Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 25.–27. janúar 2013 Helgarblað Árás á hóteli n Skallaði og hrækti á hótelstarfsmann L ögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um líkamsárás í Hafnarfirði um þrjú leytið að­ faranótt fimmtudags. Þar hafði starfsmaður hótels orðið fyrir árás einstaklings sem komið hafði í af­ greiðsluna. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að árásaraðilinn hafi fyrst hrækt á starfsmanninn og skall­ að hann síðan. Starfsmaður hótels­ ins hlaut blóðnasir og sagðist vera aumur í andlitinu eftir barsmíðarnar. Hann ætlaði sjálfur að fara á slysa­ deild til að láta gera að sárum sínum. Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu stöðvaði einnig bifreið í Hafnarfirði seint á miðvikudags­ kvöld. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Þá reyndist hann auk þess aka bifreiðinni án þess að hafa ökuréttindi. Eftir mið­ nætti aðfaranótt fimmtudags var ökumaður stöðvaður í austurbæ Reykjavíkur. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. n 7,5 milljarða framtaks- sjóður Stefnir hf. hefur nú lokið fjármögn­ un á 7,5 milljarða framtakssjóði, Stefni íslenska athafnasjóðnum II (SÍA II). Hluthafar í sjóðnum eru um 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækj­ um og fagfjárfestum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að það hafi nú þegar fjárfest fyrir rúmlega 16 milljarða í íslensku atvinnulífi. Þar kemur jafnframt fram að stefna SÍA II sé að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum sem hafa sýnt fram á góðan rekstrargrund­ völl og hafa tækifæri til frekari virðisaukningar fyrir hluthafa. „Mikil þörf er fyrir aukið eigið fé í íslensku atvinnulífi til að efla fjár­ festingar, stuðla að vexti og takast á við breytt rekstrarumhverfi,“ segir í tilkynningu Stefnis. SÍA II framtakssjóðurinn er stofnaður í framhaldi af SÍA I sem var um 3,4 milljarðar króna að stærð en hefur ásamt meðfjár­ festum fjárfest fyrir rúmlega 16 milljarða króna í Högum, Sjóvá, 66°Norður og Jarðborunum. SÍA I hefur nú þegar selt hluti sína í 66°Norður auk þess sem sjóður­ inn hefur afhent sjóðsfélögum öll hlutabréf sín í Högum, en sú fjárfesting nam um þriðjungi af heildarstærð sjóðsins. Sjóðurinn stefnir að því, ásamt meðfjárfest­ um, að skrá hluti sína í Sjóvá í Kauphöllinni fyrir árslok en sam­ anlagður eignarhlutur aðila er um 73 prósent í gegnum samlags­ hlutafélagið SF I. Aumur eftir árás Starfsmaðurinn á hótelinu hlaut blóðnasir og eymsli í andliti við árásina. É g heyrði hrópað: „Það liggur maður á botninum!“ Ég var þarna næst svo ég fór nátt­ úrulega strax að, segir Trausti Sveinsson, sem var einn þeirra sem kom eldri manni til bjargar sem fékk hjartáfall í Laugardalslauginni á sunnudaginn. Trausti hafði verið að synda í lauginni og maðurinn einnig. Kona hafði komið auga á mann­ inn þar sem hann lá á botni dýpri enda laugarinnar: „Hún hafði séð hann hverfa ofan í laugina, hann hékk á korkinum fyrst en svo hvarf hann niður,“ segir Trausti. Konan kallaði á hjálp eftir að hafa reynt að koma manninum til hjálpar: „Það tókst ekki og þá kallaði hún á hjálp.“ „Hann var alveg helblár“ Trausti segir manninn hafa verið meðvitundarlausan, en honum tókst að koma manninum upp úr lauginni og á ísi lagðan bakkann. „Ég hóf strax lífgunartilraunir. Ég hef reyndar ekki lært það – ég hélt að þetta væri í takt við hjartslátt, en sennilega á að gera þetta hrað­ ar,“ segir Trausti. Hann segir erfitt að átta sig á því hversu langur tími hafi liðið áður en sjúkrabíllinn kom á staðinn, en myndavélarnar munu hafa sýnt fram á að maðurinn hafi verið þrjár mínútur í kafi. „Hann var náttúrulega alveg helblár. Þegar sjúkrabíllinn kom þá fannst mér vera svolítið líf í honum, einhver öndun, en hann var í hjartastoppi.“ Maðurinn var í stöðugu ástandi á spítalanum í kjölfar atviksins. „Ég var bara með“ Aðspurður hvaða áhrif atvikið hafi haft á hann, segir Trausti að hann hafi í hyggju að fara á skyndihjálpar­ námskeið. „Eftir á fer maður að hugsa hvernig þetta var allt saman. Það þurfa öll viðbrögð að vera mjög skjót, það gildir öllu.“ Trausti er úr Fljótunum og fer oft upp á Holtshyrnu, sem er í um fimm hundruð metra hæð, en þar má finna laug sem gott er að baða sig í og hlaupabrautir. „Það er svo mjúkt undir fæti að vera berfættur á hlaupabrautinni. Þetta er fínasta líkamsrækt, að fara þarna upp að synda og hlaupa, og svo niður aftur.“ Trausti segir það grundvallaratriði að kunna skyndihjálp enda stefnir hann að því að fara með ferðamenn þangað í auknum mæli og þarf ör­ yggið að vera í fyrirrúmi – mikilvægt sé að hafa með stuðtæki. En Trausti segir atvikið í Laugar­ dalslauginni hafa verið mikilvæga upplifun. „Ég verð sjötugur núna í lok mánaðarins, mér finnst þetta vera yndisleg upplifun – og góð af­ mælisgjöf – að koma öðrum til hjálpar. Ég var reyndar ekkert að bjarga honum – ég sótti hann á botninn og var í að hnoða hann en ég var fyrst og fremst bara einn af mörgum.“ n Hraustmenni Trausti Sveinsson var einn þeirra sem kom að manni sem hafði fengið hjartaáfall í Laugar- dalslauginni. Trausti kafaði á botn djúpu laugarinnar til þess að sækja manninn. Mynd: Sigtryggur Ari Bjargaði mannslífi í Laugardalslaug n Trausti Sveinsson úr Fljótum hnoðaði mann til lífs á ísi lögðum bakkanum Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.isKraumandi gambri á Grímsnesi Lögreglumenn í Árnessýslu fundu hátt í 200 lítra af gambra á heimili manns á Grímsnesi á fimmtudaginn. Gambrinn var ekki fullgerður og enn kraum­ aði í honum þegar lögreglu­ menn gerðu hann upptækan. Að auki haldlögðu lögreglu­ menn 50 lítra af landa. Lög­ reglan gerði vökvann upptæk­ an ásamt eimingartækjum og öðrum búnaði sem notaður var til framleiðslunnar. Maðurinn var handtekinn og færður til yfir heyrslu hjá lögreglunni. Laugin á Holtshyrnu Trausti ætlar á skyndihjálparnámskeið, til að vera til taks ef ferðamönnum fatast sundið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.