Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 34
34 25.–27. janúar 2013 Helgarblað konur féllu fyrir hendi sovéska fjöldamorðingjanum Gennady Mikhasevich á árunum 1971 til 1985. Hann sagði að morðæði hafi gripið hann þegar eiginkona hans yfirgaf hann fyrir annan mann meðan hann gegndi herþjónustu. Hann nauðgaði flestum fórnarlömbum sínum áður en hann kyrkti þau en morðin voru öll framin nálægt borginni Vitebsk sem nú er í Hvíta-Rússlandi. 36 n Carine var vel liðin af nágrönnum sínum n Hafði sinn djöful að draga„Það var ekki ég,“ sagði Carine góð- glöð þegar hún sá blóð- ið laga úr sárinu, „það var dóttir mín sem gerði það. Þ egar Carine Micha flutti í úthverfi Liege, Angleur, í Belgíu féll hún strax í náð­ ina hjá íbúum hverfisins. Hún var með sítt, svart hár, blik í augum og þegar hún tók lagið í karókí virtist hún mun yngri en þrjá­ tíu ára, sem var raunin eða þar um bil. En framkoma Carine og útgeislun áttu lítið skylt við fortíð hennar og harminn sem hún geymdi. Foreldrar Carine voru áfengissjúklingar og höfðu farið illa með hana. Henni hafði verið nauðgað 14 ára að aldri og skömmu síðar hafði hún hlaupist að heiman með fyrstu ástinni sinni. Sú ást hafði verið skammlíf. Alls þessa voru engin merki þegar hún kom til Angleur. Hún flögraði eins og fiðrildi um hverfið, daðraði á gamansaman máta og var hvers manns hugljúfi. En innan árs heyrði það sögunni til, því hugur hennar hneigðist ekki eingöngu til karókís heldur einnig bjórs, sem hún hafði mikið dálæti á. Hún innbyrti hann í miklum mæli og átti þá til að verða óútreiknanleg og erfið. Hún gat ekki lengur séð um syni sína tvo, sem hún hafði eignast á unglingsaldri, en bjó ein með sjö ára dóttur sinni og hafði framfærslu frá hinu opinbera. Lóðrétt niður á við Tilvera Carine var komin í öng­ stræti og dag einn í kjölfar sumark­ arnivals í hverfinu endaði hún uppi í rúmi eins nágranna síns, kvænts manns. Daginn eftir réðst eiginkona umrædds karlmanns, bálreið á Car­ ine á götu úti og urðu úr því heil­ mikil slagsmál. Carine tókst að hafa eiginkonuna undir og gaf henni heiftarlegt spark í höfuðið og blóðið rann í stríðum straumum. Carine hafði sigur, en nágrannar hennar snéru við henni baki í kjöl­ farið og höfðu varann á í samskipt­ um sínum við hana. Tíðindi af hegðun hennar í garð kærasta síns voru ekki til að bæta ástandið. Kvöld eitt hafði Carine laumast ölvuð inn á herbergi kærastans, Lillo, sem var á sama stigagangi og íbúð hennar í fjölbýlis­ húsi við Vaudrée­götu, og stungið hann með hníf í öxlina þar sem hann svaf svefni hinna réttlátu. „Það var ekki ég,“ sagði Carine góðglöð þegar hún sá blóðið laga úr sárinu, „það var dóttir mín sem gerði það.“ Sem betur fer var áverkinn ekki alvarlegur og Lillo ákvað að gera ekkert í málinu. En læknir Carine taldi henni fyrir bestu að dvelja um nokkurra vikna skeið á geðdeild og dóttur hennar var komið í gæslu. Hitti mannsefni og ástmann Engu tauti var við Carine komið á geðsjúkrahúsinu og för hennar í ræs­ ið hélt áfram að dvölinni þar lokinni. Hún innbyrti áfengi með öllum pill­ um sem nöfnum tjáir að nefna við öllum mögulegum og ómögulegum sjúkdómum. Í slíku ástandi tilkynnti hún nágrönnum sínum að hún hygð­ ist ganga í hjónaband. Mannsefnið hafði hún hitt á geðsjúkrahúsinu. Ekki löngu síðar gengu þau í hjónaband en erfitt er um að segja hvað átti sér stað í íbúð Carine á brúðkaupsnóttina. Hvað sem því líð­ ur þá var ekki liðin vika þegar Car­ ine nánast dró eiginmanninn niður í anddyri og henti honum út. Skömmu síðar fann Carine sér elskhuga, Richard Dulapa, sem, líkt og hún, glímdi við áfengissýki. Sá draumur lifði stutt því Richard keyrði yfir Carine á mótorhjóli sínu, barði hana sundur og saman og braust síð­ an inn í íbúð hennar. Lætin í honum voru slík að nágranni einn fékk nóg og lét hann finna fyrir eigin meðul­ um og Richard endaði á spítala með brotinn handlegg, brákaðan fótlegg og málmplötu í hausnum. Þetta gerðist í desember árið 2007. Næstu mánuði ríkti nokkurs konar friður í Vaudrée­götu. Í ljósum logum Friðurinn ríkti um skeið en á allraheilagramessu árið 2008 stóðu eldtungurnar út um glugga íbúðar Carine. Slökkviliðsmönnum varð fljótlega ljóst að eldar höfðu verið kveiktir á fleiri en einum stað og allt benti til íkveikju. Þegar þeim tókst loks að ráða niðurlögum eldsins blasti við þeim ömurleg sýn – koluð lík Carine og Richard, hlið við hlið í stofunni. En hvorugt þeirra hafði orðið eldinum að bráð, að sögn meina­ fræðings. Þau höfðu verið stungin á hol, ítrekað, skorin á háls og að lokum hafði verið hellt yfir þau bens­ íni og borinn eldur að. Hver gat hafa gert þetta við skötuhjúin? Svarið við þeirri spurningu kom nágrönnunum í opna skjöldu því lögreglan handtók syni Carine, Grégory og Philippe, og ákærði þá fyrir morðið. Samkvæmt þeirri frásögn sem sögð var á lögreglustöðinni hafði Carine, þá 39 ára, sakað tvítugan son sinn, Grégory, um að sinna lítilli dóttur hans ekki sem skyldi. Philippe brást hinn versti við er hann heyrði tíðindin og hafði á orði að hún gæti trútt um talað; hún væri varla í aðstöðu til að saka annað fólk um vanrækslu. Til að undirstrika orð sín kýldi hann móður sína í andlitið og rauk síðan á dyr. Engir englar Philippe og Grégory spjölluðu saman í kjölfarið. Þeir voru engir englar og þá þegar hafði Philippe hlotið dóm og Grégory hafði brugðið hnífi gegn tóbakssala sem ekki vildi selja honum sígarettur. Næstu nótt fengu bræðurnir vin sinn, Christophe nokkurn Renard, til liðs við sig. „Við verðum að losa okk­ ur við mömmu,“ sögðu þeir. Þremenningarnir settust allir á bifhjól vinar síns og héldu sem leið lá í Vaudrée­götu þar sem Philippe fór upp í íbúð móður sinnar. Grégory beið ásamt vini þeirra niðri í anddyri. Sagan segir að Philippe hafi sagt við bróður sinn. „Ég varð að drepa Richard líka. Og hvað gerum við nú?“ Bræðurnir urðu sér úti um bensín, fóru aftur í íbúð móður sinnar og Phil­ ippe fór upp og bar eld að líkunum. Lögreglu þótti nokkuð augljóst að morðin hefðu ekki verið skipulögð að ráði og höfðu nokkrir íbúar hússins séð Philippe á leið upp með bensín­ brúsann. Reyndar stóð hann á snakki fyrir utan húsið þegar slökkviliðið bar að. Bræðurnir voru báðir ákærðir fyrir morðið á móður sinni. n Myrtu Móður sína Bræðurnir Synir Carine voru engir englar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.