Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 4
Björn dæmdur í Hæstarétti n Sleppur við að greiða miskabætur til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar B jörn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þarf sam­ kvæmt dómi Hæstaréttar ekki að greiða miskabætur til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrir ærumeið­ andi ummæli. Björn var í héraði dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri alls 900 þúsund krónur í málskostnað og miskabætur fyrir að fullyrða í bók sinni, Rosabaugur yfir Íslandi, að Jón Ásgeir hafi verið sakfelldur fyrir fjár­ drátt. Ummæli um slíkt voru sett fram í fyrstu prentun bókarinnar en að hluta til leiðrétt í öðru upplagi hennar þar sem Jón Ásgeir hafði hótað máls­ höfðun. Jón Ásgeir krafðist einnig afsök­ unarbeiðni af hálfu Björns sem skrif­ aði í kjölfarið grein í Morgunblaðið þar sem hann baðst afsökunar að hafa sagt Jón Ásgeir dæmdan fyrir fjárdrátt og sagðist ætla að leiðrétta það í bókinni. Jón Ásgeir sagði afsökunina hafa ver­ ið „í skötulíki“ og fór með málið fyrir dóm. Í annarri prentun bókarinnar var enn fullyrt á einum stað að Jón Ásgeir hafi verið sakfelldur fyrir fjárdrátt og var Björn dæmdur fyrir þau ummæli. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að bókin hafi þann brag að um staðreyndir sé að ræða. Björn bar því fyrir sig að hann hafi með bókinni verið að svara árásum Jóns Ásgeirs á sig, en dómurinn sagði það ekki rétt­ læta rangar fullyrðingar. Hann var því dæmdur fyrir ummælin en þar sem hann baðst afsökunar þurfti hann ekki að sæta refsingu vegna þeirra. Hæstiréttur var ósammála þessu. „Verður að telja að hin ómerktu um­ mæli hafi upphaflega verið sett fram vegna mistaka,“ segir í dómi Hæsta­ réttar og mat rétturinn sem svo að þar sem Björn hafi beðist afsökunar, skuli fella niður málskostnað og engar miskabætur greiddar, þrátt fyrir að ummælin hafi verið til staðar í öðru upplagi bókarinnar. n simon@dv.is Ljósabúnaður of oft í ólagi Fyrstu tvær helgar þessa mánaðar framkvæmdi lögreglan á höfuð­ borgarsvæðinu talningu á því hversu mörg ökutæki væru án annars eða beggja aðalljósa að framan. Talning fór fram á átta vegarköflum stofnbrauta á höf­ uðborgarsvæðinu. Talning fór fram tólf sinnum alls og stóð yfir í fimmtán mínútur í senn. Á fjórum vegarköflum var því talið tvisvar á mismunandi tímum. Í tilkynningu frá lögreglu kem­ ur fram að alls hafi 2.962 ökutæki verið talin og reyndist ljósabúnaði áfátt hjá 228 þeirra, eða í 7,7 pró­ sentum tilvika. Er þá átt við bif­ reiðar þar sem vantaði annað eða bæði aðalljós að framan. Önnur sambærileg talning fór fram um síðustu helgi þar sem þó var einungis kannað hversu mörg ökutæki væru án beggja aðalljósa að framan. Sú talning var viða­ minni, fór fram á tveimur vegar­ köflum og stóð yfir í 30 mínútur í senn. Alls voru 829 ökutæki talin og kom í ljós að einungis þrjú þeirra reyndust með hvorugt aðal­ ljós logandi, eða 0,4 prósent öku­ tækja. Niðurstaða sambærilegrar talningar Umferðarstofu frá árinu 2011 sýndi að 1 prósent ökutækja í umferð á höfuðborgarsvæðinu væri án aðalljósa að framan. Lögreglan stefnir að því að gera fleiri sambærilegar kannan­ ir á þessu ári og þeim næstu, eftir atvikum í samstarfi við Umferð­ arstofu, með það að markmiði að greina umfang vandans og þróun með mögulegar aðgerðir í huga. Herferð gegn niðurhali Á fimmtudaginn var átaki gegn ólöglegu niðurhali á Íslandi hrundið af stað, en megintil­ gangur þess er að vekja athygli á því hvernig dreifing og niður­ hal á höfundarvörðu efni getur haft áhrif á afkomu listamanna og annarra sem starfa í skapandi greinum. Hefur vefsíðan tonlis­ togmyndir.is verið opnuð í til­ efni þessa en einnig verða birtar auglýsingar í fjölmiðlum. Vonast aðstandendur átaksins eftir vit­ undavakningu í kjölfarið. Það eru SMÁÍS, STEF OG SFH sem standa, ásamt öðrum, að átakinu. Fyrir dómi Björn Bjarnason sagði Jón Ásgeir Jóhannesson dæmdan fyrir fjárdrátt. Það er rangt og því voru ummælin, sem standa í bók Björns Rosabaugur yfir Íslandi, dæmd ómerk. E mbætti lögreglunnar á höf­ uðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur Jóni Snorra Snorrasyni, lektor við viðskiptafræði­ deild Háskóla Íslands. Verður málið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur nú á mánudaginn, þann 28. janúar, en þetta kemur fram á heimasíðu dómstólsins. Málið snýst um meint brot sem Jóni Snorra er gefið að sök í tengsl­ um við starfsemi iðnfyrirtækisins Sigurplasts í Mosfellsbæ. Hann var bæði stjórnarformaður fyrirtækis­ ins og einn eigenda þess áður en það var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2010. DV hefur hins vegar ekki fengið ákæruna afhenta og ekki var búið að birta Jóni Snorra hana í gær samkvæmt heimildum blaðsins. Ekki er hægt að fá afrit af ákæru fyrr en þrír dagar eru liðnir frá því að lögreglan hefur birt hin­ um ákærða hana. Fór í mál við DV DV fjallaði ítarlega um málefni Sigurplasts í mars árið 2011. Sagði blaðið þá frá því að meint brot fyrrverandi stjórnenda þess væru komin til rannsóknar hjá lög­ reglunni. Grunur leikur á að margs konar lögbrot, allt frá skattalaga­ brotum, skilasvikum, umboðs­ svikum til fjárdráttar, hafi átt sér stað í rekstri iðnfyrirtækisins frá árinu 2007 og þar til það var tek­ ið til gjaldþrotaskipta haustið 2010. Skiptastjóri Sigurplasts, Grímur Sigurðsson, og Arion banki, aðalkröfuhafi félagsins, kærðu viðskiptahætti Sigurplasts til efnahagsbrotadeildar ríkislög­ reglustjóra og skattrannsóknar­ stjóra á fyrri helmingi ársins 2011. Sagði DV einnig frá skýrslu sem endurskoðendafyrirtækið Ernst og Young vann fyrir þrotabú félags­ ins. Samkvæmt skýrslunni benti margt til þess að bæði Jón Snorri og Sigurður L. Sævarsson, fyrrver­ andi framkvæmdastjóri félagsins, hafi vitað að fyrirtækið var orðið tæknilega gjaldþrota löngu áður en það var formlega tekið til gjald­ þrotaskipta. Fyrirtækið skuldaði þá Arion banka um 1.100 milljónir króna. Jón Snorri var hins vegar mjög ósáttur við skrif blaðsins og taldi að umfjöllun DV hefði með­ al annars vegið að einkalífi hans, æru og starfsheiðri með ólögmæt­ um hætti. Þá hafi myndbirting ver­ ið sérlega meiðandi. Samkvæmt dómi héraðsdóms sem Hæstiréttur staðfesti í des­ ember 2012 var ritstjórum og fréttastjóra DV gert að greiða Jóni Snorra 200.000 krónur í miskabæt­ ur vegna greina sem birtust í DV 14.–15. mars 2011. Var þeim einnig gert að greiða 200.000 krónur vegna kostnaðar við birtingu dómsins og 500.000 krónur í málskostn­ að. Ummælin sem dæmd voru dauð og ómerk í Hæstarétti voru: „Lögreglan rannsakar lektor“ og „Lektor í Viðskiptafræði flæktur í lögreglurannsókn.“ Komust dóm­ stólar að þeirri niðurstöðu að mál Jóns Snorra hafi verið til „skoðun­ ar“ á þeim tíma sem DV fjallaði um málið en hafi á þeim tíma ekki formlega verið komið til „rann­ sóknar“. Nú er hins vegar ljóst að lögreglan hefur rannsakað málið og ákveðið í framhaldinu að ákæra Jón Snorra. Háskólinn bíður eftir ákærunni Jón Snorri hefur verið starfandi sem lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands undanfarin ár. Um tíma var hann einnig forstöðu­ maður MBA­náms skólans en á heimasíðu háskólans má sjá að hann er skráður kennari í þremur fögum innan viðskiptafræðideild­ ar nú á vorönn. DV leitaði við­ bragða hjá skrifstofu rektors Há­ skóla Íslands til þess að spyrjast fyrir um hvernig háskólinn hygð­ ist bregðast við því að gefin hefði verið út ákæra á hendur einum af kennurum skólans. Var erindinu vísað til Ólafs Þ. Harðarsonar, for­ seta félagsvísindasviðs sem við­ skiptafræðideild heyrir undir. „Við erum að skoða þetta og tökum það auðvitað mjög alvar­ lega þegar starfsmaður háskólans er ákærður. Það verða hins vegar ekki teknar neinar ákvarðanir fyrr en við höfum séð ákæruna,“ segir Ólafur Þ. Harðarson í samtali við DV. Því verði líklega ekki tekin ákvörðun um það hvernig brugð­ ist verður við umræddri ákæru á hendur Jóni Snorra Snorrasyni fyrr en eftir helgi. Engar fastmót­ aðar reglur séu til innan Háskóla Íslands um það hvernig bregðast skuli við því þegar starfsmenn há­ skólans eru ákærðir í tengslum við lögreglurannsókn. Ólafur áréttar hins vegar að menn séu saklausir uns sekt hefur verið sönnuð en um starfsmenn háskólans gilda lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. n LEKTOR við hásKóLann áKæRðUR aF LÖGREGLU n Háskóli Íslands bíður með viðbrögð þar til skólinn hefur fengið ákæruna Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Ákærður Samkvæmt heimasíðu Héraðsdóms Reykjavíkur hefur embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú gefið út ákæru á hendur Jóni Snorra Snorrasyni, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í Sigurplastsmálinu. Á samsettu myndinni sjást höfuðstöðvar Sigurplasts í Mosfellsbæ og Jón Snorri. Bíða eftir ákærunni Ólafur Þ. Harðar- son, forseti félagsvísindasviðs HÍ, segir að engar ákvarðanir varðandi áframhaldandi störf Jóns Snorra verði teknar fyrr en þeir hafi séð ákæruna á hendur honum. „Við erum að skoða þetta. 4 Fréttir 25.–27. janúar 2013 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.