Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Blaðsíða 29
RANNSÓKN Á NEYZLU EINSTAKLINGA Á VÖRUM OG ÞJÓNUSTU
landi þykir ekki fært að áætla með þeim
hætti.
2) Sjúkra- og ellitryggingar.
í löndum, þar sem sjúkra- og ellitrygging-
ar eru lögboðnar, er venja að fara með ið-
gjöldin á sama hátt og beina skatta.
Greiðsla hins opinbera vegna lyfjakaupa o.
fl. er því þar talin vera tilfærsla frá hinu
opinbera til einkaaðila. Þó að sjúkra- og
ellitryggingar séu lögboðnar á Islandi eru
iðgjöld einstaklinga liér talin til neyzlu,
einnig beinar greiðslur einstaklinga til
lækna og helmingur lyfjakostnaðar. Sjá nán-
ar í 9. kafla.
B) Hina áætluðu neyzlu einstaklinga er
tæplega hægt að fella inn í heildarkerfi þjóð-
hagsreikninga nema með samræmingu við
aðra neyzlu- eða tekju-þætti kerfisins. En þar
sem meðfylgjandi áætlun um neyzluna má
teljast nær sanni, ætti hún að gefa nokkurn
veginn til kynna hve mikilla leiðréttinga er
þörf á útreikningi þjóðarteknanna.
Utgjöld einstaklinga vegna matvæla 1957
og 1958. (Liður 1, OEEC).
Matvæli eru stærsti útgjaldaliðurinn í vísi-
tölu framfærslukostnaðar. I vísitölu fram-
færslukostnaðar frá marz 1950 voru matvæli
46.5 % heildarútgjaldanna (3). I hinni nýju vísi-
tölu eru matvæli 38.2% heildarútgjaldanna í
grundvallarmánuðinum marz 1959. Arskostn-
aður matvæla fyrir vísitölufjölskylduna 4.24
einstaklinga, var í marz 1959 kr. 23 203.39.
Miðað við 1957 verðlag námu matvælaútgjöld-
in kr. 22 915.67 og 1958 kr. 24 625.76.
Aætlaður meðalmannfjöldi þjóðarinnar var
165 110 árið 1957 og 168 770 árið 1959. Væri
matarneyzla þjóðarinnar reiknuð einfaldlega
eftir meðaltali grundvallarins á einstakling,
mundu fást upphæðir 892 mkr árið 1957 og
980 mkr árið 1958. Hins vegar hafa mann-
fjöldatölurnar verið umreiknaðar til matar-
neyzlueininga. Einingin er jafngildi karlmanns
á aldrinum 16—69 ára. Börn 0—7 ára teljast
0.35 einingar hvert, en 8—15 ára 0.75 eining-
ar, kvenfólk 16—69 ára reiknast 0.83 eining-
ar, en eldra fólk, 70 ára og eldra, 0.75 eining-
ar. Meðalfjölskylda búreikninganna, 4.24 ein-
staklingar, jafngildir samkvæmt þessu 3.02
matarneyzlueiningum (2). Meðalmannfjöldi
hvors árs um sig, reiknaður til matarneyzlu-
eininga samkvæmt aldursskiptingunni, var
126 721 einingar 1957, en 129 439 einingar
1958. Matvælaútgjöld vegna hverrar matar-
neyzlueiningar hafa, samkvæmt ofangreindum
umreikningi vísitölugrundvallarins, numið kr.
7 587.97 árið 1957 og kr. 8 154.22 árið 1958.
Matvælaneyzla allrar þjóðarinnar, reiknuð
samkvæmt þessu, mundi hafa numið 962 mkr
og 1 055 mkr umrædd ár.
Eftirfarandi yfirlitstafla (tafla 1) sýnir niður-
stöður útreiknings matvara, er voru fáanlegar
til neyzlu, eða raunverulega neytt, árin 1957
og 1958. Hægt cr að skipta matvörunum í
fjóra flokka:
a) Innfluttar matvörur, óbreyttar til neyzlu;
b) Innfluttar matvörur, til frekari vinnslu;
c) Innlendar matvörur, til neyzlu í frum-
ástandi;
d) Innlendar matvörur, til neyzlu eftir
nokkra vinnslu.
Verzlunarskýrslur Hagstofunnar eru heim-
ildir um brúttómagn og c.i.f.-verðmæti inn-
fluttra matvara (4). Þyngd umbúða var dreg-
in frá í magni, þar sem það var hægt. Heild-
söluverð fengust upplýst af ýmsum innflutn-
ingsfyrirtækjum. Um smásöluverð var að
nokkru leyti stuðst við Hagtíðindi (5) og að
nokkru við upplýsingar frá smásöluverzlun-
um, en einnig voru þau áætluð með verð-
reikningi samkvæmt lögum og reglugerðum
og í samráði við skrifstofu verðlagsstjóra (6).
Magn innlendra matvæla var fengið úr land-.
búnaðarskýrslum Hagstofunnar til Matvæla-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna, Árbók land-
27