Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 23
Nú er ég loks
frjáls maður
Þá trylltist
ég alveg
Hilmar Þorbjörnsson sagði sögu sína í Kastljósi. – RÚVKjartan Antonsson segir Gísla Hjartarson hafa káfað á sér þegar hann var tólf ára. – DV
Leitin að stöðugleikanum
Spurningin
„Mér finnst það vera þarft, af því, eins
og Stefán Pálsson segir, hefur ekkert
breyst í 30 ár, þannig að það þarf
eitthvað að gera til að breyta þessu.“
Nanna Hlíf Halldórsdóttir
28 ára heimspekikennari og nemi
„Mér finnst það rangt. Ég tel að þeir
sem taki þátt í Gettu betur eigi að
komast þangað á eigin forsendum.“
Haraldur Guðmundsson
37 ára barþjónn og smiður
„Að því gefnu að tveir efstu nemend-
urnir í forprófinu væru af sama kyni
ylli það því að þriðja sætið færi til aðila
af hinu kyninu. Sá aðili væri einungis
borinn saman við sitt kyn og það felur
í sér ójafnrétti af því að hinir tveir voru
einfaldlega bornir saman við alla.“
Jón Reynir Reynisson
20 ára nemi
„Mér finnst bara að þeir sem skora
hæst á forprófunum eigi að komast
inn, sama af hvaða kyni þeir eru.“
Veigar Freyr Daníelsson
28 ára rekstrarstjóri Ölsmiðjunnar
„Ef ekkert annað virkar þá finnst mér
vera þörf á því að leggja kynjakvóta
á liðin.“
Nanna Kristjánsdóttir
19 ára nemi
Á að setja kynja-
kvóta á liðin í
Gettu betur?
1 „Mér fannst það gott, og það er fyrir öllu“ Gunnar Björn
Guðmundsson, leikstjóri skaupsins,
um það að rúm 30 prósent Íslendinga
hafi kunnað að meta skaupið á
gamlárskvöld.
2 „Vildi endilega að bróðir minn yrði hjá sér um nóttina“
Trausti Björgvinsson um kynni sín af
Gísla Hjartarsyni sem þá var kennari í
Bolungarvík.
3 „Gjáin á milli landsbyggðar og höfuðborgar er orðin of
djúp fyrir okkar smekk“
Nýstofnað félag á Vestfjörðum vill gera
landsbyggðina að ákjósanlegri stað
fyrir ungt fólk.
4 „Þetta er með ólíkindum“ Kynferðisbrotadeildin að sligast undan
kynferðisbrotamálum.
5 Norðlenskir piltar héldu úti haturssíðu gegn konum Þórlaug
Ágústsdóttir fann aðstandendur
umdeildrar Facebook-síðu.
Mest lesið á DV.is
E
itt mesta þrætuepli íslensku
þjóðarinnar undanfarin ár og
áratugi er samband hennar við
erlendar þjóðir. Fjárhagslegir
hagsmunir, stundum sérhagsmunir,
yfirgnæfa venjulega þá umræðu og
gnýrinn er oft mikill. Umsókn okkar
um aðild að Evrópusambandinu,
sem í fyllingu tímans verður borin
undir þjóðina í formi samnings, hef-
ur í þessum klassíska anda orðið eitt
stærsta bitbein stjórnmála nútímans.
Stóryrði eru ekki spöruð og flokkar
klofna. Grundvöllur þessarar umræðu
er alls ekki nýr eins og Gunnar Þór
Bjarnason sagnfræðingur rekur svo
ágætlega í bókinni Upp með fánann
sem kom út fyrir síðustu jól. Þar fjallar
höfundur um gríðarlega flokkadrætti
og átök um uppkastið svonefnda árið
1908 sem fjallaði um samband okkar
við Dani á tímum sjálfstæðisbaráttu.
Viðskipti og frelsi
En svo segir líka frá því í nýlegri grein í
Vísbendingu eftir Ásgeir Jónsson hag-
fræðing að Jón forseti Sigurðsson hafi
talið viðskipti og frelsi til milliríkja-
viðskipta vera forsendu sjálfstæðis
og fullveldis. Þar skipti gjaldmiðillinn
ekki máli heldur stöðugleikinn. Kann-
ast einhver við rökin?
Ásgeir rekur í greininni hálfgerða
sorgarsögu krónunnar og segir: „Stór-
an hluta af þessum óstöðugleika má
rekja til íslensku krónunnar sem varð
að sjálfstæðum gjaldmiðli við stofn-
un fullveldis árið 1918 og það á sama
tíma og alþjóðlegt myntstarf um gull-
fót steytti á skerjum. Þannig hófst saga
gjaldeyrisvandræða og verðbólgu sem
staðið hefur óslitið fram á okkar daga.
Þessi óstöðugleiki sést vel á þeirri
staðreynd að við fullveldi var íslenska
krónan jafngild þeirri dönsku en nú
þarf 2000 íslenskar krónur (ef mynt-
breytingin 1980 er tekin með í reikn-
inginn) til þess að kaupa eina danska.“
Samfylkingin hefur af festu og
einurð stutt aðild að Evrópusam-
bandinu og vill leysa þjóðina úr álög-
um haftakrónu með upptöku evru sem
staðist hefur mikla prófraun að undan-
förnu. Aðild er í senn efnahagsstefna
Samfylkingarinnar en einnig stefna
um pólitískt samstarf við vina- og við-
skiptalönd á mörgum öðrum sviðum
svo sem um öryggismál, menningar-
og menntamál og raunhæfa leið til
lækkunar vaxta og almenns verðlags.
Staða viðræðnanna og aðildarum-
sóknarinnar gerir að verkum að hún
verður að kosningamáli. Ég er ekki til-
búinn til þess að falla frá þessum víð-
sýnu og almennu markmiðum flokks
míns eftir þingkosningar í vor.
Alþjóðlegri reglur
Fullveldi og sjálfstæði þjóða hvílir á
tiltekinni þversögn. Hún felst í því –
sem Jón Sigurðsson forseti sá greini-
lega fyrir – að með milliríkjaviðskipt-
um og margvíslegum samskiptum við
aðrar þjóðir má tryggja efnahagslegt
sjálfstæði.
Íslenska þjóðin lýtur lögum sem
hún setur sjálfri sér. Þau taka til allra
sviða þjóðlífsins. Margt í réttarfarinu
er sótt til annarra þjóða og oft eru
helstu varnir borgaranna fólgnar í að-
ild okkar að alþjóðlegum sáttmálum.
Ekkert er nema gott um það að segja.
Íslenska þjóðin hefur þannig
framselt fullveldi að hluta í ýmsum
milliríkjasamningum. EES-samn-
ingurinn er umfangsmestur þeirra, en
einnig aðrir samningar og sáttmál-
ar sem tengja þjóðina við fjölþjóðlegt
regluverk. Þjóðin gengst undir þetta
af frjálsum vilja og með hagsmuni
sína að leiðarljósi. Þar fyrir utan hef-
ur íslenska þjóðríkið fullgilt fjöldann
allan af alþjóðlegum sáttmálum og
samningum, svo sem eins og mann-
réttindasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna.
Nútímamaðurinn er með öðrum
orðum seldur undir flókið regluverk
sem er að minnsta kosti þríþætt:
Reglur þjóðríkisins, reglur milliríkja-
samninga og loks reglur alþjóðlegra
sáttmála. Þetta er æði samsettur
heimur en hefur veitt okkur aukið
frelsi, t.d. ferða- og atvinnufrelsi yfir
landamæri.
Ljúkum samningaferlinu
Andstæðingar hafa lagst gegn aðild
að ESB á þeirri forsendu að erlend-
ar þjóðir seilist eftir auðlindum okk-
ar. Ég hef fulla trú á að Evrópusam-
bandið taki tillit til sérþarfa okkar og
sérstöðu. Og það er engin ástæða til
að ætla að með aðild veslist íslenskur
landbúnaður upp. Mjólkurbúum
fækkar – og þau stækka – alls staðar
óháð aðild að ESB.
Ég veit að aðild að ESB er engin
töfralausn. En aðild og upptaka evru
getur leyst okkur úr margvíslegum
fjötrum, til dæmis fjötrum krónu-
haftanna, um leið og við verðum að
lúta ákveðnum reglum svo sem um
fjölþjóðlegt eftirlit með fjármálastofn-
unum. Samningaferlinu eigum við
að ljúka og það verður þjóðarinnar
að úrskurða í þjóðaratkvæðagreiðslu
hvernig framhald málsins verður.
Járnabindingar Vinna við að rífa niður húsgrunn sem staðið hafði óhreyfður frá hruni hefur verið í fullum gangi undanfarið. Gert var ráð fyrir sjö hæða íbúðabyggingu við Mýrar-
götu í Reykjavík en verktakinn hætti við. Íbúðirnar sem áttu að vera í húsinu þykja ekki fýsilegur kostur á markaði í dag og því á að byggja smærri íbúðir, alls sex hæðir. Mynd: SigtryggurMyndin
Umræða 23Helgarblað 25.–27. janúar 2013
Breiddin er
að aukast
Einar Jónson handknattleiksþjálfari segir framtíðina í íslenskum handbolta bjarta. – DV
Kjallari
Guðbjartur
Hannesson
„Ég hef fulla trú á að
Evrópusambandið
taki tillit til sérþarfa okkar
og sérstöðu.