Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll 25.–27. janúar 2013 Helgarblað S njallsíma er hægt að nota á annan hátt en bara að tala í þá og senda smáskila- boð. Símar eru nú með mun meira af búnaði en áður fyrr. Á venjulegum snjallsíma er að finna myndavél, ljósnema, hröðunarmæli, staðsetningarsendi (GPS), áttavita, nálægðarskynjara, snertiskjá og síðast en ekki síst loft- vog! Þennan búnað er hægt nýta á margan máta með öppum og leikj- um, meðal annars til að bæta svefn- inn. Deildu svefninum á Facebook Sleep as Android er Android app sem fylgist með þér sofa. Það notar hröðunarmælinn til að nema hreyf- ingar í svefni. Til að ná sem bestri mælingu þarf síminn að liggja á dýnunni með þér. Þegar þú vaknar þá getur þú séð á línuriti hvernig þú svafst. Á Y-kvarðanum er djúpsvefn neðst og draumsvefn efst. Á X- kvarðanum er svo svefntíminn. Því meiri hreyfing, því meira sveifl- ast línan. Í eðlilegum svefni ættu hreyfingar að vera mestar fyrstu 90 mínúturnar, eða þar til maður nær djúpsvefni. Þú getur svo gefið hverjum svefni einkunn til að halda utan um árangur. Stillingar bjóða líka upp á að fá áminningu hvenær maður eigi að fara sofa, svo maður nái sem bestum svefni. Appið býð- ur upp á að deila svefninum á Face- book, en það er kannski ekki fyrir alla. Appið getur líka fylgst með þér ef þú talar upp úr svefni og byrj- ar að taka upp hljóð ef það yfir ákveðin hávaðamörk. Simon.is finnst þetta góður kostur, enda tal- ar hann mikið upp úr svefni og hefur skemmt sér konunglega við að hlusta á bullið sem vellur upp úr honum á milli hrota. Sleep as Android sér einnig til þess að þú vaknir á besta tíma og vekur þig þegar þú ert kom- inn úr djúpum svefni og yfir í létt- an svefn. Appið reynir að koma í veg fyrir „snooze“ með því að láta þig leysa hinar ýmsu þrautir til að slökkva á vekjarklukkunni. Meðal þeirra er að telja kindur á skjánum og skanna hraðkóða inn á baðher- berginu. Hægt er að nálgast appið í Google Play Store í Android-sím- um og er það frítt til tveggja vikna. Eftir það þarf að greiða rétt undir 2 evrum. Sleep Cycle fyrir Iphone Þeir sem eru með iPhone-síma geta nálgast mjög svipað app, en þó ekki frá sama framleiðanda. Appið virkar í grunninn eins, síminn sefur með þér og fylgist með hreyfingum. Hann skráir svo svefninn og byrjar að vekja þig við léttan svefn innan 30 mínútna ramma. Sleep Cycle er aðeins einfaldara en Sleep as Android, en sinnir því sama. App- ið er fáanlegt í iTunes App Store og kostar $ 1,24. n Atli Yngvi Stefánsson Gerðu snjall- símann snjallari n Hægt að fylgjast með djúpsvefni og draumsvefni Vaknað á hárréttum tíma Sleep as Android-forritið vekur þig á hárréttum tíma, þegar þú ert komin úr djúpsvefni og tekur upp ef þú talar upp úr svefni. F itblit Flex er nýtt í hópi tækja sem skrásetur árangur í lík- amsrækt. Tækið er sett á úln- liðinn og líkt og önnur tæki mælir það fjölda skrefa, vegalengd, hitaeiningar, mínútur og gæði svefns. Allar upplýsingar eru svo sendar í iPhone eða Android-síma með Blue Tooth. Auk þess er hægt að nota Fitblit Flex sem vekjara- klukku sem vekur þig með léttum titringi. F yrir skömmu tilkynnti Google að leiðsagnarkerfið Google Navigation verði í boði í fleiri löndum en hingað til hef- ur það aðeins verið í boði í stórum löndum í Evrópu og N-Ameríku. Með nýjustu uppfærslunni bæt- ast við minni lönd og þar á með- al Ísland. Sagt er frá þessu á tækni- síðunni simon.is. Þar segir að vert sé að taka fram að Navigation hlutinn sé ekki enn virkur fyrir Ísland en gera megi ráð fyrir því innan skamms. Með nýlegri uppfærslu skilji Google talaða íslensku og því verði áhuga- vert að sjá hvort hægt verði að stýra Google Navigation með raddstýr- ingu. Simon.is mun birta ítarlega umfjöllun um notkun Navigation á Íslandi þegar kerfið verður virkt. Væntanlegt á Íslandi Fylgist með plöntunni fyrir þig N ú er komið á markaðinn sniðugt tæki fyrir þá sem eru ekki með nógu græna fingur. Það kallast Par- rot Flower Power og er stung- ið í moldina í blómapottinum. Þar nemur það sólarljós, raka í mold, hita og áburð og sendir svo upplýsingar yfir í síma eða tölvu með Bluetooth 4.0. Tækið inniheldur upplýsingar um nær 6.000 plöntutegundir til þess að þú sjáir örugglega á réttan máta um plöntuna þína. Þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að skipta um rafhlöður því tækið gengur fyrir venjulegum AA-rafhlöðum í hálft ár. Nýtt tæki í líkamsrækt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.