Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 25.–27. janúar 2013 Helgarblað S kipulagsráð Reykjavíkur­ borgar hafnaði umsókn frá matreiðslumanninum Völ­ undi Snæ Völundarsyni um leyfi til að stækka kjallara Bókhlöðustígs 2 til að hanna þar eld­ hús og veitingasal fyrir fjörutíu gesti. Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir sátu hjá við af­ greiðslu málsins og létu bóka um sjálfbærni borgarinnar. Þau vildu fagna lífi á götum og göngustígum í hverfum borgarinnar, svo framar­ lega sem næturró væri ekki raskað. „Ástæða þess að við sitjum hjá, en greiðum ekki atkvæði gegn synjun­ inni, er sú að betri gögn vantar um rask á framkvæmdatíma,“ segir í bók­ un þeirra. Ekki til deiliskipulag af svæðinu Fulltrúar Besta flokksins, Páll Hjalta­ son, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, og fulltrúar Sam­ fylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, samþykktu svohljóðandi bókun: „Fulltrúar Sambest og Vinstri grænna benda á að ekki er til deili­ skipu lag af svæðinu sem um ræðir og við grenndarkynningu á til­ lögunni kom fram mikil andstaða íbúa í nærliggjandi húsum. Veitinga­ húsarekstur á þessu svæði sam­ rýmist heldur ekki þróunaráætlun miðborgar. Hins vegar eru fulltrúar Sambest og Vinstri grænna almennt ekki fráhverfir hugmyndum um veitingastaði í flokki 2 í íbúðarhverf­ um en telja ekki stætt að samþykkja slíkan rekstur ef deiliskipulag liggur ekki fyrir.“ Vék af fundi Hjálmar Sveinsson vék af fundi vegna málsins en tengdafaðir hans er íbúi við götuna. Fjölmiðlakon­ an Marta María Jónasdóttir vekur athygli á þessum tengslum á Face­ book­síðu sinni og sakar Hjálmar um spillingu. Karl Sigurðsson kem­ ur honum til varnar og gagnrýnir að „hér skuli kjörinn fulltrúi vændur um óheiðarleg vinnubrögð – algerlega án þess að nokkur fótur sé fyrir því.“ Karl minnir á að Hjálmar hafi vikið af fundinum þegar málið var tekið fyr­ ir. „Hjálmar er stálheiðarlegur mað­ ur og þó við séum ekki í sama flokki sárnar mér að heyra svona dylgj­ ur um hann. Við þetta er að bæta, svona til að öllu sé til haga haldið, að Hjálmar situr hvorki í borgarráði né borgarstjórn nema í afleysingum.“ „Nákvæmlega ekkert ónæði“ Meðal annarra sem bregðast við ásökunum Mörtu Maríu er íbúi við Bókhlöðustíg, Lárus Páll Ólafsson. Hann er mótfallinn því að Völundur fái að opna veitingastað í götunni og segir: „Til að byrja með ættuð þið að gera ykkur í hugarlund hvernig ykkur raunverulega líkaði að fá veitingahús við hliðina á heimili ykkar – sama hvar þið búið. Því fylgir ýmislegt nei­ kvætt svo sem lyktarmengun, rusl­ mengun, hávaði, umferðarmengun, ásamt því að fasteignaverð húsnæðis ykkar mun lækka. Telja má margt annað til.“ Egill Helgason, sem býr í grenndinni, er ósammála Lárusi Páli og bloggar um málið. „Ég bý hinum megin við túnið. Hér í grennd við mig eru veitingastaðir, einn þeirra er beinlínis í næsta húsi. Þetta eru ekki næturklúbbar, heldur matsölustaðir sem loka í síðasta lagi um miðnætti. Og ég get fullvissað fólk um að það er nákvæmlega ekkert ónæði að þeim – ég hef aldrei orðið var við neitt slíkt,“ skrifar hann. Samkvæmt heimildum DV hyggj­ ast Völundur Snær og eiginkona hans, Þóra Sigurðardóttir, útvega frekari gögn og sækjast áfram eft­ ir leyfi til stækkunar. Völundur vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var til hans. n Nágrannar stöðva sjónvarpskokkinn n Völundur Snær vill opna veitingastað í kjallaranum heima hjá sér„Við grenndarkynn- ingu á tillögunni kom fram mikil andstaða íbúa í nærliggjandi húsum. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Hjálmar Sveinsson vék af fundi Tengdafaðir Hjálmars er einn þeirra sem býr í grennd við Völund Snæ og því vék hann af fundi þegar greidd voru atkvæði um veitingareksturinn. Tveir sátu hjá Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir töldu að betri gögn vantaði um rask á fram- kvæmdatíma.myNd Eyþór árNaSoN Harmi slegnir ástvinir 3 Nánir ástvin­ir Snæfríðar Baldvinsdóttur, lektors við Háskól­ ann á Bifröst, eru harmi slegnir yfir óvæntu fráfalli hennar. Snæfríður varð bráðkvödd á heimili sínu að Víðimel 27 í Reykja­ vík laugardaginn 19. janúar. Hún var 44 ára að aldri. Í DV á mánudag kom fram að aðstandendur hafi komið saman á heimili foreldra Snæfríðar, Bryndísar Schram og Jóns Baldvins Hannibalssonar, á sunnudag þar sem þau sýndu hvert öðru styrk í áfallinu. Snæfríður fæddist í Reykjavík 18. maí 1968, en ólst upp á Ísafirði til tólf ára aldurs. Hún lætur eftir sig sambýlis­ mann og dóttur. Stefnum rignir yfir Sundara 2 Skiptastjóri þrotabús IceCapital ehf., áður Sunds, hefur höfðað fimmtán riftunar­ mál gegn fyrrver­ andi eigendum félagsins, stjórn­ endum þess og eignarhaldsfélögum þeim tengdum. DV greindi frá þessu á mánudag. Kraf­ ist er riftunar á viðskiptagjörningum sem áttu sér stað innan félagsins og við eigendur og stjórnendur IceCapi­ tal frá haustinu 2008 og til ársins 2012 þegar félagið var tekið til gjaldþrota­ skipta. Svo virðist, út frá stefnunum, sem eigendur IceCapital hafi tekið eignir og fjármuni út úr félaginu sem nema nærri 1.600 milljónum króna. Þögnin rofin 1 Eiríkur Guð­berg Guð­ mundsson og Hilmar Þorbjörns­ son stigu fram í vikunni og sögðu frá kynferðisof­ beldi sem þeir urðu fyrir af hálfu Gísla Hjartarsonar kennara á Ísafirði. Mál þeirra hefur gjarnan verið kallað Ísafjarðarmálið en það var árið 2006 sem greint var frá mál­ inu í DV. Kvöldið áður en umfjöll­ un DV birtist svipti Gísli sig lífi. DV fjallaði um málið á miðviku­ dag og þar var meðal annars haft eftir Eiríki að honum hafi gengið vel í lífinu áður en brotin byrjuðu. Þegar hann hafi orðið fyrir ofbeldi hafi hann farið að drekka mikið og neyta eiturlyfja. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Hafnaði gæslu- varðhaldi yfir barnaníðingi Hæstiréttur hafnaði gæsluvarð­ haldskröfu lögreglunnar á höfuð­ borgarsvæðinu yfir manni sem játaði að hafa fengið tvær sjö ára stúlkur til þess að fara upp í bif­ reið sína. Hann ók með þær á af­ vikinn stað, setti höndina á vanga annarrar og kyssti hina tvisvar á kinnina. Hann klappaði þeim á magann og strauk læri þeirra. Önnur þeirra sagðist hafa orðið óttaslegin og farið að gráta. Þá ók maðurinn stúlkunum aftur þar sem hann hitti þær og sleppti þeim. Háttsemi mannsins var alvaraleg sem var þó ekki nóg til þess að maðurinn sætti gæslu­ varðhaldi. Myndaði tvær 14 ára stúlkur Maður var dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fang­ elsi fyrir að taka ljósmyndir af tveimur fjórtán ára stúlkum er þær voru naktar í sólbekk á sól­ baðsstofu. Maðurinn tók alls 96 myndir af stúlkunum og á sum­ um þeirra sást greinilega í kyn­ færi stúlknanna, en þær vissu ekki af athæfi mannsins. Þetta átti sér stað árið 2008 en upp komst um málið árið 2010 þegar lög­ reglan haldlagði tölvu mannsins þar sem hann geymdi myndirn­ ar. Maðurinn hafði í héraði verið dæmdur í fimm mánaða skilorðs­ bundið fangelsi. Hæstiréttur vildi ekki skilorðsbinda dóminn vegna þess að maðurinn rauf skilorð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.