Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 22
Sandkorn E itt ljótasta fréttamál á síðari tímum er svonefnt Ísafjarðar­ mál. Rót þess máls var að rannsókn var hafin á mis­ notkun Gísla Hjartarsonar, kennara á Ísafirði, á nokkrum piltum sem höfðu kært hann í þeirri viðleitni að stöðva það sem hafði viðgengist árum eða jafnvel áratugum saman. Lögreglan á Ísafirði hafði gert hús­ leit hjá manninum og rannsókn var á fullum gangi þegar DV undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar og Mikaels Torfasonar sagði frá málinu á forsíðu. Daginn sem blaðið kom út fréttist að hinn grunaði hefði fyrirfarið sér. Nokkrir fjölmiðlamenn tóku sig þá saman um að klína dauðsfallinu á fjölmiðilinn og fórnarlömbin. Stærsta árás allra tíma á fjölmiðil og fórn­ arlömb kynferðisofbeldis var hafin. Það fjölmiðlafár sem hófst í árs­ byrjun 2006 á sér varla hliðstæðu. Þingmaður og vinsæll poppsöngvari héldu því fram opinberlega að rit­ stjórar DV væru morðingjar. Ungur stjórnmálamaður stóð fyrir undir­ skriftum gegn þáverandi ritstjórn DV. Yfir 30 þúsund manns skrifuðu undir. Hinn látni var nánast tekinn í dýrlingatölu. Afleiðingar málsins urðu þær að fórnarlömbin voru tröðkuð í svaðið. Bróðir hins látna lýsti því seinna að fjölmiðlar hefðu ýtt honum út í að fordæma DV og þar með þolend­ urna. Fórnarlömb kynferðisofbeldis voru nánast sett á galdrabrennu of­ sókna. Þjóðin snérist gegn þeim og hluti heimafólks á Ísafirði úthrópaði þá sem lygara. Alræmdasti barnaníð­ ingur Íslands, Steingrímur Njálsson, ruddist á ritstjórn DV og krafðist bóta vegna þess að fjallað hafði verið um brot hans gegn börnum. Ritstjór­ ar DV voru hraktir úr störfum sínum og útgáfan var skorin niður. Þetta var það sem gerðist árið 2006. Eftir fárið ríkti þögnin ein. Örlaganornir spunnu sinn vef um fórnarlömbin sem gengu í gegnum beinar og óbeinar ofsóknir, árum saman. Eiríkur Guðberg og Hilmar Þor­ björnsson þögðu í sjö ár. Á þeim tíma sem leið frá sjálfsvígi Gísla Hjartar­ sonar gengu báðir í gegnum helvíti á jörðu. Eiríkur brotnaði undan álaginu og reyndi að fyrirfara sér. Foreldr­ um hans tókst að blása lífi í hann og bjarga lífi hans á síðustu stundu. Hræsnararnir héldu áfram að reyna að grafa undan fórnarlömbunum. Áhrifamaður í heimabæ þeirra veittist að öðrum þeirra með hrakyrðum. Þeir sem glímdu við mesta harminn og þurftu mest á hjálp að halda krömdust undir almenningsáliti sem fóðrað var af hræsnurum. Popparinn söng ekki um fórnarlömb sem vildu deyja vegna þeirra glæpa sem þeir höfðu orðið fyrir af völdum manns sem hafði að­ stöðu til að nauðga og misnota. Nokkrum árum eftir dauða Gísla kvað bótanefnd á vegum ríkisins upp þann úrskurð að kærendurnir í Ísa­ fjarðarmálinu skyldu fá hámarksbæt­ ur. Því var lýst að hafið væri yfir allan vafa að drengirnir hefðu verið mis­ notaðir af manninum. Athyglisvert er að þessi afstaða er afdráttarlaus og felur í sér að hinn látni hafi ekki átt neinar málsbætur. Í Kastljósi í síðustu viku sagði Eiríkur Guðberg í fyrsta sinn opinberlega frá þjáningu sinni. Staðfest er að hann brotnaði undan ofsóknum og reyndi að fyrirfara sér. Þingmaðurinn og poppsöngvarinn ættu nú að líta í eigin barm. Hver reyndi að drepa Eirík? Af hverju setti hann snöruna um háls sér? Hverjum er um að kenna sálarháski hans og Hilmars auk allra hinna sem lentu í manninum? Hvert ætla menn að beina heykvíslum sínum núna þegar ískaldur veruleiki hinna ofsóttu og misnotuðu blasir við? Hverjir eru morðingjar? Ísafjarðarmálið árið 2006 er dæmi um fár sem kostað hefur marga sálar­ frið. Sjö árum eftir að fórnarlömbin tróðust undir almenningsálitinu virð­ ist loks hafa rofað til. Viðtölin við þau í Kastljósinu hafa opnað augu fólks fyrir þeim viðbjóði sem hafði við­ gengist. Öllu sæmilega siðuðu fólki er ljóst að gerð hafði verið aðför að þolendunum með skelfilegum af­ leiðingum. Við blasir alvarleg tilraun til sálarmorðs. En nú þegir þing­ maðurinn. Poppsöngvarinn snýr sér undan. Ekki benda á mig, heyr­ ist hjáróma röddu. Fjölmiðlafólkið sem nærði nornaeldinn þykist ekki heyra lengur. Nokkrir þeirra fjölmiðla sem fóru hamförum í ársbyrjun 2006 þegja þunnu hljóði. Ekki stafkrókur. Eins og svo oft áður þá ætla menn að reyna að sleppa undan eigin siðleysi með því að horfa til himins. Þöggun­ in er aftur hafin. Fyrir samfélagið er nauðsynlegt að læra af mistökunum. Lúkasar­ málið alræmda er hjóm eitt í sam­ anburði við það sem gerðist fyrir sjö árum. Þögn er ekki valkostur. Eiríkur og Hilmar hafa sýnt gríðarlegan kjark með því að stíga fram. Það er ástæða til að þakka Kastljósmönnum fyrir að opna á umræðuna um kynferð­ isofbeldi og varpa nýju ljósi á Ísa­ fjarðarmálið. Við verðum að læra af mistökum fortíðar sem hafa stofnað saklausum mönnum í hættu. Því skal haldið til haga að enginn þeirra sem störfuðu á ritstjórn DV árið 2006 er starfandi þar í dag. Eft­ ir stendur að fréttin var rétt og löngu tímabær í ljósi þess að maðurinn níddist á líkama og sál barna í ára­ tugi. Öðru máli gegnir um framsetn­ inguna. Dimmt í Dögun n Það blæs ekki byrlega hjá Dögun sem stofnuð var upp úr Borgarahreyf­ ingunni, Hreyfingunni og Frjálslynda flokknum. Ein helsta sprauta samtakanna, Lýður Árnason, sagði skilið við flokkinn og með hon­ um fer væntanlega Þor­ valdur Gylfason prófessor. Á miðvikudag mættu forsvarsmenn Dögunar, Gísli Tryggvason og Andrea Ólafs- dóttir, í Bítið á Bylgjunni til að reifa stefnumál. Athyglis­ vert þótti að ekki var orð um klofninginn sem veldur því að dimmt er hjá Dögun. Jón er kominn heim n Ýmislegt bendir til þess að núi harðni á dalnum hjá útrásarvíkingnum og athafnamanninum Jóni Ás- geiri Jóhannessyni. Jón hefur verið á þeytingi um heim­ inn til að sinna fjárfesting­ um sínum en hefur nú tek­ ið sér bólfestu á Íslandi þar sem hann sinnir daglauna­ vinnu sem millistjórnandi. Um áramót var hann ráðinn sviðsstjóri þróunarmála hjá 365 miðla sem er í eigu eigin­ konu hans. Í skipuriti kemur fram að hann er undirmaður Ara Edwald forstjóra og jafn­ oki Ólafs Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins. Bjarni og N1 n Bjarni Benediktsson, for­ maður Sjálfstæðisflokksins, fékk skýr skilaboð frá Davíð Oddssyni á miðvikudag þegar sagt var frá risa­ gjaldþroti móðurfélags N1. Allir fjöl­ miðlar sögðu frá málinu og því hve högg­ ið var mikið fyrir lífeyris­ sjóði og aðra lánadrottna. Bjarni var stjórnarformað­ ur félagsins og einn helsti ábyrgðarmaður. Mogginn birti í tengslum við fréttina mynd af Bjarna sem vill taka við fjöreggi íslenska lýðveldisins í vor. Allrahanda að- stoðarmaður n Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar, hefur að líkind­ um átt erfitt með að gera upp hug sinn til formanns­ efnanna tveggja í Sam­ fylkingunni. Anna er nefnilega fyrrverandi að­ stoðarmaður Árna Páls Árna- sonar og náinn samherji hans. Hún lét þó á endanum slag standa og lýsti yfir stuðn­ ingi við Gutta. Anna Sigrún mun þó ekki hafa sig mikið í frammi. Við eigum ýmislegt annað sameiginlegt Ég er bara 22 ára Hjónin Valgerður Gunnarsdóttir og Örlygur Hnefill sitja hvort á sínum listanum. – DV Dansarinn Hanna Rún er ekki að leita sér að kærasta. – DV Hverjir eru morðingjar?„Fórnarlömbin voru tröðkuð í svaðið A lltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Núna í vikunni heyrði ég af manni sem átti að greiða af láni í banka. Hann bað um að fá að sjá frumrit skuldabréfsins og eft­ ir mikið vafstur (og til að gera langa sögu stutta) þá fékk hann loks þær upplýsingar að bankinn væri að vísu búinn að selja skuldabréfið til þýsks banka, en samt sem áður hafði bank­ inn í hyggju að innheimta téða skuld. Og ég spyr: ­Hvenær skuldar mað­ ur manni? Getur verið að búið sé að greiða helling af þeim skuldabréfum sem landsmenn eru að berjast við að borga af? Ættum við kannski að hafa það fyrir reglu um hver mánaðamót að biðja um að fá að sjá frumritið? Getur verið að búið sé að afskrifa skuldina þína, kæri lesandi, án þinnar vitneskju? Svo gerðist það einnig í vikunni, að við fengum fréttir af konu sem stal á sínum tíma helling af pening­ um frá lífeyrissjóði, en vegna þess að enginn fylgdi því eftir að birta henni ákæru, slapp hún með skrekkinn. Og ég veit ekki hvort hún er sek eða sak­ laus. En spyr þó: ­Hvernig er það með yfirvaldið sem á að sinna því að refsa glæpamönnum, er það að standa sig í stykkinu? Svo bárust mér þær fréttir í vikunni, að sá maður sem ýmsir vilja sem næsta forsætisráðherra Íslands, hafi náð með klækjum að koma til sín peningum sem áður tilheyrðu svokölluðu móðurfélagi þess félags sem heitir N1. En þegar kom að því að sækja klink í þrotabú móðurfélags­ ins þá var þar akkúrat ekkert að hafa. Og ég spyr: ­Er það bara allt í gúddí fíling þegar menn hirða peninga útúr fyrirtækjum, setja þau á hausinn og færa svo skuldirnar yfir á almenning? Eða er það svo að fólk fattar ekki að það er á endanum fjöldinn sem þarf að borga brúsann; í formi ýmiss kon­ ar gjalda? Ég ætti kannski að spyrja: ­Hvern­ ig má það vera að sumum er alltaf leyft að sleppa við að greiða sínar skuldir? Og í framhaldi af því er rétt að spyrja: ­Hvernig væri samfélag okkar ef við fengjum öll að komast hjá því að greiða skuldir okkar? Við búum við svo margháttaða þöggun í samfélagi okkar. Og það vegna þess að samfélag okkar er frem­ ur einsog ættarmót en eitthvað sem líkist samfélögum þeim sem við reyn­ um oft að líkjast. Hérna getur sami maðurinn verið perri og prestur; hann nýtur virðingar vegna þess að það skaðar alla ættina ef hann fær á sig dóm götunnar. Hér getur sami maðurinn stundað skipulagða glæpa­ starfsemi og getur samtímis verið for­ maður í stjórnmálaflokki; það má ekki skaða flokkinn með því að tala illa um formanninn. Hér geta menn notað fé almennings í sína þágu; gefið sjálfum sér gjafir og veitt vinum og vanda­ mönnum. Og það skiptir engu máli hversu margir vita um skömmina, glæpinn eða yfirsjónina. Niðurstaðan er sú, að við skulum þegja þetta í hel svo við brýnum ekki rýtinginn sem við fáum svo sjálf í bakið. Kannski var bara rétt hjá sam­ tökum bænda að reyna að þegja yfir athæfi karlsins sem misnotaði drengina; hann var bara venjulegur launamaður og það gat skaðað ímynd Hótels Sögu að segja frá. Eða ætt­ um við kannski að segja söguna alla; hugsa út fyrir ramma ættarinnar – þó ekki væri nema fyrir næsta götuhorn – ef það mætti nú verða til þess að við lærum að hrósa þeim sem vilja brjóta niður þagnarmúra heimskunnar; brjóta niður rammgerð fangelsi af­ skiptaleysis? Hér gleði enginn glata má og gleymum ekki heldur að hugsa vel um hræsni þá sem hörmungunum veldur. Vorum skuldunautum … Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 25.–27. janúar 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Skáldið skrifar Kristján Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.