Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 12
V ið vorum beðin um að senda inn umsagnir og lögðum gífurlega vinnu í þetta. Sendum 24 blaðsíður af athugasemdum við nátt- úruverndarlögin, en við komumst að því á fundi í umhverfisráðuneytinu að þær hefðu aldrei verið lesnar. Fulltrú- um í ráðuneytinu kom spánskt fyrir sjónir athugasemdir sem við vorum að gera um greinar sem voru fárán- legar,“ segir Sveinbjörn Halldórsson, formaður Samtaka útivistar félaga. Meðlimir í aðildarfélögum samtak- ana eru mjög ósáttir við margt í nýju frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, um náttúruvernd. Þeim finnst vegið að frelsi bæði akandi og gangandi veg- farenda um náttúru Íslands. Að sögn Sveinbjarnar er tilfinning þeirra sú að með lögunum sé verið að gera landið söluvænna fyrir erlenda ferðamenn, á kostnað útivistarfólks. „Að við séum ekki að þvælast fyrir, hinn almenni íslenski ferðamaður.“ Óskað eftir umsögnum 100 aðila Svandís mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi þann 15. janúar síðastliðinn en í máli hennar kom fram að ráðu- neytið hefði óskað eftir skriflegum umsögnum frá yfir 100 aðilum um drögin að frumvarpinu. 50 umsagn- ir bárust ráðuneytinu frá stofnun- um, samtökum og félagasamtökum. Svandís sagði jafnframt að vandlega hefði verið farið yfir umsagnirnar og að margvíslegar breytingar hefðu verið gerðar á frumvarpinu með hliðsjón af þeim ábendingum sem komu fram. „Þetta er það sem við köllum sýndarsamráð,“ segir Sveinbjörn sem vill meina að lítið hafi verið farið eftir ábendingum við vinnslu frumvarps- ins. Sveinbjörn segir sýndarsamráðið hafa hafist með svokallaðri Hvít- bók um löggjöf til verndar náttúru Íslands. Vinna við hana hófst í nóv- ember árið 2009 þegar ráðherra skip- aði nefnd um endurskoðun núgild- andi laga um náttúruvernd. Nefndin skilaði af sér Hvítbókinni í ágúst árið 2011. „Það var ekkert talað við okkur“ Lagði nefndin áherslu á að gera grein fyrir nýjum aðferðum og viðhorfum sem rutt hafa sér til rúms í náttúru- vernd víða um heim og rekja má til ýmissa alþjóðasamninga sem Ís- lendingar hafa gerst aðilar að. Þá taldi nefndin mikilvægt að ný nátt- úruverndarlög veittu skýrar heim- ildir til að beita þvingunarúrræðum væri ákvæðum laganna ekki fylgt. Ráðherra sagði í fyrstu umræðu um frumvarpið að Hvítbókinni hafi verið ætlað að stuðla að þátttöku al- mennings og umræðu um náttúru- verndarlöggjöf. „Þetta byrjaði allt með Hvítbók- inni,“ segir Sveinbjörn. „Við sendum inn fullt af athugasemdum vegna Hvítbókar sem ekki var tekið tillit til. Við reiknuðum með að við hefð- um eitthvað í höndunum þegar nátt- úruverndarlögin kæmu, að það yrði tekið eitthvert tillit til okkar en það var ekki talað við okkur. Það hefur í raun og veru engin vinna farið fram í þessu gífurlega samráði sem er sagt að hafi verið um Hvítbókina og ann- að.“ Tvö tjöld með í gönguna Sveinbjörn bendir á nokkur dæmi sem hann segir sýna „fáránleika laganna“. „Það sem maður hlær oft að, það er tjöldunarákvæðið. Þar er talað um að í náttúrunni megi tjalda með tveimur tegundum af tjöldum, göngu- og viðlegutjöldum. Sem þýð- ir í raun og veru að þeir sem eiga jöklatjöld eða önnur létt tjöld, þeir mega ekki nota þau.“ Þetta er þó ekki alveg svona ein- falt því ekki má tjalda þessum tveim- ur tegundum af tjöldum á sömu stöðunum. Utan alfaraleiðar má til að mynda eingöngu tjalda svoköll- uðum göngutjöldum. Viðlegu- tjöldunum má hins vegar tjalda við alfaraleið, bæði í byggð og óbyggð- um. „Þú verður að taka bæði tjöldin með þér ef þú ferð gangandi,“ bendir Sveinbjörn á. Vegið að veiðimönnum Annað ákvæði sem honum þykir fárán legt, er ákvæði um umferð gang- andi vegfarenda. Hann segir að verði lögin samþykkt óbreytt geti landeigandi í raun lokað óræktuðu landi sínu fyrir almenningi á þeim forsendum að hann hyggist rækta það upp, án þess að þurfa að færa fyrir því rök. „Eins er verið heimila landeigend- um ýmislegt sem var ekki í gömlu lög- unum. Þetta er það sem við erum svo hrædd við. Erlendir aðilar hafa verið að kaupa jarðir hér á Íslandi, jafnvel heilu dalina, og loka þeim.“ Sveinbjörn segir einnig mikið veg- ið að veiðimönnum í þeirri grein sem fjallar um akstur utan vega. Hann bendir á að frumvarpið verði að lögum megi jafnvel ekki keyra veiðislóðana sem menn hafi verið að keyra árum saman eða jafnvel áratugum saman. Í frumvarpinu segir að ráðherra skuli í reglugerð kveða á um gerð kortagrunns þar sem merktir skulu þeir vegir og vegslóðar sem heimilt er að aka vélknúnum ökutækjum um. Kortagrunnur erfiður í notkun Sveinbjörn vill meina að korta- grunnurinn og hvernig koma eigi honum í notkun sé eitt gott dæmi um „fáránleikann“. „Segjum sem svo að þú sért að keyra úti á vegum og sjáir vegslóða, þá þarftu að stoppa uppi á vegi og fara í kortagrunninn og kanna hvort þessi vegslóði eða stubbur sé inni á kortinu. Upp á það hvort þú megir beygja út af vegin- um til að til dæmis stoppa bílinn eða slappa af. Eins með akstur í snjó og á snævi þakinni jörðu, það er búið að þrengja það verulega. Í greinargerðinni kem- ur fram að það sé háð því skilyrði að jörð sé frosin undir, sama hve snjó- lagið er þykkt ofan á. Þetta er ekki alveg eins og við viljum að það sé. Það getur verið þykkt snjólag yfir ófrosinni jörð og það er algjör óþarfi að banna akstur við svoleiðis að- stæður þegar bílarnir eru gerðir til að fljóta ofan á snjónum,“ útskýrir Sveinbjörn. Hann bendir jafnframt á að erfitt sé að ganga úr skugga um það hvort jörðin sé frosin undir snjó- num. Slíkt krefjist stöðugra mælinga sem erfitt er að framkvæma. Mörg ákvæði óljós Þá finnst honum ráðherra einnig með lögunum fá of mikið vald til breytinga. Ráðherra getur til að mynda tekið ákvörðun um að tak- marka akstur á jöklum eða frosinni og snævi þakinni jörð ef hætta er á að það valdi „óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð“. „Þetta er rosalegt vald sem ráð- herra fær. Ef hennar persónulegi vin- ur ætlar að ganga yfir Langjökul, þá getur hún bara lokað Langjökli af því hann ætlar að fá að vera þar einn.“ Sveinbjörn segist hafa heyrt menn tuða útundan sér að auðvitað muni áfram mega gera hitt og þetta sem kveðið er á um ekki megi í lögunum. Sjálfur spyr hann á móti af hverju sé þá verið að setja lög sem ekki eigi að fara eftir. Hann segir mörg ákvæði í frumvarpinu mjög óljós og loðin sem einmitt verði til þess að erfitt verði að átta sig á hvað í raun megi og hvað ekki. Skynsamleg náttúruvernd Hann segir þó frumvarpið ekki al- slæmt, þvert á móti. Þar sé tek- ið á ýmsu varðandi náttúruvernd sem nauðsynlegt er að gera. „Við öll, sem útivistarfólk, við viljum náttúruvernd. Hún þarf bara að vera innan skynsamlegra marka og skýrari. Það verður að taka þannig á málunum að það sé ekki tvískinnungur í þeim. Við erum ekki að biðja um að fá að spóla úti um allt, við erum bara að biðja um að fá að ferðast og fá að njóta landsins,“ segir Sveinbjörn að lok- um. n 12 Fréttir 25.–27. janúar 2013 Helgarblað Túlkun laganna Áhugafólk um ferðafrelsi telur að túlka megi ákvæði í lögunum á eftirfarandi hátt: n Með lokun leiða á hálendi og láglendi er lokað á ferðamöguleika þeirra sem ekki geta gengið um landið með allan sinn farangur á bakinu. Getur þú gengið með þungar byrðar, 20 kílómetra leið í óbyggðum? n Þú gætir fengið sekt fyrir utanvega- akstur þótt þú akir á vegslóða. Það er að segja ef viðkomandi leið hefur ekki ratað inn í vegagagnagrunn ríkisins. Stangveiðimaður sem ekur upp að veiðistað meðfram á væri þá að brjóta lög um utanvegaakstur. n Bannað verður að aka á snjó nema jörð sé örugglega frosin undir snjónum. n Ráðherra umhverfismála verður veitt vald til að banna vetrarumferð á ákveðnum stöðum ef einhverjum finnst hann vera ónáðaður af vélarhljóði. Býður þetta ekki upp á misnotkun? n Útivistarfólk og aðrir hagsmuna- aðilar fengu örfáa daga til að gera athugasemdir við nýju náttúru- verndarlögin sem nú liggja fyrir Alþingi og bíða annarrar umræðu. n Landeigendum verður gert mögulegt að hindra för gangandi manna um láglendi með víðri túlkun á „nýtingu“ og „verndun“. Landeigandi þarf aðeins að setja niður birkihríslu til að landið sé orðið nytjaland og þar með fellur almannaréttur úr gildi. n Þú getur lent í því að vera sektaður fyrir utanvegaakstur fyrir að aka sama slóða og þú hefur ekið árum saman að tjaldstæðinu þínu, vegna þess að hann hefur ekki ratað inn í kortagrunn ríkisins. (tekið saman af áhugafólki um ferða- frelsi) Undirskrifta- söfnun hafin Áhugafólk um ferðafrelsi hefur komið af stað undirskriftarsöfnun á ferdafrelsi. is þar sem því er mótmælt að Alþingi samþykki nýju náttúruverndarlögin í óbreyttri mynd. „Við erum erum ekki að biðja um að fá að spóla úti um allt, við erum bara að biðja um að fá að ferðast og fá að njóta landsins. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is n Vilja breytingar á frumvarpi um náttúruvernd n Segja lögin fáránleg og óskýr Verður að taka tvö tjöld með í gönguna„Þetta er það sem við köll- um sýndarsamráð Ekki hlustað Sveinbjörn segir að ekki hafi verið farið yfir umsögn Samtaka útvistarfé- laga varðandi drögin að frumvarpinu. myndir SigTryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.