Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Side 30
30 Viðtal 25.–27. janúar 2013 Helgarblað Byltingarsaga og sveitarómantík n Fátækir bændur geta sigrað yfirvaldið n „Ég vildi fjalla um þetta fólk“ S prengingin við Miðkvísl er ein stærsta og best heppnaða uppreisn okkar,“ segir leik­ stjóri Hvells, Grímur Hákonar­ son. Hanna Björk Valsdóttir og Sigurð­ ur Gísli Pálmason báðu Grím um að leikstýra myndinni árið 2008 og hann segist hafa sannfærst um ver­ kefnið eftir að hafa lesið um Laxár­ deiluna. Hann segist sjálfur vera rót­ tækur og þá er hann bændasonur úr Flóanum. „Ég fann tengingu úr báð­ um þessum áttum. Byltingarsögunni og sveitarómantíkinni, segir hann og brosir góðlátlega. Grímur fór ásamt aðstandend­ um myndarinnar norður í rann­ sóknarferð og ræddi þá við bænd­ ur. Undirtektirnar voru dræmar fyrst um sinn, enda var samtakamáttur­ inn enn mikill og leyndarmálin vel geymd. „Við fórum í tvær svona ferðir, í seinni ferðinni þá voru þeir búnir að ræða þetta sín á milli. Hvort það væri ekki kominn tími til að ræða þetta. Koma út úr skápnum með þetta,“ segir Grímur. Hann segist hafa vilj­ að fara þá leið að einblína á fólkið sem býr enn á þessu svæði og segist hvergi á landinu áður hafa upplifað annan eins byltingaranda. „Ég vildi fjalla um þetta fólk sem lifir og hrærist í náttúruni, í myndinni eru engir álitsgjafar, engir prófessor­ ar, en sumir þarna eru sjálfmennt­ aðir heimspekingar,“ segir hann og brosir. „Ég hef aldrei upplifað það áður, neins staðar á Íslandi, að það virðist vera svona ákveðin meðvit­ und á þessu svæði. Fólk á öllum aldri fylgist mjög vel með og er róttækt í hugsun. Það er merkilegt, venjulega kviknar róttæknin á menntaskólaár­ unum og svo endar fólk í tómhyggju með árunum. En þarna var maður að hitta sjötuga karla sem voru enn róttækir og fullir baráttuanda. Uppbygging svæðisins á sér líka merkilega sögu. Þarna var bóka­ útgáfa, gefin út blöð og snemma var opnað bókasafn. Þetta var líklega versti staður á öllu landinu fyrir Landsvirkjun að fara í framkvæmdir,“ segir Grímur og hlær. Hann minnist nokkurra sem voru framarlega í baráttunni. Þar á meðal föður Hildar sem rætt er við hér að ofan, Hermóðs Guðmundssonar. „Þessir karlar, eins og Hermóður Guðmundsson, voru hreinlega harðir í horn að taka. Ég las greinar eftir þá og þær voru mjög lærðar og vandaðar, þeir voru mjög vel að sér og fyllilega í stakk búnir í baráttuna.“ Merkast við aðgerðir bændanna er samtakamátturinn. „Þessar fram­ kvæmdir voru svo stórtækar, það átti að sökkva Laxárdal og búa til risastórt lón. Þeir eru ekki margir sem geta staðið upp og varið þetta í dag, það er kannski einn maður á landinu. Íbúar voru samtaka í því að berjast á móti virkjunaráformum. Það er ekki þannig í dag, nú er það minnihluti sem berst við meirihluta íbúa sem vilja störfin og fram­ kvæmdirnar. En þarna voru jarðir og hús í húfi. Menn hefðu þurft að flytja á brott. Svo voru veiðiréttindin í hættu líka. Sem gerir það að verkum að menn verða heitari í andstöðunni.“ Hann heldur að það megi líkja því ástandi sem varð í sveitinni við ástandið sem varð eftir hrun. „Það hefði einhver getað tekið upp á því að sprengja upp anddyri banka. Þessi reiði sem kviknaði eftir hrun var líklega álíka og sú reiði sem kviknaði hjá bændum við yfir­ ganginn. Fyrst og fremst finnst mér þessi saga minna okkar á að samstaða getur stöðvað yfirgang valdastétta. Fátækir bændur, al­ menningur, getur sigrað yfirvaldið ef um það er samstaða, það er allt hægt.“ n Laxárdeilan Tilgangurinn með stíflunni í Miðkvísl sem heimamenn sprengdu árið 1970 var sá að stjórna rennslinu úr Mývatni nið­ ur í Laxá í þágu Laxárstöðva I og II sem virkjuðu fall Laxár niðri við Brú, efsta bæjarins í Aðaldal, rétt neðan við dalsmynni Laxár­ dals. Heimamenn rufu stífluna og notuðu til þess traktora og skóflur og dínamít til að rjúfa steypta hlutann. Laxárvirkjun átti dínamítið og lá það á glám­ bekk. Það var til að mynda geymt í nærliggjandi hellum og því að­ gangur að því auðveldur. Ef heimamenn hefðu ekki stöðvað framkvæmdir Lands­ virkjunar hefði Laxárdalur farið hálfur í kaf. Þess utan hefði Laxá í Aðaldal verið spillt og afleiðingar virkjunar hefðu haft óendurkræf­ ar afleiðingar. Rómantísk vistfræði og gimsteinaþjófar Deilan um fyrirhugaða virkjunar tilhögun, það er Laxár­ deilan, stóð í mörg ár og af miklum hita, árin 1969 til vorsins 1973, en aðdrag­ andi deilunnar var lengri og átti rætur í djúpstæðum átökum um svæðið. Unnur Birna Karlsdóttir hefur rannsak­ að sögu Laxárdeilunnar og birti niðurstöðurnar í kafla í doktors­ rannsókn sinni í sagnfræði við Háskóla Íslands sem út kom vorið 2010 með titlinum Þar sem fossarnir falla. Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900–2008 og veitti góðfúslegt leyfi sitt til að birta stutt brot úr rannsókn sinni. „Þeir bændur á Laxár­Mý­ vatnssvæðinu sem báru hitann og þungann af baráttunni gegn virkjun Laxár horfðu á náttúruna með augum þess sem lifir í henni og af henni. Maðurinn nýtti þar náttúruna en var engu að síður hluti hennar, háður henni um afkomu sína en líka í sterkum tengslum við sitt andlega líf og lífshamingju. Laxárdal var lýst sem búsældarlegum dal og til­ finningalegt gildi hans fyrir þá sem þar bjuggu var ítrekað. Lögð var áhersla á fegurð dalsins, sem varð í deilunni tákn íslenskrar sveitasælu eins og hún endur­ speglast í rómantískri náttúrusýn um leið og vistfræðileg þekking úr ranni náttúruvísinda fléttaðist saman við svo úr varð eins konar rómantísk vistfræði.“ Hún stillir upp þeirri mynd að jafnvægi ríki í náttúrunni og þá um leið í sambýli manns og náttúru. Fyrir lífið í Laxárdal jafn­ gilti Gljúfurversvirkjun ham­ förum. Við þetta bættist, sögðu andstæðingar Laxárvirkjunar, að þáttur í sögu landsins mundi glatast. Það væru því einnig menningarsöguleg rök fyrir því að standa vörð um byggðina í Laxárdal því saga hennar væri samofin sögu þjóðarinnar … Sér­ staða Laxár sem einnar helstu perlu íslenskra veiðiáa var undir­ strikuð í baráttunni gegn virkjun hennar. Í huga áhugamanna um stangveiði var hún gimsteinn í íslenskri náttúru. Þeir sem ætl­ uðu að eyðileggja ána voru „gim­ steinaþjófar“. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Fólk á öll- um aldri fylgist mjög vel með og er róttækt í hugsun. Hægt að sigra „Það er allt hægt,“ segir Grímur Hákonarson leikstjóri um meginboðskap sögunnar sem miðlað er í heimilda- myndinni Hvellur. mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.