Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 20
20 Erlent 25.–27. janúar 2013 Helgarblað
Nauðgarar sleppa ekki
n Sleppa ekki við refsingu þó þeir gangi í hjónaband með fórnarlambi sínu
H
ópar sem berjast fyrir
réttindum kvenna fagna
breytingum á hegningarlög-
um sem brátt munu ganga í
gegn í Marokkó. Þær gera ráð fyrir
því að nauðgarar muni ekki sleppa
við saksókn þó þeir gangi í hjóna-
band með fórnarlömbum sínum.
Það var dómsmálaráðherra lands-
ins, Mustapha Ramid, sem tilkynnti
þetta í vikunni. Hann sagði að þetta
væri fyrsta skrefið að breytingum á
hegningarlögum sem þykja úrelt og
síst til þess fallin að stöðva ofbeldi
gegn konum í Norður-Afríkuríkinu.
Aðeins er ár síðan sextán ára
stúlka, Amina al-Filali, svipti sig
lífi í landinu eftir að hún var neydd
í hjónaband með manni sem hún
sagði hafa nauðgað sér. Stúlk-
an tók inn eitur eftir að hafa ver-
ið í hjónabandi með manninum í
sjö mánuði. Að því er breska blaðið
Guardian greinir frá þrýstu foreldr-
ar hennar á að hún myndi giftast
manninum eftir að hann nauðgaði
henni til að vernda orðspor og heið-
ur fjölskyldunnar. Málið vakti mikla
athygli og settu mannréttindasam-
tök í kjölfarið mikinn þrýsting á
yfir völd um að breyta lögunum.
„Þessar breytingar eru af
hinu góða en betur má ef duga
skal,“ segir Khadija Ryadi, forseti
Moroccan Association for Human
Rights. „Það þarf að taka hegn-
ingarlögin í heild sinni í gegn því í
þeim er að finna fjölmargar grein-
ar sem vernda konur ekki fyrir of-
beldi,“ bætir hún við. Samkvæmt
breytingunum sem Ramid til-
kynnti í vikunni er dæmt í allt að
10 ára fangelsi fyrir nauðgun. Ef
hreinni mey er nauðgað gæti tvö-
falt þyngri refsing legið við og
breytir þá engu hvort fórnarlambið
sé neytt í hjónaband með kvalara
sínum eður ei. n
E
f þér finnst kalt á Íslandi ættir
þú að íhuga að heimsækja
þorpið Oymyakon í Rússlandi
til að kynnast almennilegum
fimbulkulda. Íbúar í þessu
litla þorpi í Síberíu eru tæplega fimm
hundruð talsins og eru vanir meiri
kulda en fólk á almennt að venjast. Á
þessum árstíma er frostið að meðal-
tali um 50 gráður sem gerir þorpið að
kaldasta stað í heimi af þeim stöðum
þar sem fólk hefur varanlega búsetu.
Mesta frost sem mælst hefur í þorp-
inu er 71 gráða sem mældist einn
jökulkaldan vetrardag árið 1924.
Hvorki fyrr né síðar hefur meira frost
mælst á byggðu bóli á jörðinni.
Hirðingjar og flökkufólk
Breska blaðið Daily Mail fjallaði um
þetta ískalda þorp á dögunum og
nokkrar staðreyndir sem tengjast
því. Saga þorpsins nær aftur til þriðja
áratugar liðinnar aldar þegar hrein-
dýrahjarðmenn komu reglulega við á
svæðinu þar sem þorpið er nú. Volg
laug var á svæðinu og því kærkom-
inn staður til að gefa hreindýrunum
að drekka. Á sama tíma vildu sovésk
yfirvöld að hirðingjar og flökkufólk
kæmu sér fyrir og fyndu sér varan-
lega búsetu. Það varð því úr að Sovét-
menn aðstoðuðu fólk sem hafðist við
á svæðinu við að koma sér fyrir og í
kjölfarið varð þorpið til. Oymyakon,
sem á íslensku gæti þýtt vatn sem
ekki frýs, ber nafn sitt af umræddri
laug sem er skammt frá þorpinu.
Ein verslun
Flest heimili í Oymyakon nota kol
og við til húshitunar en sum heim-
ili njóta þó aðeins meiri nútíma-
þæginda. Gróður er af skiljanleg-
um ástæðum af skornum skammti
og borða íbúar að mestu hreindýra-
og hrossakjöt. Hreindýramjólk færir
íbúum einnig lífsnauðsynlega nær-
ingu auk þess sem fiskur er einnig
mikilvægur næringargjafi. Í þorpinu
er að finna eina verslun sem selur
helstu nauðsynjavörur til þorpsbúa
og eru nokkur störf í kringum hana.
Helsti atvinnuvegurinn er þó ræktun
hreindýra en fjölmargir hafa einnig í
sig og á með dorgveiðum.
Útikamrar við flest hús
Þó að íbúar séu vanir kulda fellur
skólahald í eina skóla þorpsins niður
þegar hitinn fer niður fyrir mínus 52
gráður. Það er enda nokkrum vand-
kvæðum bundið að hafast við í öllum
þessum kulda; blek frýs í pennum,
vökvi frýs tiltölulega fljótt í glösum og
þá missa rafhlöður gjarnan afl þegar
mjög kalt er í veðri. Í umfjöllun Daily
Mail eru heimamenn jafnvel sagð-
ir skilja bílana sína eftir í gangi allan
sólarhringinn af ótta við að geta ekki
ræst þá aftur. Og jafnvel þó engir
farsímasendar séu í nágrenni þorps-
ins myndu farsímar hvort sem er ekki
virka í kuldanum. Nútímaþægindi á
borð við þokkalega salernisaðstöðu
eru í fæstum húsum þorpsins og eru
útikamrar við þau flest. Þegar andlát
ber að, að vetri til, getur verið erfitt
að jarðsetja hina látnu vegna frosts í
jörðu. Kveikt er í kolum og þau látin
bræða frostið í jörðinni. Þegar eldur-
inn í kolunum kulnar eru ný kol sett
og þau brennd og svo koll af kolli þar
til nógu djúp gröf hefur myndast.
Miklar hitasveiflur
Oymyakon stendur í 750 metra
hæð yfir sjávarmáli og getur dagur-
inn verið ansi stuttur á veturna rétt
eins og á Íslandi. Í desember, þegar
dagurinn er stystur, endist hann í
um þrjár klukkustundir en birtan
er þó önnur og meiri yfir hásumar-
ið þegar dagurinn varir í 21 klukku-
stund. Þá hlýnar einnig vel og í júní,
júlí og ágúst er ekki óalgengt að
hitinn fari upp undir 30 gráður þó
meðalhitinn sé öllu lægri.
Næsta borg við þorpið er
Yakutsk, sem telur 270 þúsund
íbúa, en það tekur um tvo daga að
aka þangað. Ferðaskrifstofur eru í
auknum mæli farnar að markaðs-
setja Oymyakon fyrir ferðamenn
enda þykir eflaust einhverjum æv-
intýramönnum flott að hafa það
á ferilskránni að hafa heimsótt
kaldasta þorp jarðar. n
Kaldasta þorp jarðar
n 40 stiga frost þegar best lætur í janúar n Farsímar virka ekki vegna kulda
Meðalhiti í
Oymyakon
Mánuður Meðalhiti
Janúar -46°
Febrúar -42°
Mars -32,5°
Apríl -14°
Maí 2,4°
Júní 12,2°
Júlí 14,4°
Ágúst 10,2°
September 1,8°
Október -15,4°
Nóvember -36,7°
Desember -45,5°
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Frostið bítur fast
Kona gengur hér yfir brú
í þorpinu Oymyakon.
Myndin er heldur kulda-
leg enda þorpið það
kaldasta á byggðu bóli.
Mynd daily Mail/aMoS CHapplE
Fimbulkuldi Það er eins gott að eiga góðan vetrarklæðnað í Oymya-kon enda getur frostið farið niður fyrir 50 gráður.
Kröfðust breytinga Mál hinnar sextán ára Aminu al-Filali vakti mikla athygli og kröfðust
margir breytinga. Nú hefur fyrsta skrefið verið stigið. Mynd REutERS
103 ára fang-
elsi fyrir kyn-
ferðisbrot
Nechamya Weberman, hátt settur
maður í samfélagi strangtrúaðra
gyðinga í Brooklyn í Bandaríkj-
unum, var á miðvikudag dæmdur
í 103 ára fangelsi fyrir kynferðis-
brot. Hann var sakfelldur fyrir að
brjóta kynferðislega á ungri stúlku
á meðferðarheimili sem hann rak.
Brotin hófust þegar stúlkan var 12
ára en hún er í dag 18 ára gömul.
Hámarksrefsing fyrir brot af þessu
tagi er 117 ára fangelsi og þykir
dómurinn vera til marks um að
brotin hafi verið einstaklega gróf.
Weberman sýndi engin viðbrögð
þegar dómari las upp dóminn yfir
honum.
Atvinnuleysi
eykst á Spáni
Atvinnuleysi á Spáni heldur áfram
að aukast og eru nú 55 prósent
ungmenna á aldrinum 16 til 24
ára án vinnu. Efnahagsástandið í
landinu hefur verið slæmt undan-
farin misseri og eru nú 5,97 millj-
ónir manna án vinnu í landinu,
eða 26 prósent íbúa. Hefur fjöldi
atvinnulausra á Spáni ekki verið
jafn mikill og síðan um miðjan átt-
unda áratug liðinnar aldar.
„Botninum er ekki enn náð og
atvinnuleysi mun halda áfram
að aukast á fyrsta ársfjórðungi,“
segir Jose Luis Martinez hjá grein-
ingardeild fjárfestingabankans
Citigroup í samtali við BBC.
Tölvuþrjótar
ákærðir
Saksóknarar í Bandaríkjunum
hafa ákært þrjá karlmenn fyrir að
búa til og dreifa tölvuvírus sem
náði bólfestu í meira en milljón
tölvum um víða veröld. Vírusinn,
sem gengur undir nafninu Gozi,
var notaður til að komast yfir lykil-
orð að einkabönkum einstak-
linga og tókst mönnunum að
stela milljónum dollara á árunum
2005 til 2011. Mennirnir, sem eru
á þrítugsaldri, eru frá Rússlandi,
Lettlandi og Rúmeníu og eru þeir
í haldi lögreglu. Rússinn Nikita
Kuzmin er þegar í haldi lögreglu
í Bandaríkjunum en yfirvöld þar
vonast til þess að framsalsbeiðni
yfir hinum mönnunum gangi í
gegn á næstu vikum.