Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 41
Lífsstíll 41Helgarblað 25.–27. janúar 2013 Trúaður fagurkeri n Arnar Gauti hefur sankað að sér krossum og myndum af Jesú í gegnum tíðina A rnar Gauti Sverrisson er mikill fagurkeri og tísku- spekúlant með meiru. Tískulögga, þáttastjórnandi Innlits útlits sem sýnd- ir voru á Skjá Einum, verslunar- stjóri, framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi eru titlar sem hann hefur borið frá því um aldamótin síðustu. Arnar starfar í dag fyrir Elite á Ís- landi, sem listrænn stjórnandi og nýtur sín í því umhverfi sem er löðr- andi í fegurð og hátísku. Hann er mikill smekkmaður með húmorinn á hárréttum stað og alltaf smekk- lega klæddur. Við kíktum í heimsókn til hans á dögunum og fengum að kynnast honum örlítið betur. Uppáhaldsstaðurinn á heimilinu? „Ég verð að segja að þeir eru nokkr- ir. Ég elska að vera í eldhúsinu, það er svo mikill miðpunktur í íbúðinni, síðan á ég besta sófa í heimi sem heitir Jazz frá Sancal sem ég eignaðist hjá vini mínum Inga Jakobs- syni í Exó, mikill söknuður af Inga og þeirri verslun, en það er ótrúlega yndislegt að slaka á í sófanum.“ Uppáhaldshönnuður? „Í húsgögnum er það Marcel Wander & Moooi. Í fatnaði er Burberry fyrir menn, konur og börn.“ Langar þig til að breyta einhverju heima? „Já, mig langar í nýtt borðstofu- borð í grófum kántrístíl og hafa maurana mína frá Arne Jacob- sen við.“ Stíllinn á heimilinu er? „Stíllinn er myndi ég segja stíl- hreinn en afslappaður, ég er mikið með kerti. Í gegnum tíð- ina hef ég eignast fallega stóla sem eru á víð og dreif og upp- áhaldið mitt þar er Smoke-stóll sem ég fékk í afmælisgjöf frá Jóhönnu Pálsdóttur og svo er þetta í bland við Ikea og fleira.“ Dýrmætasta flíkin í fataskápnum? „Efnislega séð er það Burberry Duffle Coat en ég er orðin svo grannur að ég er eins og Paddington í hon- um. Tilfinninga- lega dýrmætasta flík- in er svona munstruð jakkapeysa sem ég fékk í Selected á sín- um tíma, það hefur meira að segja verið boðið í hana.“ Uppáhalds­ fatamerki? „Þar sem ég hef ekki efni á merkjum eins og Gucci og Dior, sem mér finnst gam- an að fylgjast með og finnst hrikalega falleg föt, þá er uppáhaldið mitt hér heima Selected.“ Langbest að borða og drekka? „Ég elska að borða allt ítalskt og ind- verskt, ég elda mikið sjálfur ítalskt og svo er svona dekur fyrir mig að fara á Austurlandahraðlestina og taka með heim góðan indverskan mat. Svo er Gló eitthvað það besta sem ég hef smakkað þegar ég er að hugsa sér- staklega vel um heilsuna sem ég á að gera á hverjum degi. Í drykk þá dýrka ég gott rauðvín en allt er gott í hófi og er það orðinn munaður hjá mér, ef ég opna góða flösku þá er það með góðum vinum annað slagið. Þar fyrir utan er Icelandic Glacial-vatnið best í heimi og alltaf til kassar af því á heimilinu.“ Einhver alvarleg tískuslys í fortíðinni? „Ekki séns! Ef það var slys þá komst ég upp með það.“ Ef peningar væru engin fyrirstaða? „Þá myndi ég hoppa upp í flug- vél og leyfa París dóttur minni og Kiljan Gauta syni mínum að upp- lifa borgina París með mér í fyrsta skipti, þar sem Natalía París er skírð eftir borginni, og enda svo í Disney World, sem er rétt fyrir utan París í viku á æðislegu hóteli.“ Best í heimi? „Tíminn sem ég á með Natalíu París og Kiljan Gauta börnunum mínum.“ Hvað verða allir stráka að eiga fyrir komandi sumar? „Litaðar chinos-buxur, gular, rauðar, flott með hverju sem er við hvaða til- efni sem er.“ Næst á dagskrá? „Nýtt ár nýir, tímar og tækifæri, byggja upp Elite og Fashion Academy Reykjavík og síðan að safna fyr- ir frönskunámskeiði handa Natalíu París.“ „Ef það var slys, þá komst ég upp með það Jazz­sófinn Er úr Exó og er eitt af uppáhaldshúsgögnum Arnars. Hrifinn af París París er fallegasta borg í heimi að mati Arnars. Eldhúsið Hér eyðir Arnar miklum tíma, enda er hann rómaður fyrir frábæra eldamennsku. Ein af Jesúmyndunum Hér er mynd sem er í miklu uppáhaldi hjá Arnari. Huggulegt heimili Hlýlegt yfirbragð einkenn ir heimili hans. Fagurkerinn Arnar Gauti Sverrisson. Ugla Egilsdóttir Ugluvæl Ö rlítil tilgerð er nauðsyn- leg til þess að funkera í sam- félagi – það geta ekki öll samtöl kafað djúpt. Stundum nær mað- ur engri tengingu við viðmæl- anda sinn og stundum er maður ekki tilbúinn til að gefa neitt af sér og verður að láta yfirborðsleg samskipti duga. Þá þarf maður að passa að verða ekki uppiskroppa með umræðuefni því það er langt- um meira þrúgandi að þegja saman en tala saman. Hér eru þrjú umræðuefni sem má grípa til ef maður er hugmyndalaus: B reytingar á nammi – Stund- um breyta fyrirtæki þekkt- um vörumerkjum, jafnvel sælgæti sem var fullkomið fyrir breytinguna. Eitt sorglegasta dæmið var þegar Sambó breytti lögun kúlusúkks úr sívalningi í möndlulögun. Flestir eiga átak- anlegar reynslusögur af þessu tagi sem eru tilvaldar til að halda fjör- legum samræðum gangandi við hvern sem er. V ersti hugsanlegi dauðdaginn – Allir eru haldn- ir frumstæðum ótta við ýmiss konar ólíklegan dauðdaga og það má til dæmis bera saman hversu hræðilegt það er að detta ofan í djúpan brunn og deyja þar úr hungri umkringdur mannabeinum miðað við að vera étinn af slöngu. Þótt hvort tveggja sé kvíðvænlegt þá er þetta nógu langt frá hversdagslegum áhyggju- efnum til að ekki þurfi maður að ganga nærri persónu sinni. H venær hefst eða hófst öld vatnsberans? – Hipparnir í Hárinu sungu óð til aldar vatnsberans en stjörnuspekingum ber ekki saman um hvenær hún hefst eða hófst ná- kvæmlega. Fæstir trúa í alvörunni á stjörnuspeki en það er fyrirtaks ís- brjótur að trúa á hana í kaldhæðni. Viðmælandinn áttar sig aldrei alveg á því hver raunverulega afstaðan er, sem vekur bæði spennu og sam- einar. Áhuginn gæti verið ekta en blandinn efasemdum, eða maður gæti verið að gera grín að þeim sem trúa á stjörnuspeki. Þannig tekur maður enga áhættu í samskiptum. Í versta falli er einhver ekki viss hvort hann kann illa við mann. Listin að halda uppi innihalds- lausum sam- ræðum Lætur ekkert stöðva sig Bandaríska afrekskonan Aimee Mullins er 37 ára og var valin í hóp 50 fallegustu einstaklinga í heimi. Aimee er með tvær háskólagráður, á velgengni að fagna í fyrirsætuheimin- um og hefur leikið í ýmsum sjónvarps- þáttum og kvik- myndum. Auk þess er hún íþróttakona á heimsmæli- kvarða og hefur slegið hvert metið á fætur öðru í spretthlaupi og lang- stökki. Það sem gerir þetta enn markverðara er það að hún lætur það ekki stoppa sig þó hún hafi silí- kon og títaníum fótleggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.