Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 40
Sólin Sigrar þunglyndið 40 Lífsstíll 25.–27. janúar 2013 Helgarblað S umum finnst þetta allt í lagi og finnst bara hver árstíð hafa sinn sjarma en svo eru aðrir sem þola skammdeg­ ið mjög illa,“ segir Andrés Magnússon geðlæknir. Hann hefur lengi rannsakað skammdegis­ þunglyndi eða allt frá árinu 1987. Skammdegisþunglyndi er árstíðar­ bundið þunglyndi sem stjórnast af lítilli dagsbirtu og minnkar því eftir sem dagarnir lengjast. Það er þó leiðigjarnt að því leyti að þó það hverfi við sól þá tekur það sig yf­ irleitt upp aftur þegar dimma fer á ný. „Þetta stafar af skorti á ljósi. Sumir segja að innri klukkan okkar fari úr sambandi í skammdeginu.“ Skammdegisslen algengt „Það eru margir sem finna fyrir sleni og orkuleysi. Þeir sem finna svæsnast fyrir því geta orðið þung­ lyndir en annars köllum við þetta bara skammdegisslen eða skamm­ degisdrunga,“ segir hann og segir marga finna fyrir andlegri þreytu í mesta skammdeginu. „Það er al­ gengt að fólk sé syfjað og eigi erfitt með að vakna. Margir koma ekki eins miklu í verk og eiga erfiðara með að vera duglegir í skólanum og svoleiðis. Eru orkuminni.“ Hverfur í sól Skammdegisþunglyndi er sér­ stakt að mörgu leyti. „Í venjulegu þunglyndi hefur fólk yfirleitt verri matar lyst og sefur illa. Í þessari tegund þunglyndis sefur fólk meira og borðar yfirleitt meira en vana­ lega, dettur gjarnan í það að borða sætindi á kvöldin á veturna. Þetta er það þunglyndi sem kemur bara á veturna en ekki sumrin og sem svarar ljósameðferð sem venjulegt þunglyndi gerir ekki. Þetta er þung­ lyndi sem hverfur þegar fólk fer í sólarlandaferð en það gerir venju­ legt þunglyndi ekki,“ segir Andrés. Skammdegisþunglyndið hverfur líka þegar sumra fer. „Ef það hverf­ ur ekki þegar það fer að verða bjart­ ara þá er það ekki skammdegis­ þunglyndi,“ segir Andrés. Ljósameðferð hjálpar Andrés segir að hægt sé að segja að um skammdegisþunglyndi sé að ræða þegar alþjóðlegum viðmið­ um um þunglyndi er fullnægt. „Það er þegar ástandið á veturna er það slæmt að fólk uppfyllir þessi grein­ ingarviðmið.“ Andrés segir að það jákvæða við þessa tegund þung­ lyndis sé það að fólk geti í flestum tilvikum læknað sig sjálft og þurfi því yfirleitt ekki á læknis­ eða lyf­ jaaðstoð að halda. „Það er spurn­ ing um það hversu mikið fólk á að hjálpa sér sjálft og hvað það á að fara mikið til lækna. Það fer bara dálítið eftir því hversu miklum vandkvæðum þetta veldur fólki hvort það eigi að leita sér hjálpar. Þetta er kvilli sem er svolítið hægt að meðhöndla sig sjálfur með. Þú getur farið og keypt þér ljós án þess að fara til læknis,“ segir Andrés og á við svokölluð dagljós sem líkja eftir dagsbirtu. Þó ekki háfjallaljós eins og til voru á mörgum heimil­ um hér á landi fyrir nokkrum árum síðan. „Háfjallaljósin eru hættu­ leg. Þau gefa frá sér geislun. Dags­ ljósin líkja eftir dagsbirtunni en eru ekki hættuleg.“ Andrés segir að í ljósameðferð þurfi að sitja ná­ lægt ljósinu í allavega hálftíma til klukkutíma á dag. Hann mæl­ ir einnig með að þeir sem telji sig vera með skammdegisþunglyndi reyni að nýta það náttúrulega ljós sem er yfir hádaginn með því að vera úti við. Mildari tegund þunglyndis Þrátt fyrir að Ísland sé mjög norðar­ lega á jarðkringlunni segir Andrés að skammdegisþunglyndi sé ekki mikið algengara hér á landi held­ ur en til dæmis í Bandaríkjunum. „Það er dálítið sérkennilegt að það virðist ekki mikið algengara hjá okkur heldur en í Bandaríkjunum.“ Skammdegisþunglyndi er flokkað sem vægari tegund þunglynd­ is. „Þetta er svona mildari tegund af þunglyndi. Það er sjaldgæft að fólk þurfi að leggjast inn. Þetta get­ ur engu að síður valdið mörgum verulegum óþægindum.“ n viktoria@dv.is Þunglyndið er árstíðabundið Skammdegisþunglyndi er árstíðabundið þunglyndi. Einkenni byrja að koma í ljós þegar dagurinn styttist á haustin. Á vorin þegar birta eykst á ný þá dregur úr einkennum. Helstu einkenni: n Atorkuleysi n Depurð n Meiri svefnþörf n Mikil matarlyst n Bráðlyndi n Kvíði n Áhyggjur n Skert framtakssemi n Sætindafíkn n Félagsfælni n Aukin líkamsþyngd n Skammdegisþunglyndi ekki mikið algengara hér en í Bandaríkjunum Mælir með ljósum Andrés hefur lengi rannsakað skammdegisþunglyndi eða allt frá árinu 1987. Hann segir það sérstakt að mörgu leyti. Skammdegis­ þunglyndi Margir finna fyrir aukinni þreytu og þola skammdegið mjög illa. Skammdegisþunglyndi hverfur hjá fólki þegar fer að birta til. Reynir Traustason Baráttan við holdið Á dögunum týndist maður á Esjunni. Sá hafði gengið upp Kerhólakamb í viðsjárverðu veðri ásamt félaga sínum. Af óskiljanlegum ástæð­ um ákváðu þeir þegar komið var upp í 800 metra hæð að fara hvor sína leiðina niður. Annar fór sömu leið og upp var farin en hinn gekk eftir fjall­ inu til að fara niður gönguleiðina á Þverfellshorni. Hann missti átt­ ir og varð rammvilltur á fjallinu í frosti og vindi. Maðurinn náði að hringja eitt símtal til að ræsa út björgunarsveitir. Mistök hans urðu til þess að yfir 100 björgunar­ sveitarmenn hófu leit við erfiðar aðstæð­ ur. Málið varð að fréttaefni. Ljóst mátti vera að maðurinn var í lífsháska. Um leið og málið varð opinbert byrjaði síminn minn að hringja. Áhyggju­ fullir vinir og ættingjar vildu vita hvort ég væri týndur eða ekki. Mál þetta endaði vel því maður­ inn sem um ræðir fannst kaldur og hrakinn en heill á húfi. En nafn hans varð aldrei opinbert vegna þess að hann baðst undan viðtöl­ um, líklega vegna þess að hann skammaðist sín. Það er kannski ekki að undra að ég sé grunaður vegna tíðra ferða minna upp í mót. En ég hef farsællega sloppið fram að þessu. Þó eru dæmi um að ég hafi misst áttir og villst á neyðarlegan hátt. Þetta gerðist á Úlfarsfell í þoku um páskana 2012. Þokan var svo svört að skyggnið var einungis nokkrir metrar. Ég var að nálg­ ast hábunguna þegar mér varð ljóst að ekki var allt með felldu. Nýfallinn snjór var á fjallinu og þegar ég var búinn að rangla um í lengri tíma komst ég að því að hringurinn hafði lokast. Ég gekk í hringi. Mér var kalt og ég var hálfsmeykur á þessu fjalli sem er inni í miðri borg. Eftir klukku­ tíma villu fann ég loks áttir og komst niður. Önnur neyðarleg uppákoma varð í klettum Esjunnar. Svo sem upplýst hefur verið tók það mig sjö mánuði að vinna bug á loft­ hræðslunni og komast upp klett­ ana. Síðan hefur sjálfsöryggið tekið völdin og ég dansa næstum því upp og nið­ ur klettana. Og það er einmitt þarna sem hættan liggur. Ég var á niðurleið síðasta haust þegar ég mætti manni sem sagði mér að hann hefði sumpart gert mig að fyrirmynd til að leggjast í fjallgöngur. Ég varð auðvitað rígmontinn af þessu. Þegar við svo kvöddumst ákvað ég að fara hæfilega kæruleysislega niður, eins og vönum manni sæmir. Í einni sjónhendingu var fótun­ um kippt undan mér og ég féll og lenti harkalega á bakinu. Þar sem ég lá ósjálfbjarga á bakinu sá ég aðdáandann fyrir ofan mig í fjallinu. Skömmin yfir að vera fallin fyrirmynd yfirtók nístandi verkina í hendinni og bakinu. „Er í lagi með þig,“ kallaði aðdá­ andinn. „Já,“ svaraði ég af veikum mætti og staulaðist á lappir og hélt áfram niður klettana án þess að líta um öxl. Mánuðum saman glímdi ég við verkina í brákaðri öxl og sært stolt. Fallinn á Esjunni „Í þessari tegund þunglyndis sefur fólk meira og borðar yfirleitt meira en vana- lega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.