Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 56
Ekkert saurlífi í Póllandi! Hasarmyndin Svartur á leik n Ekki þótti hið íslenska umslag kvikmyndarinnar Svartur á leik nægilega söluvænt fyrir erlendan markað, en á meðfylgjandi mynd má sjá umslagið á DVD-myndinni sem kvikmyndafyrirtækið Lions- gate hefur gefið út. Á íslenska um- slaginu sjást þeir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þorvaldur Davíð Krist- jánsson með drungalega hauskúpu í bakgrunni en á hinu erlenda umslagi ákváðu menn að leggja eilítið meiri áherslu á hasarinn. Á því sést Þorvaldur vígalegur – og reyndar mjög myndbreyttur – á svip, haldandi á tveimur skamm- byssum, skjótandi af áfergju. Myndin hefur verið sýnd víða við ágætisund- irtektir, meðal annars í Póllandi, Danmörku, Hollandi, Bretlandi, Taívan, Svíþjóð, Þýskalandi og Banda- ríkjunum. Ómar á Hvelli n Ómar Ragnarson og eiginkona hans Helga Jóhannsdóttir voru á meðal gesta er heimildamyndin Hvellur var frumsýnd á miðviku- daginn. Myndin fjallar um víð- frægan atburð í Íslandssögunni en í Laxárdeilunni svokölluðu tók hópur bænda sig saman og sprengdi upp stíflu í Laxá við Mý- vatn. Þetta var í lok sumars árið 1970 og alls lýstu 113 sig ábyrga fyrir sprengingunni, en enginn var sakfelldur fyrir verknaðinn. Ómar var ánægður með myndina en á Facebook- síðu sinni greinir hann frá því að myndin sé bæði „þörf og góð“. Predikar í detox-meðferð n Gunnar Þorsteinsson sem áður var kenndur við Krossinn hefur lungann úr janúarmánuði verið í ströngu afeitrunarprógrammi í Póllandi. Þar var hann ásamt eiginkonunni Jónínu Benedikts- dóttur og hópi annarra. Gunnar predikað meðal annars á heilsu- hótelinu í Póllandi og uppfærði reglulega stöðu sína á Facebook, í miðri detox-meðferðinni. Sam- kvæmt meðferð Jónínu fasta menn yfir langt skeið í því skyni að losna við eiturefni úr líkamanum. Þess skal getið að lækn- isfræðilega hefur ekki verið sýnt fram á árang- ur svokallaðra detox-með- ferða. Þ etta byrjaði sem lítil hugmynd í kollinum á mér og er orðið 75 mínútna verk í dag, segir leikarinn og leikstjórinn Ingi Hrafn Hilmarsson en hann stendur á bak við nýtt íslenskt leikverk sem ber heitið Tamam Shud og er nú sýnt í Leikhúsinu Kópavogi. Ingi kemur að uppsetningu verksins úr ýmsum áttum en hann skrifaði handritið í samvinnu með Áslaugu Torfadóttur og Tryggva Rafnssyni. Þá hefur hann haldið utan um leikstjórnina ásamt Bjartmari Þórðarsyni. „Það er æðislegt að sjá svona litla hugmynd verða að veruleika á sviði,“ segir Ingi sem er að vonum ánægð- ur með útkomuna, en uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa. Ingi hefur fjármagnað leigu á húsnæði og leigu á tækjum með launum sem hann fær fyrir dagvinnu sína á leik- skóla. „Ég ákvað bara að taka séns- inn og stökkva út í djúpu laugina.“ „Við erum öll í vinnu með þessu og höfum bara mætt upp í leikhús eftir vinnu og verið þar að leika og æfa fram eftir kvöldi.“ Öll þessi vinna virðist hafa borgað sig því nú þegar er orðið uppselt á næstu sýningar, nú um helgina. Ingi Hrafn segist vona að hægt verði að halda auka- sýningar en það eigi eftir að koma í ljós. Ingi segir ekkert nafn komið á leikhópinn en telur líklegt að það komi fyrr en seinna. „Þetta er klár- lega flottur hópur og við vinnum öll mjög vel saman.“ Verkið er byggt á sönnum atburði sem átti sér stað í suðurhluta Ástralíu árið 1948 þegar lík af óþekktum karlmanni fannst liggjandi á Somerton-strönd. n jonbjarki@dv.is „Ákvað að taka sénsinn“ n Ungur leikari hefur fjármagnað leiksýningu með leikskólalaunum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 25.–27. JanúaR 2013 10. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Á sviði Ingi Hrafn Hilmarsson leikur í nýju íslensku verki sem ber heitið Tamam Shud og dregur að sér áhorfendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.