Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 52
Söngvakeppnin hefSt um helgina 52 Fólk 25.–27. janúar 2013 Helgarblað Hvað er að gerast? 25.–27. janúar Föstudagur25 jan Laugardagur26 jan Sunnudagur28 jan Verk Berstein Eivind Aadland verður stjórnandi á tónleik- um Sinfóníuhljóm- sveitarinnar þar sem flutt verða verk eftir Leonard Bernstein sem markaði djúp spor í menningu Bandaríkj- anna á 20. öld sem tónskáld, hljómsveit- arstjóri, sjónvarpsstjarna, píanisti og kennari. Hann var gyðingur og hafa mörg verka hans skírskotun til gyðingatrúar. Svo er einnig farið með Chichester Psal- ms sem byggja á Davíðssálmum en eru sungnir á hebresku. Þrátt fyrir trúarlegan þunga textans er tónverkið iðandi af lífi. Hamrahlíðarkórarnir syngja undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Eldborg, Hörpu 19.30 Mýs og menn Sett verður upp aukasýning en Mýs og menn er eitt af helstu meistara verkum bandarískra bókmennta og birtist hér í nýrri sviðssetningu. Þessi saga frá krepputímum þriðja áratugarins er löngu orðin sígild. Í henni byggir John Steinbeck á reynslu sinni sem farand- verkamaður þar sem hann kynntist fólki sem síðar varð innblásturinn að persónum verksins. Borgarleikhúsið 20.00 Yndislega Eyjan mín – 40 árum síðar Tónleikar þar sem minnst verður dagsins er Vestmannaeyjagosið hófst en það kallar enn þann dag í dag fram sterkar minningar. Stefán Hilmarsson, Magni, Eyþór Ingi, Þór Breiðfjörð, Sigga Beinteins, Margrét Eir og Greta Salóme flytja margar af ástsælustu perlum Eyjamanna ásamt 16 manna popp- og kammersveit og 40 manna kór. Eldborg, Hörpu 19.30 Klúbbtónleikar Stórsveit Reykjavíkur heldur klúbbtón- leika á Munnhörpunni en þeir eru framhald af sambærilegum tónleikum sem meðal annars hafa áður verið haldnir á Café Rosenberg og í Kaffileikhúsinu á liðnum árum. Á þessum tónleikum flytur stórsveitin blandaða efnisskrá kraftmikillar stórsveitartónlistar með góðu rými fyrir einleikara sveitarinnar. Nálægð sveitarinnar við áheyrendur og óformlegheit eru í forgrunni og gestir geta notið veitinga á meðan þeir hlusta. Stjórnandi á þessum tónleikum verður Sigurður Flosason. Munnharpan, Hörpu 20.30 Hjartaspaðar Grímur og Hannes hafa verið félagar á dvalarheimilinu um nokkra hríð og dagleg rútína þeirra er fyrir löngu komin í fastar skorður. Þegar Gréta flytur inn umturnast líf þeirra og fyrr en varir hefjast óborganleg uppátæki til að lífga upp á tilveruna og drepa leiðindin. Öllum brögðum er beitt, löglegum sem ólöglegum. Drephlægileg uppátæki gamalmennanna á dvalarheimilinu Grafarbakka sanna að lífið er ekki búið eftir áttrætt. Gaflaraleikhúsið 20.00 S öngvakeppnin hefst um helgina og verður með öðru sniði en vanalega. Keppnin hefst í kvöld, föstudagskvöld, en þá keppa sex lög um að komast áfram í úrslit. Á laugardags- kvöldið keppa svo önnur sex lög en þrjú lög úr hvorum riðli komast áfram á úrslitakvöldið þann 2. febr- úar. DV forvitnaðist um hvað söng- konunni og Eurovision-aðdá- andanum Regínu Ósk finnst um lögin í ár en Regína er þaulvanur Eurovision-keppandi. „Mér líst bara vel á keppnina. Þetta eru ólík lög og það er alltaf gaman. Það eru margir þaulvanir söngvarar í fyrri riðlinum. Mér finnst sá riðill mjög spennandi enda skipta flytjendur alltaf máli þótt þetta sé lagakeppni. Það verð- ur að gaman að sjá hvernig þetta kemur út.“ Regína er þó ekki til í að spá fyrir um úrslit. „En mér finnst lagið sem Klara syngur mjög flott. Það er svona „fresh“ og textinn er líka flottur. Erna Hrönn er líka með skemmtilega stemmingu í sínu lagi. Svo verður spennandi að sjá yngsta keppand- ann, hana Sylvíu Erlu. Þessi standa upp úr fyrir mig,“ segir hún en bæt- ir við að það geti vel verið að henni snúist hugur þegar hún sjái atriðin flutt. „Margir af þessum flytjendum eru svo miklir „live performers“ svona eins og Eyþór Ingi. Það er ekki alltaf það sama að hlusta og að horfa. Og svo getur það líka virkað öfugt. Stundum mætir einhver á sviðið en það virkar einfaldlega ekki.“ n n Þrjú lög hvort kvöldið komast áfram á úrslitakvöldið Föstudagskvöld Þú Lag og texti: Davíð Sigurgeirsson Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Ekki líta undan Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir Flytjandi: Magni Ásgeirsson Lífið snýst Lag: Hallgrímur Óskarsson Texti: Hallgrímur Óskarsson og Svavar Knútur Kristinsson Flytjendur: Svavar Knútur Kristinsson og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm Sá sem lætur hjartað ráða för Lag: Þórir Úlfarsson Texti: Kristján Hreinsson Flytjandi: Edda Viðarsdóttir Ég á líf Lag og texti: Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson Flytjandi: Eyþór Ingi Gunnlaugsson Meðal andanna Lag: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir og Jonas Gladnikoff Texti: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen Flytjandi: Birgitta Haukdal Laugardagskvöld Skuggamynd Lag: Hallgrímur Óskarsson og Ashley Hicklin Texti: Bragi Valdimar Skúlason Flytjandi: Klara Ósk Elíasdóttir Til þín Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen Flytjendur: Jógvan Hansen og Stefanía Svavarsdóttir Stund með þér Lag og texti: María Björk Sverrisdóttir Flytjandi: Sylvía Erla Scheving Vinátta Lag og texti: Haraldur Reynisson Flytjandi: Haraldur Reynisson Ég syng! Lag: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson og Ken Rose Texti: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson og Hulda G. Geirs- dóttir Flytjandi: Unnur Eggertsdóttir Augnablik Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir Söngvakeppnin um helgina Kosningasími: 900 9901 Kosningasími: 900 9902 Kosningasími: 900 9903 Kosningasími: 900 9904 Kosningasími: 900 9905 Kosningasími: 900 9906 Kosningasími: 900 9907 Kosningasími: 900 9908 Kosningasími: 900 9909 Kosningasími: 900 9910 Kosningasími: 900 9911 Kosningasími: 900 9912 Birgitta snýr aftur Mikil spenna er í kringum Birgittu Haukdal enda hefur ekki mikið sést af henni upp á síðkastið. Birgitta syngur lagið Meðal andanna. Skemmtileg stemming Regínu Ósk líst vel á lagið sem söngkonan Erna Hrönn flytur. Yngsti keppandinnSylvía Erla Scheving er 17 ára, dóttir athafnamannsins Magnúsar Scheving. Klara Ósk Klara Ósk sem margir þekkja sem Klara Elias úr The Charlies syngur lagið Skuggamynd. Þrumu flytj- andi Búast má við flottri sviðsframkomu hjá Eyþóri Inga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.