Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 6
Hafa náð í nýtt hlutafé Jón Ólafsson og aðrir stjórnendur vatnsverksmiðjunnar Icelandic Glacial hafa náð að fá erlenda fjárfesta til að setja fé í fyrirtækið. Tap upp á 1.200 milljónir var þó á rekstrinum. 6 Fréttir 25.–27. janúar 2013 Helgarblað Sverrisson ekki Geirmundsson n Gerð voru mistök við skil á ársreikningi Fasteignafélags Suðurnesja Í prentútgáfu DV á miðviku- daginn, og á DV.is sama dag, kom fram að sonur spari- sjóðsstjórans í Keflavík, Sverr- ir H. Geirmundsson, hefði átt 20 prósenta hlut í Fasteignafélagi Suðurnesja. Þetta kemur fram í til- kynningablaði til Ríkisskattstjóra frá endurskoðanda félagsins sem fylgdi ársreikningi Fasteignafé- lags Suðurnesja fyrir árið 2008 en frétt DV byggði meðal annars á honum. Þar er Sverrir Geirmunds- son sagður stjórnarmaður, fram- kvæmdastjóri og 20 prósenta hlut- hafi í félaginu. Skiptum er lokið á félaginu og þurfa kröfuhafar þess að afskrifa 246 milljóna króna kröfur á hend- ur því. Sverrir Geirmundsson, son- ur Geirmundar Kristinssonar, fyrr- verandi sparisjóðsstjóra í Keflavík, átti hins vegar ekkert í félaginu heldur nafni hans Sverrir Sverris- son, athafnamaður í Reykjanesbæ. Svo virðist sem mistök hafi verið gerð af endurskoðanda Fast- eignafélags Suðurnesja þegar tilkynningablaðinu sem fylgdi ársreikningnum var skilað til rík- isskattstjóra og að nafni Sverris Geirmundssonar hafi verið ruglað saman við nafn Sverris Sverris- sonar. Það var Sverrir Sverrisson sem átti hlut í Fasteignafélagi Suðurnesja en ekki Sverrir Geir- mundsson. Þessi leiðu mistök við árs- reikningaskil Fasteignafélags Suðurnesja skiluðu sér inn í frétt DV um gjaldþrot félagsins þar sem gengið er út frá því að upplýsingar í ársreikningum séu réttar. Frétt DV.is um málið hefur verið breytt í ljósi þessarar villu og leiðrétt- ist nafnaruglið úr ársreikningnum hér með einnig á prenti. n Mál Þórlaugar Ágústsdóttur: Ungir piltar héldu úti vefsíðunni Stjórnmálafræðingurinn Þórlaug Ágústsdóttir hefur tilkynnt pilta á aldrinum 15–20 ára til barna- verndarnefndar á Húsvík en þeir munu bera ábyrgð á umdeildri Facebook-síðu sem tók hana með- al annars fyrir með fremur ógeð- felldum hætti á dögunum. DV sagði meðal annarra frá málinu sem varðar Facebook-síð- una „Karlar eru betri en konur“ þar sem birst hafði mikið magn af kvenhaturstexta og myndum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á netníðingunum var Þórlaug sem reynt hafði að rök- ræða við aðstandendur síðunnar um skaðsemi þess efnis sem þar birtist. Brugðust þeir við gagnrýninni með því að birta mynd af henni þar sem notað hafði verið mynd- vinnsluforrit til að teikna áverka á hana undir textanum: „Konur eru eins og gras, það þarf að slá þær reglulega.“ Við tók síðan barátta Þórlaugar til að fá myndina fjarlægða og sem og barátta hennar gegn fálæti forsvarsmanna Facebook. Málið var tekið upp í fjölmörgum fjöl- miðlum víða um heim í kjölfar- ið. Svo fór að myndin var fjarlægð og Facebook baðst afsökunar á að hafa ekki brugðist fyrr við ítrekuð- um kvörtunum vegna síðunnar. Akureyri Vikublað greinir nú frá því að Þórlaug hafi komist að því hverjir standi að baki síðunni. Greint er frá því á vef blaðsins að um sé að ræða unga pilta sem búsettir eru í foreldrahúsum á Norður landi. Þórlaug ákvað því að kæra ekki málið til lögreglu. „Þegar þeir búa í foreldrahús- um þá finnst mér augljóst að um ákveðið foreldravandamál sé að ræða,“ hefur blaðið eftir henni. Biðlar hún til foreldra á Norður- landi að ræða við börn sín um hegðun á netinu og virðingu fyrir öðrum. Þórlaug segir jafnframt að eitt gott hafi þó komið út úr málinu, jafnréttismál hafi fengið verð- skuldaða umræðu. Vatnsverksmiðja Jóns tapaði 1,2 milljörðum n Eignir vatnsverksmiðjunnar verðmetnar hátt n Bjartsýni gætir V atnsverksmiðja Jóns Ólafs- sonar í Ölfusi, sem fram- leiðir og selur vatn undir heitinu Icelandic Glacial, tapaði rúmlega 9,9 millj- ónum dollara árið 2011. Í íslensk- um krónum var tapið rúmlega 1.200 milljónir króna, sé miðað við verð- gildi krónunnar og dollarans í lok árs 2011. Þetta kemur fram í ársreikningi móðurfélags vatnsverksmiðjunnar, Icelandic Water Holdings ehf., sem skilað var til ársreikningaskrár ríkis- skattstjóra í mars á síðasta ári. Jón Ólafsson er stærsti hluthafi fyrirtækisins með tæplega 25 pró- senta eignarhlut en sonur hans, Kristján Ólafsson, er sá næst stærsti með 20 prósenta hlut. Anheuser- Busch á einnig 20 prósent. Þrátt fyrir þetta tap vatnsverk- smiðjunnar árið 2011 kemur fram í skýrslu stjórnar og forstjóra félags- ins, Jóns Ólafssonar, að rekstrarárið hafi verið „ótrúlegt“. Þessi „ótrúlegi“ árangur snýst þó ekki um hagnað fyrirtækisins heldur um aukna sölu, dreifingu, fjármögnun og markaðs- setningu á Icelandic Glacial: „2011 var annað ótrúlegt ár fyrir fyrirtæk- ið; auk meiri sölu, dreifingar og fjár- mögnunar þá höfum við orðið vitni að áframhaldandi sókn Icelandic Glacial sem heimsins besta drykkjar- vatn með tilliti til gæða og sjálf- bærni.“ Verðmat á vatnslindunum Skráðar eignir móðurfélags vatns- verksmiðjunnar námu tæplega 149 milljónum dollara, eða rúmlega 18 milljörðum króna, í lok árs 2011. Þar af er verksmiðjan sjálf, búnað- ur tengdur henni og landið sem verksmiðjan stendur á metin á ríf- lega 100 milljónir dollara. Stærsti hluti þessarar upphæðar er verð- mat á vatnslindunum sem drykkjar- vatn Icelandic Glacial er tappað úr en samkvæmt ársreikningnum voru það „sjálfstæðir sérfræðingar“ sem verðmátu lindirnar. Í júlí 2011 voru vatnslindirnar endurmetnar og var það niðurstaða sérfræðinganna að verðmæti lindanna næmi 135 millj- ónum dollara. Ekki er tekið mið af þessu verðmati í ársreikningnum heldur eldra mati. Þessar vatnslindir eru hins vegar, og þrátt fyrir þetta, bókfærðar sem efnislegar eignir. Dreifingarsamningur félagsins við bandaríska fyrirtækið Anheuser- Busch er sömuleiðis verðmetinn á nærri 32 milljónir dollara, eða meira en 3,6 milljarða króna. Samningur- inn er bókfærður í ársreikningnum sem óefnisleg eign. Hluti af þessum samningi við Anheuser fól í sér að fyrirtækið eignaðist 20 prósenta hlut í félaginu. Af þessu sést að stór hluti bók- færðra eigna félagsins byggir á hug- lægu mati sérfræðinga eða eigenda fé- lagsins á ætluðu verði þessara eigna. Sökum þessa verðmætamats er staða félagsins afar góð á pappírunum, eigin fjárstaðan er vel jákvæð. Á móti þessum eignum voru skuld- ir upp á ríflega 35 milljónir dollara, eða rúmlega fjóra milljarða króna. Bjartsýni Í skýrslu stjórnar og forstjóra fyrir- tækisins kemur fram að félagið hafi meðal annars sótt aukið hlutafé upp á 13,5 milljónir dollara til alþjóð- lega matvælafyrirtækisins Bidvest Group Limited í staðinn fyrir 14,6 prósenta hlut í félaginu. Þá kom áðurnefnt stórfyrirtæki, Anheuser- Busch, inn í félagið árið 2009. Jón Ólafsson og Icelandic Water Holdings hafa því vissulega náð ár- angri við að fjármagna félagið á síð- astliðnum árum. Þessir fjármunir hafa farið í að byggja félagið upp og markaðssetja vatnið víða um heima. Peningarnir hafa enn ekki skilað sér með beinum hætti aftur inn í rekstur félagsins og hefur verið tap á því síðastliðin ár. Stjórnendur félagsins eru hins vegar bjartsýnir þrátt fyrir tap- reksturinn, líkt og segir í skýrslu stjórnar þess: „Til að draga saman, þrátt fyrir þær áskoranir sem liggja, þá hefur fyrirtæki okkar náð mikl- um árangri á síðastliðnu ári og við lítum til ársins 2012 með mikilli bjartsýni sem árs áframhaldandi vaxtar og framþróunar fyrir Iceland Water Holdings ehf.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Mistök við reikningsskil Sverrir Sverris­ son, ekki Sverrir Geirmundsson, var einn af meðeigendum Steinþórs Jónssonar að Fasteignafélagi Suðurnesja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.