Fréttablaðið - 03.12.2014, Page 10

Fréttablaðið - 03.12.2014, Page 10
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 RÚSSLAND Rússar hafa ákveðið að hætta við lagningu gasleiðslu frá Rússlandi til Evrópu, suður fyrir Úkraínu. Bæði illvíg efnahagsvand- ræði og refsiaðgerðir Evrópusam- bandsins eiga sinn þátt í því. Vladimír Pútín forseti skýrði frá því á mánudagskvöld að líklega yrði hætt við þessi áform. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar Alexej Miller, forstjóri rússneska orkufyr- irtækisins Gasprom, sagði að þau hefðu nú verið blásin af. Rússar eru farnir að finna tölu- vert fyrir efnahagserfiðleikum, sem að stórum hluta virðist mega rekja annars vegar til almennrar verðlækkunar á olíu í heiminum, hins vegar til Úkraínustríðsins og refsiaðgerða Vesturlanda. Gengi rússnesku rúblunnar hefur lækkað um rúmlega 40 prósent síðan í janúar, og féll síðan hratt á mánudaginn. Olíuverð hefur lækk- að um 25 prósent síðan í sumar, en útflutningur á olíu er meginuppi- staðan í efnahagslífi Rússlands. Rússar sjálfir reikna með efnahags- kreppu á næsta ári. Reyndar kemur gengisfall rúbl- unnar sér ekki að öllu leyti illa fyrir ríkissjóð Rússlands, því það mildar áhrifin af verðlækkun olí- unnar. Rússar fá að vísu færri dali fyrir olíutunnuna, en í staðinn fá þeir fyrir hvern dal fleiri rúblur í ríkiskassann, og eiga þar með auð- veldara með að standa undir reglu- legum ríkisútgjöldum en annars hefði orðið. Þetta hefur þýska tímaritið Der Spiegel eftir Chris Wafer, sem er sérfræðingur í rússneskum efna- hagsmálum. Framkvæmdum við olíuleiðsluna suður fyrir Úkraínu átti að ljúka árið 2016. Áformin voru kynnt árið 2012 og framkvæmdir hófust nú í sumar, en nú er ljóst að ekkert verð- ur af þeim – í bili að minnsta kosti. Leiðslan átti að verða nærri 2.400 kílómetra löng, kosta 16 milljarða evra og flytja nægilegt gas handa 38 milljónum heimila í Evrópulönd- um. Tilgangurinn var meðal annars sá að losna við Úkraínu sem milli- lið, vegna langvarandi ágreinings stjórnvalda þar við Rússa. Talið er að Rússar hafi þegar lagt jafnvirði nærri fjögurra milljarða evra í fjárfestinguna. Auk þess hafa fyrirtæki í löndunum, sem leiðslan átti að liggja um, þegar lagt í tölu- verða fjárfestingu í samvinnu við Gasprom. Gasleiðslan átti að liggja frá aust- urströnd Svartahafs og þaðan yfir hafið til Búlgaríu, áfram í gegnum Ungverjaland og Slóveníu allt til landamæraborgarinnar Tarviso á Ítalíu. gudsteinn@frettabladid.is Rússland stefnir í efnahagskreppu Rússar hafa blásið af framkvæmdir við nýja gasleiðslu suður fyrir Úkraínu, til að veita gasi frá Rússlandi til Evrópu. Gengi rúblunnar hefur sigið um 40 prósent frá áramótum, en olíuverð í heiminum hefur lækkað um fjórðung síðan í sumar. HÆTTU VIÐ FRAMKVÆMDIR Framkvæmdir við lagningu gasleiðslunnar voru kynntar með táknrænni viðhöfn fyrir rúmu ári. NORDICPHOTOS/AFP - Lifi› heil SAMFÉLAGSMÁL „Okkur finnst skrítið hversu erfitt er að fá menntunina metna en það eru margir sem lenda í vandræðum með þetta,“ segir Angelique Kelley sem situr í stjórn Samtaka kvenna af erlendum upp- runa á Íslandi. Fjallað hefur verið um málið í blaðinu síðustu daga. Samtökin hafa meðal annars beitt sér fyrir því að hjálpa konum af erlendum upp- runa að fá menntun sína viðurkennda. „Þetta er oft erfitt og getur tekið mjög langan tíma. Okkur finnst þetta skrítið af því Ísland er að missa af tækifæri til þess að nota mennt- un og þekkingu þessa fólks. Við myndum vilja að þetta yrði skoðað betur og reynt að einfalda þetta. Það væri gott að fá svör við því af hverju þetta er svona. Það myndi hjálpa mörgum,“ segir Angelique. Sjálf nam hún snyrtifræði í Bandaríkjunum en getur ekki starfað sem slíkur hér nema bæta við menntun sína. Samtökin hafa bent á að skýrari reglur vanti um það hvernig menntun sé metin og hvaða skilyrði umsækjendur þurfi að upp- fylla. Fólk fái oft ekki útskýringu á því af hverju menntun þess sé ekki metin og gefist þá upp og fari að vinna við annað en það sem það er menntað til. „Viðhorfið þarf að breyt- ast, líka meðal stofnana og atvinnuveitenda og það þarf að byrja að horfa á menntun inn- flytjenda, sem og á menntun almennt, sem auðlind og allar auðlindir þarf að nýta skyn- samlega,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður samtakanna. „Það mætti líka endur skoða íslenskukennslu, og þá sérstak- lega kennslu á háskólastigi og tengja hana frekar við mismunandi deildir, hafa hana hagnýta til dæmis. Ef það eina sem vantar hjá erlendum læknum er tungumálið, þá ætti að bjóða upp á íslenskunámskeið við lækna- deild. Þetta er fjárfesting sem myndi nýtast öllum,“ segir Anna. - vh Samtök kvenna af erlendum uppruna segja mikilvægt að horfa á menntun innflytjenda sem auðlind sem þurfi að nýta: Skýra þarf reglur og skilyrði vegna mats á námi ANNA OG ANGELIQUE Samtök kvenna af erlend- um uppruna telja að margt þurfi að bæta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN milljörðum evra, tæplega 2.500 milljörðum króna, átti að verja til lagningar gasleiðslu suður fyrir Úkraínu. 16

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.