð yfir 6%
kostnaðarvirðisins.
Heildarniðurstaðan verður því sú, að húsa-
leiga eða ígildi hennar er reiknað sem 8.2%
byggingarkostnaðarvirðis íbúðarhúsnæðis í
Reykjavík. Annars staðar á landinu er reiknað
með nokkru lægri húsaleigu, þ. e. með 7.4%
í kaupstöðum og kauptúnum og með 6.6% í
sveitum.
Þar sem ekki er ábatavon í að byggja íbúð-
arhús til þess að leigja út, eru ný íbúðarhús
aðallega notuð af eigendum þeirra. Frá úr-
taki Framkvæmdabankans, sem náði til 75
húsa í Reykjavík, og tekið var samkvæmt
skattskýrslum, kom í ljós, að árið 1957 voru
um það bil 58% húsanna, miðað við fasteigna-
verð, notuð af eigendum þeirra eða um 9.0%
meira heldur en árið 1950.
Sé gert ráð fyrir sams konar aukningu utan
Reykjavíkur, hafa 78% húsanna í kaupstöðum
og kauptúnum og 79% luisa í sveitum verið
notuð af eigendum.
Þar sem augljóslega var nær ómögulegt að
finna raunverulegt verðmæti allra íbúðarhúsa,
var brunabótamat notað, og var gert ráð fyr-
ir að það næmi um það bil 90% af markaðs-
verði eða byggingarkostnaði, í samræmi við
útreikninga vísitöluhússins.
Brunatryggingar eru á vegum þriggja fyrir-
tækja, þ. e. Brunabótafélags íslands, sem
tryggir mestan hluta af húsum utan Reykja-
víkur, Samvinnutrygginga, sem tryggja mik-
inn hluta af íbúðarhúsum í sveitum og Húsa-
trygginga Reykjavíkurbæjar, sem tryggja all-
ar byggingar í Reykjavík. Ekki var mögulegt
að fá upplýsingar miðað við sama dag frá öll-
um þremur fyrirtækjunum, og því voru leið-
réttingar gerðar vegna húsa, sem komin væru
í notkun en ótryggð og vegna húsa sem væru
tryggð, en ekki væri enn búið í, auk hækk-
unar á tryggingarverðmæti. Enn frekari leið-
réttingu þurfi að gera vegna blandaðs hús-
42