Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 38
38 Menning 25.–27. janúar 2013 Helgarblað Borgin býður til tónleika n Í tilefni fæðingardags Mozarts Þ etta eru árlegir tónleikar sem Laufey Sigurðardóttir hefur staðið fyrir á afmælis degi Mozarts og við erum ótrúlega þakklátar að fá að vera með í ár,“ segir Margrét Pálmadóttir kórstjóri. Stúlknakór Reykjavíkur mun syngja á tónleikum sem Reykjavíkurborg býður til á Kjarvalsstöðum, á sunnu- daginn klukkan 17.00, í tilefni af fæðingardegi tónskáldsins W. A. Mozarts. Margét segir að kórinn verði umvafinn gömlum „salon“-mynd- um frá Kjarval sjálfum og það verði kammerstemning á tónleikunum. „Kórinn, sem samanstendur af 25 stúlkum á aldrinum 15 til 23 ára, mun syngja sex mjög ólík sönglög eftir Mozart og það ríkir mikil til- hlökkun og gleði. Það er líka svo gaman fyrir stelpurnar að kynnast Mozart.“ Margrét segir að tónskáldið tali svo til unga fólksins og það sýni hvað Mozart sé í raun síungur. „Það verður skemmtileg stemning og kannski aðallega gaman þar sem fólki er boðið að mæta. Þetta verða svona hústónleikar,“ segir Margrét. Antoniu Hevesi píanóleikari leik- ur undir með söng stúlknanna en auk þess verða fluttar tvær sónötur fyrir píanó og fiðlu í flutningi Aladár Rácz og Laufeyjar Sigurðardóttur. Einar Jóhannesson spjallar einnig um tónskáldið og tónlistina sem flutt verður. n Fjöll og fáein atviksorð Myndlistarsýning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur hefst í Sal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggva- götu 17, um helgina. Á sýningunni eru verk unnin í ýmsa miðla; málverk, teikningar, textíl og ljósmyndir sem eiga ræt- ur sínar í áralangri útivist og fjall- göngum Rósu Sigrúnar. „Fjöll eru eins og atviksorð, óbeygjanleg og óútreiknanleg en þó staðföst. Þau eru ástand eins og fjallgangan,“ segir í tilkynningu. Rósa Sigrún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2001 og hefur sýnt verk sín víða, bæði innan lands og utan. Áhugasamir geta lesið sér til um listakonuna á heimasíðunni lysandi.is og skoðað verk hennar. Opnun sýningarinnar verður laugardaginn 25. janúar kl 16 og stendur hún til sunnudagsins 3. febrúar og er opið frá fimmtudegi til sunnudags milli 14 og 18. Afmælistónleikar Mozarts „Hann gaf heiminum miklu meira en hann tók Þ að hefur verið draumur hjá mér í mörg ár að setja upp svona tónleika og nú þegar fæðingardagur Mozarts lendir á sunnudegi ákvað ég að slá til,“ segir Gréta Hergils Valdi- marsdóttir, sópran sem heldur af- mælistónleika Amadeusar Mozarts þann 27. Janúar. Þá verða liðin 257 ár frá fæðingu tónskáldsins. Þarf að klípa sig í kinnarnar Gréta segir að þótt ekki sé um stór- afmæli Mozarts að ræða þá eigi tón- verkið sem verður flutt 240 ára af- mæli. Verkið er módettan Exsultate jubilate sem Mozart samdi aðeins 17 ára gamall undir áhrifum frá ítölsk- um óperum þess tíma. „Það er gam- an að segja frá því að alltaf þegar ég syng módettuna þá þarf ég eiginlega að klípa mig í kinnarnar þegar ég er búin. Það er til þess að ná brosinu af mér en kinnarnar á mér verða stífar af gleði,“ segir hún. Það má því búast við léttum og skemmtilegum tónleikum og Gréta segir að henni finnist mikilvægt að minnast hans með gleði. „Ég hef les- ið mikið um hann og komist að því að hann var góður maður, hann var ljúf- menni og hann var glaður. Hann varð einungis 35 ára gamall en hann gaf heiminum svo mikið, miklu meira en hann tók.“ Draumur að halda tónleika árlega Hún minnist þess einnig að hafa lesið ummæli sem besti vinur hans hafði um Mozart eftir að hann féll frá. Vinurinn á að hafa komist þannig að orði að heimurinn mundi ekki eign- ast annan eins snilling næstu 100 árin. „Nú 250 árum seinna hefur enn ekki fæðst annar eins snillingur, alla vega fyrir mína parta,“ segir Gréta. Aðspurð hvort hún muni halda slíka tónleika árlega héðan í frá segir Gréta að það væri draumur. „Ég held að hann eigi það inni hjá heiminum að fæðingar hans verði minnst.“ Aðdáandi frá barnsaldri Gréta er mikill aðdáandi Mozarts og hefur verið það frá því hún var barn. „Ég kynntist honum mjög ung, þegar ég var um þriggja eða fjögurra ára, þegar ég heyrði Töfraflautuna fyrst. Ég kunni alla textana og hlutverkin utan að, þó ég kunni ekki þýsku,“ segir hún. Þegar hún var 9 ára sá hún myndina Amadeus og varð hugfangin. „Ég vildi eiginlega bara vera hann eftir að ég sá myndina og hann hefur alltaf staðið mér nærri.“ Gréta eignaðist svo frum- burð sinn á þessum degi og fannst það afar táknrænt og tengja hana enn betur tónskáldinu. Hún bendir á að fólk geri sér jafnvel ekki grein fyrir því að tónlist Mozarts er allt í kring um okkur. „Við syngjum Tumi fer á fætur og Í dag er glatt í döprum hjörtum sem eru lög eftir Mozart. Tónlist hans er notuð í auglýsingum og teiknimyndum svo hann er út um allt í kring um okkur.“ Höfðar til allra Gréta er bjartsýn á að það verði góð mæting og vonast til að sjá sem flesta. „Mér finnst vera áhugi fyrir þessu en það eru margir sem halda upp á Mozart. Þetta verður á léttu nótunum og ætti að höfða til allra.“ Tónleikarnir fara fram í Grafar- vogskirkju og hefjast klukkan 20. Á efnisskránni er sem fyrr segir módett- an Exsultate jubilate, fiðlueinleik- urinn Rondo í D-dúr K250, og dúettar og aríur úr óperunum Don Giovanni og Brúðkaupi Fígarós. Ásamt Grétu syngur Ágúst Ólafsson baritónn en hljóðfæraleikarar verða Matthías Stefánsson fiðluleikari, Eydís Franz- dóttir óbóleikari og Antonía Hevesi, píanóleikari. n gunnhildur@dv.is n Tónlist Mozarts er allt í kringum okkur n 257 ár frá fæðingu tónskáldsins Gleði í Grafarvogskirkju Matthías Stefánsson, Gréta Hergils Valdimarsdóttir og Ágúst Ólafsson. Karma fyrir fugla Nýtt íslenskt verk, Karma fyrir fugla, verður frumsýnt í Kassan- um í Þjóðleikhúsinu þann 1. mars. Verkið er eftir þær Kristínu Eiríks- dóttur og Kari Ósk Grétudóttur sem báðar eru myndlistamennt- aðar og er þetta frumraun þeirra beggja á sviði leikritunar. Kristín hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir ljóð sín, smásagnasafnið Doris deyr og skáldsöguna Hvítfeld sem hún sendi frá sér fyrir síðustu jól. „Karma fyrir fugla er í senn ljóðrænt og sálfræðilegt verk um afleiðingar ofbeldis, heljartök for- tíðarinnar á sálinni, ranglæti og fegurð,“ segir í fréttatilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri verksins er Kristín Jó- hannesdóttir sem hefur leikstýrt rómuðum uppfærslum á nýjum íslenskum verkum, Utan gátta og Svörtum hundi prestsins. Leikarar í sýningunni eru Kristbjörg Kjeld, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hilmir Jensson, Þórunn Arna Kristjáns- dóttir og Þorsteinn Bachmann. Stúlknakór Reykjavíkur Syngur sex lög eftir Mozart á Kjarvalsstöðum. Dustaðu rykið af hljóðfærunum Músíktilraunir 2013 fara fram í Hörpu í ár og verða undankvöldin frá 17. til 20. mars. Úrslitakvöldið er síðan 23. mars. Heimasíða Músíktilrauna 2013 hefur nú verið opnuð en opnað verður fyrir skráningar í keppnina þann 18. febrúar. Miðasala verður á harpa.is. Hitt húsið mun bjóða upp á að- stöðu fyrir tónlistarfólk til að koma og æfa lögin sín í góðu hljóð- kerfi og verður starfsfólk hússins á staðnum til skrafs og ráðagerða um allt er varðar tilraunirnar og undirbúning fyrir þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.