Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 30
30 Viðtal 25.–27. janúar 2013 Helgarblað Byltingarsaga og sveitarómantík n Fátækir bændur geta sigrað yfirvaldið n „Ég vildi fjalla um þetta fólk“ S prengingin við Miðkvísl er ein stærsta og best heppnaða uppreisn okkar,“ segir leik­ stjóri Hvells, Grímur Hákonar­ son. Hanna Björk Valsdóttir og Sigurð­ ur Gísli Pálmason báðu Grím um að leikstýra myndinni árið 2008 og hann segist hafa sannfærst um ver­ kefnið eftir að hafa lesið um Laxár­ deiluna. Hann segist sjálfur vera rót­ tækur og þá er hann bændasonur úr Flóanum. „Ég fann tengingu úr báð­ um þessum áttum. Byltingarsögunni og sveitarómantíkinni, segir hann og brosir góðlátlega. Grímur fór ásamt aðstandend­ um myndarinnar norður í rann­ sóknarferð og ræddi þá við bænd­ ur. Undirtektirnar voru dræmar fyrst um sinn, enda var samtakamáttur­ inn enn mikill og leyndarmálin vel geymd. „Við fórum í tvær svona ferðir, í seinni ferðinni þá voru þeir búnir að ræða þetta sín á milli. Hvort það væri ekki kominn tími til að ræða þetta. Koma út úr skápnum með þetta,“ segir Grímur. Hann segist hafa vilj­ að fara þá leið að einblína á fólkið sem býr enn á þessu svæði og segist hvergi á landinu áður hafa upplifað annan eins byltingaranda. „Ég vildi fjalla um þetta fólk sem lifir og hrærist í náttúruni, í myndinni eru engir álitsgjafar, engir prófessor­ ar, en sumir þarna eru sjálfmennt­ aðir heimspekingar,“ segir hann og brosir. „Ég hef aldrei upplifað það áður, neins staðar á Íslandi, að það virðist vera svona ákveðin meðvit­ und á þessu svæði. Fólk á öllum aldri fylgist mjög vel með og er róttækt í hugsun. Það er merkilegt, venjulega kviknar róttæknin á menntaskólaár­ unum og svo endar fólk í tómhyggju með árunum. En þarna var maður að hitta sjötuga karla sem voru enn róttækir og fullir baráttuanda. Uppbygging svæðisins á sér líka merkilega sögu. Þarna var bóka­ útgáfa, gefin út blöð og snemma var opnað bókasafn. Þetta var líklega versti staður á öllu landinu fyrir Landsvirkjun að fara í framkvæmdir,“ segir Grímur og hlær. Hann minnist nokkurra sem voru framarlega í baráttunni. Þar á meðal föður Hildar sem rætt er við hér að ofan, Hermóðs Guðmundssonar. „Þessir karlar, eins og Hermóður Guðmundsson, voru hreinlega harðir í horn að taka. Ég las greinar eftir þá og þær voru mjög lærðar og vandaðar, þeir voru mjög vel að sér og fyllilega í stakk búnir í baráttuna.“ Merkast við aðgerðir bændanna er samtakamátturinn. „Þessar fram­ kvæmdir voru svo stórtækar, það átti að sökkva Laxárdal og búa til risastórt lón. Þeir eru ekki margir sem geta staðið upp og varið þetta í dag, það er kannski einn maður á landinu. Íbúar voru samtaka í því að berjast á móti virkjunaráformum. Það er ekki þannig í dag, nú er það minnihluti sem berst við meirihluta íbúa sem vilja störfin og fram­ kvæmdirnar. En þarna voru jarðir og hús í húfi. Menn hefðu þurft að flytja á brott. Svo voru veiðiréttindin í hættu líka. Sem gerir það að verkum að menn verða heitari í andstöðunni.“ Hann heldur að það megi líkja því ástandi sem varð í sveitinni við ástandið sem varð eftir hrun. „Það hefði einhver getað tekið upp á því að sprengja upp anddyri banka. Þessi reiði sem kviknaði eftir hrun var líklega álíka og sú reiði sem kviknaði hjá bændum við yfir­ ganginn. Fyrst og fremst finnst mér þessi saga minna okkar á að samstaða getur stöðvað yfirgang valdastétta. Fátækir bændur, al­ menningur, getur sigrað yfirvaldið ef um það er samstaða, það er allt hægt.“ n Laxárdeilan Tilgangurinn með stíflunni í Miðkvísl sem heimamenn sprengdu árið 1970 var sá að stjórna rennslinu úr Mývatni nið­ ur í Laxá í þágu Laxárstöðva I og II sem virkjuðu fall Laxár niðri við Brú, efsta bæjarins í Aðaldal, rétt neðan við dalsmynni Laxár­ dals. Heimamenn rufu stífluna og notuðu til þess traktora og skóflur og dínamít til að rjúfa steypta hlutann. Laxárvirkjun átti dínamítið og lá það á glám­ bekk. Það var til að mynda geymt í nærliggjandi hellum og því að­ gangur að því auðveldur. Ef heimamenn hefðu ekki stöðvað framkvæmdir Lands­ virkjunar hefði Laxárdalur farið hálfur í kaf. Þess utan hefði Laxá í Aðaldal verið spillt og afleiðingar virkjunar hefðu haft óendurkræf­ ar afleiðingar. Rómantísk vistfræði og gimsteinaþjófar Deilan um fyrirhugaða virkjunar tilhögun, það er Laxár­ deilan, stóð í mörg ár og af miklum hita, árin 1969 til vorsins 1973, en aðdrag­ andi deilunnar var lengri og átti rætur í djúpstæðum átökum um svæðið. Unnur Birna Karlsdóttir hefur rannsak­ að sögu Laxárdeilunnar og birti niðurstöðurnar í kafla í doktors­ rannsókn sinni í sagnfræði við Háskóla Íslands sem út kom vorið 2010 með titlinum Þar sem fossarnir falla. Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900–2008 og veitti góðfúslegt leyfi sitt til að birta stutt brot úr rannsókn sinni. „Þeir bændur á Laxár­Mý­ vatnssvæðinu sem báru hitann og þungann af baráttunni gegn virkjun Laxár horfðu á náttúruna með augum þess sem lifir í henni og af henni. Maðurinn nýtti þar náttúruna en var engu að síður hluti hennar, háður henni um afkomu sína en líka í sterkum tengslum við sitt andlega líf og lífshamingju. Laxárdal var lýst sem búsældarlegum dal og til­ finningalegt gildi hans fyrir þá sem þar bjuggu var ítrekað. Lögð var áhersla á fegurð dalsins, sem varð í deilunni tákn íslenskrar sveitasælu eins og hún endur­ speglast í rómantískri náttúrusýn um leið og vistfræðileg þekking úr ranni náttúruvísinda fléttaðist saman við svo úr varð eins konar rómantísk vistfræði.“ Hún stillir upp þeirri mynd að jafnvægi ríki í náttúrunni og þá um leið í sambýli manns og náttúru. Fyrir lífið í Laxárdal jafn­ gilti Gljúfurversvirkjun ham­ förum. Við þetta bættist, sögðu andstæðingar Laxárvirkjunar, að þáttur í sögu landsins mundi glatast. Það væru því einnig menningarsöguleg rök fyrir því að standa vörð um byggðina í Laxárdal því saga hennar væri samofin sögu þjóðarinnar … Sér­ staða Laxár sem einnar helstu perlu íslenskra veiðiáa var undir­ strikuð í baráttunni gegn virkjun hennar. Í huga áhugamanna um stangveiði var hún gimsteinn í íslenskri náttúru. Þeir sem ætl­ uðu að eyðileggja ána voru „gim­ steinaþjófar“. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Fólk á öll- um aldri fylgist mjög vel með og er róttækt í hugsun. Hægt að sigra „Það er allt hægt,“ segir Grímur Hákonarson leikstjóri um meginboðskap sögunnar sem miðlað er í heimilda- myndinni Hvellur. mynd sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.