Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 32
B laðamaður hittir Katrínu á Barnaspítala Hrings­ ins, þar sem hún eyð­ ir nánast öllum sínum tíma þessa dagana, hjá tvíburadætrum sínum á vöku­ deildinni. Við komum okkur fyrir í fjölskyldu herbergi á spítalanum þar sem hægt er að spjalla saman í næði. „Þetta er svona smá af­ drep fyrir fjölskyldur, hingað koma engir læknar,“ segir Katrín og bros­ ir. Þrátt fyrir að birtan frá ljósunum sé stofnanaleg hefur verið reynt að gera huggulegt í herberginu. Það er næstum heimilislegt, enda nauðsynlegt fyrir foreldra sem þurfa að dvelja langdvölum með börnum sínum á spítalanum, að hafa gott afdrep. Katrín dvelur að mestu leyti ein á spítalanum, hún hefur ekki viljað leyfa heimsóknir, og barnsfaðirinn er fallinn frá. „Einn daginn bara gafst hann upp“ „Hann var búinn að glíma við geð­ hvarfasýki í mörg ár og féll fyrir þeim sjúkdómi,“ segir Katrín ein­ læg og hreinskilin um það hvern­ ig Halldór lést. Síðustu tvö árin áður en hann lést hafði hann verið nokkuð góður af sjúkdómnum miðað við fyrri sögu. Fráfall hans kom því öllum mikið á óvart. „Einn daginn bara gafst hann upp.“ Það gerðist 1. nóvember, þá var Katrín aðeins komin um fjóra mánuði á leið. Þau bjuggu á Akur­ eyri, þar sem Halldór vann við forritun og samsetningu DNG­ færavinda og Katrín stundaði nám í iðjuþjálfun við Háskólann á Akur­ eyri. Þennan dag var hún þó stödd fyrir sunnan í heimsókn hjá for­ eldrum sínum. „Hann svaraði ekki í símann um morguninn. Svo próf­ aði ég að að hringja í vinnuna og hann hafði ekki mætt þangað. Þá vissi ég að eitthvað hafði gerst.“ Katrín hugsaði strax að hann hlyti að vera farinn. „Það var ekki hon­ um líkt að svara ekki símann, það var svolítið skrýtið.“ Hún vildi helst hlaupa norður og leita að mann­ inum sínum, því það vissi enginn hvar hann var. Fannst hún svikin Tíminn á meðan leitað var að Hall­ dóri var Katrínu erfiður, en hann fannst að lokum heima hjá þeim. Hann hafði passað upp á að það væri ekki á allra færi að finna hann. „Það var viss manneskja sem átti að koma að honum og sú manneskja kom að honum,“ segir Katrín. Það er augljóslega erfitt fyrir hana að rifja þetta upp. Hún viðurkennir að henni hafi fundist hún svikin þegar Halldór fór frá henni. „En svo reynir maður að hugsa að þetta hafi auð­ vitað bara verið sjúkdómur. Ég ein­ blíni ekki á það sem gerðist heldur hugsa ég að sjúkdómurinn hafi tek­ ið tekið hann.“ Katrín lítur ekki svo á að Halldór hafi tekið ákvörðun um að fara frá henni og börnunum, hún veit að það var sjúkdómurinn sem stýrði gjörðum hans. Halldór hlakkaði til að verða pabbi „Hann var svo spenntur þegar við fórum í sónar og ég veit að hann hefði alveg viljað vera hérna núna. Þegar við áttuðum okkur á því í sónar að þetta væru tvíburar þá fór hann að skellihlæja á meðan ég var í áfalli,“ segir Katrín og brosir þegar hún rifjar upp ólík viðbrögð þeirra við fréttunum. „Við vorum búin að ákveða nafn á tvíbura A, Þóra Margrét, í höfuðið á báðum ömm­ um sínum. Og svo tvíburi B, það er Halldóra Gyða, í höfuðið á Halldóri og ömmu minni. Það var bara sjálf­ gefið að önnur yrði Halldóra.“ Katrín veit að Halldór hlakkaði til að verða pabbi og tímasetningin kom því á óvart. Sjúkdómurinn getur þó verið lævís og hún ger­ ir sér grein fyrir því. Það var til að mynda enginn fyrirboði á maníun­ um og þunglyndinu hjá Halldóri. Hún viðurkennir að hafa einu sinni hugsað út í það hvort þetta hefði kannski ekki gerst ef hún hefði verið fyrir norðan. En hún telur að það hefði ekki skipt neinu máli, hann hefði þá bara farið síð­ ar. „Ég vil trúa því að það sé búið að ákveða allt sem á að koma fyrir okkur. Það er örugglega tilgangur með þessu öllu einhvers staðar.“ „Pabbi minn er dáinn“ Eftir fráfall Halldórs tóku við erfið­ ir tímar hjá Katrínu og Guðbjörgu dóttur hennar, en hann hafði í raun gengið henni í föðurstað. „Fyrir henni var stjúpfaðir hennar pabbi hennar, það var þannig samband á milli þeirra. Þannig að hún missti föðurímyndina.“ Katrín tekur þó fram að dóttir hennar sé í sam­ bandi við föður sinn, hann býr hins vegar í öðrum landshluta og þau hittast því óreglulega. Fráfall Halldórs tók því ekki síð­ ur á Guðbjörgu litlu. „Hún er samt ótrúlega dugleg að tala um þetta. Hún kemur stundum til mín og segir: „pabbi minn er dáinn“, talar aðeins um það og fer svo aftur að leika sér.“ Katrínu fannst lítið vit í því að vera áfram á Akureyri þar sem fjöl­ skylda hennar býr öll í Reykjanes­ bæ. Hún vildi komast nær henni. Mæðgurnar pökkuðu því niður á Akureyri saman og fluttu suður. Notast við Pollýönnu-hugsun „Þetta var mikill tilfinningarússí­ bani, sorg, gleði og kvíði yfir öllu því sem var að gerast. Þetta er búið að vera svolítið erfitt. En eins og einhver sagði, þá er ekki lagt meira á manneskju en hún þolir. Það er spurning hversu mikið ein mann­ eskja getur þolað. En þetta hlýtur að reddast,“ segir Katrín sem sýnir ótrúlegan styrk og jákvæðni í erf­ iðum aðstæðum. Hún ákvað að reyna að taka Pollýönnu á þetta, eins og hún orðar það, og virð­ ist takast það ágætlega. „Hlutirn­ ir gætu verið verri,“ segir hún og brosir. Þrátt fyrir það má greina örlitla sorg í augum hennar. Fæddust á afmælisdegi afa síns Aðfaranótt gamlársdags missti Katrín vatnið og var lögð inn í kjöl­ farið, enda aðeins gengin um 24 vikur. „Það er ekkert vitað af hverju vatnið fór en álagið hefur eflaust haft sitt að segja. Þegar vatnið er farið þá eru meiri líkur á því að það komi sýking í belginn.“ Það var einmitt það sem gerðist og er ástæðan fyrir því að stúlkurnar fæddust svona löngu fyrir tímann,“ að sögn Katrínar. „Þetta var versta fæðing í heimi, ég grátbað um keisara eða korktappa þarna upp til að stoppa þetta, en það virk­ aði ekki,“ segir Katrín og hlær létt þegar hún rifjar fæðinguna upp. Þær Þóra Margrét og Hall­ dóra Gyða komu í heiminn þann 6. janúar, á afmælisdegi móðurafa síns, sem var að fagna sextugs­ afmæli sínu þegar fæðingarhríð­ irnar hófust. „Ég ætlaði ekkert að hringja í mömmu, það var afmælis­ veisla í gangi þar. Ég ætlaði ekkert að skemma afmælisveisluna, ég ætlaði bara að reyna að láta þetta bíða.“ En stúlkurnar voru ekki sama sinnis, þær vildu ekki bíða, þrátt fyrir skamma dvöl í móðurkviði. Var viss um að önnur myndi fara „Þær voru skírðar sama dag og þær fæddust en svo hafa þær bara verið að gera kraftaverk. Tvíburi B hefur aldrei þurft að fara í öndunarvél og það er mjög sjaldgæft. Tvíburi A Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal „Örugglega tilgangur með þessu Öllu“ Síðustu mánuðir hafa verið Katrínu Aðalsteinsdóttur erfiðir. Þann 1. nóvember féll eiginmaður hennar, Halldór Nilsson, skyndilega frá eftir margra ára baráttu við geðhvarfasýki. Eftir stóð Katrín með fimm ára dóttur frá fyrra sambandi, Guðbjörgu Emilíu Walker, og ófædda tvíbura sem áttu að fæðast um miðjan apríl. Tvíburastúlkunum lá hins vegar reiðinnar ósköp á að komast í heiminn og fæddust þann 6. janúar síðastliðinn, eftir aðeins rúmlega 25 vikna meðgöngu. 32 Viðtal 25.–27. janúar 2013 Helgarblað Brúðkaupsdagurinn Katrín og Halldór giftu sig í Glerárkirkju á Akureyri þann 14. júlí síð- astliðinn. Hann féll frá þann 1. nóvember. Með þeim á myndinni er dóttir Katrínar, Guðbjörg Emilía Walker. Hún leit á Halldór sem föður sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.