Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 27
RANNSÓKN Á NEYZLU EINSTAKLINGA Á VÖRUM OG ÞJÓNUSTU
mja-gn og virði neyzluvöruvarnings, að við-
bættu því að gerðar hafa verið áætlanir um
verðmæti þeirrar þjónustu, sem einstaklingar
kaupa. Þar sem mjög lítið er til af upplýsing-
um um birgðabreytingar þeirra vara, sem hér
eru til meðferðar, sýna eftirfarandi töflur í
flestum tilfellum vörur á boðstólum, þ. e.
neyzluvarning til ráðstöfunar.
Til þess að draga úr áhrifum birgðabreyt-
inga eru útreikningar gerðir fyrir tvö ár í röð,
1957 og 1958 og jafnað á milli, þar sem ástæða
þótti til. Arin 1957 og 1958 eru valin til þess-
arar neyzlurannsóknar vegna þess, að á árinu
1957 voru fyrst fáanlegar tölur um framleiðslu
margs konar iðnaðarvarnings, sem framleidd-
ur er í landinu sjálfu.
Nokkur samanburður var gerður á niður-
stöðúm þessarar neyzlurannsóknar og upp-
hæðum hins nýja vísitölugrundvallar. Upp-
hæð matvælaliðarins var umreiknuð til verð-
lags matvæla árin 1957 og 1958. Fjölskyldu-
stærðin að baki búreikninganna var reiknuð
til matneyzlueininga, og reiknuð meðalneyzla
á einingn. Sú meðalneyzla var loks margfölduð
með fjölda matneyzlueininga þjóðarinnar árin
1957 og 1958. Heildarniðurstöðurnar, þannig
reiknaðar, voru bornar saman við matvæla-
neyzluna samkvæmt neyzlurannsókninni.
Reyndust þær aðeins 7—8« lægri hinum síðar-
nefndu.
Eftirfarandi yfirlitstafla sýnir heildarneyzlu
á markaðsverði árin 1957 og 1958. Við flokk-
un útgjalda hefur verið fylgt þeirri flokkun er
Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OEEC)
leggur til, að notuð sé (l)1. Að sjálfsögðu er
þessi skýrsla að mörgu leyti ófullkomin. Fram-
Yfirlit yfir útgjöld neytenda á íslandi á markaðsverði hvers árs,
1957 og 1958, í milljónum króna.
Summary table. Consumers' Sxpendilure in Iceland at Currenl Market Prices, 1957 and 1958, Million Kronur.
Útgjaldaflokkur Expenditure Group Rel. ] m. kr. L 957 % 1958 m. kr. %
Öll útgjöld Total Expenditure B 3 533 100.0 4 096 100.0
1. Matur Food B 1 013 28.7 1 145 28.0
2. Drvkkjarvörur Beuerages B 180 5.1 210 5.1
3. Tóbak Tob'acco A 120 3.4 150 3.7
4. Fatnaður o. þ. u. 1. Clothing etc C 406 11.5 499 12.2
5. Húsnœði Rent C 584 16.5 658 16.1
6. Hiti og Ijós Fuel and light c 178 5.0 187 4.6
7. Varanlegir húsmunir Durable household goods c 184 5.2 230 5.6
8. Heimilishald Household operation c 94 2.7 117 2.9
9. Heilsuvernd og snyrting Health care and pers. care .... c 100 2.8 120 2.9
10. Flutningaþjónusta Transport services c 283 8.0 351 8.5
11. Sími og póstur Communication services c 32 0.9 40 1.0
12. Skemmtanir og tómstundaiðja Entertainment, recreat. . . c 225 6.3 247 6.0
13. Menntun og vísindarannsóknir Education and researcli . . c 9 0.3 10 0.2
14. Fjármálaþjónusta Financial scrvices B 86 2.4 94 2.3
15. Önnur þjónusta Other services C 13 0.4 14 0.3
16. Útgjöld í útlöndum Expenditure abroad C 66 1.9 83 2.0
17. Frádráttur: Útgjöld útlendinga Less: Exp. of 'non-resid. c -40 -1.1 -59 -1.4
l) Tilvitnanir í heimildir eru hér gefnar með tölum innan sviga. Aftan við skýrsluna er birtur listi yfir þessar
heimildir, og vísa svigatölurnar til númeranna á þeim lista.
25