Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 17
hefur í samfélaginu með manninum sem lést finnst okkur mikilvægt að það komi fram að það eru fleiri fórnarlömb í þessu máli.“ DV greindi frá því að þeir hefðu nöfn sex karlmanna sem sögðust hafa komið misjafnlega illa út úr samskipt- um sínum við Gísla. Tveir þeirra stigu fram vegna þess að þeim blöskraði umræðan. Ritstjórarnir sögðu af sér Föstudagur 13. janúar „Tökum svona kauða Dæmum hann til dauða Forsíðuna auða Viljum ekki í dag“ Þannig var viðlagið í lagi sem Bubbi Morthens frumflutti á Bylgjunni og fjallaði um DV. Áframhaldandi fréttaflutningur á málinu var allur á þá vegu að Gísli hafi svipt sig lífi vegna forsíðu DV þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað ungum drengjum. Ritstjór- ar DV, þeir Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson, sögðu af sér og Blaða- mannafélag Íslands taldi tryggt að DV myndi fylgja siðareglum félagsins hér eftir. Fólk hélt áfram að skrifa um mál- ið, hvort sem það var í bloggfærslum eða blöðum, og margir lýstu andúð sinni á blaðinu. Helgi Hjörvar skrifaði pistil um hættulegustu menn í heimi og annar skrifaði um siðareglur götu- stráka. Fyrrverandi fangavörður sendi Velvakanda póst þar sem hann sagði að nú hefði það gerst sem allir sem hefðu snefil að sómatilfinningu vissu að myndi gerast, að saklaus maður hefði ekki séð sér fært að takast á við þennan „viðbjóðslega fréttaflutning af saklausu fólki.“ Heilu síðurnar voru undirlagðar af fréttum af málinu í öðrum fjölmiðlum. Greint var frá því að Gunnar Lár- us Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, hefði ákveðið að hætta að skrifa fyrir DV í ljósi atburði síð- ustu daga. DV hefði farið svo langt yfir strikið að það væri ekki hægt að afsaka það. Þá skoraði stjórn Stúdentaráðs á Bóksölu stúdenta að taka DV úr sölu auk þess sem stjórnin hvatti stúdenta og landsmenn alla til þess að hætta að kaupa og lesa DV. Stjórn Dagsbrúnar sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að stjórnin hefði aðeins komið að stefnumótun blaðsins en ekki rit- stjórnarlegum ákvörðunum. Bróðir Gísla, Sigurður Hjartarson, kom fram í fjölmiðlum og sagði að ef einhver hefði skilið orð hans þannig að samkvæmt sjálfsvígsbréfi bæri DV ábyrgð á dauða hans þá væri það rangt. „Mér dettur ekki í hug að halda því fram að lát Gísla hafi verið beinlíns sök DV eða á ábyrgð einhverra annarra.“ Bað hann um frið til þess að fá að kveðja bróður sinn og sagði að enda- lausar umræður um það hvernig lát hans hefði borið að hefði slæm áhrif á fjölskylduna. 32.044 undirskriftir Laugardagur 14. janúar Formaður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, Borgar Þór Einarsson, af- henti Páli Baldvin Baldvinssyni, nýj- um ritstjóra DV, undirskriftir 32.044 Íslendinga sem skoruðu á blaðamenn og ritstjóra DV að endurskoða rit- stjórnarstefnuna. Áfram var skrifað um DV og Ísa- fjarðarmálið. Þorsteinn Kristinsson, varaformaður ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, skrifaði grein þar sem hann sagðist sjá fyrir sér Jónas Krist- jánsson, ritstjóra DV, standandi á háum palli veifandi höfði ísfirska kennarans framan í blóðþyrstan al- múgann þar sem hann hefði verið tek- inn af lífi án dóms og laga. „Allt hans mannorð, allt hans líf lagt í rúst óháð því hvort hann var sekur eða saklaus til þess eins að fullnægja þeirri sjúk- legu þörf okkar að velta okkur upp úr hörmungum annarra og sjá söku- dólginn hengdan. Hverslags þjóðfé- lagi lifum við eiginlega í?“ Forsætisráðherra talar Mánudagur 16. janúar Forsætisráðherra sagðist á mánaðar- legum fundi með fréttamönnum hafa rætt málefni DV við eigendur blaðsins fyrir nokkru, sér í lagi nafn- og mynd- birtingar. „Ég sagði nú að ef ég væri eigandi að svona blaði þá mundi ég nú ekki sofa neitt sérstaklega vel á næt- urnar því að ég þekkti það tilvik sem þar var um að ræða.“ Yfirlýsing eigandans Föstudaginn 20. janúar Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér yfirlýsingu og sagðist ekki koma að ritstjórn fjölmiðla í sinni eigu. Útför Gísla Laugardagurinn 21. janúar Gísla Hjartarsyni var fylgt til grafar. Útför hans fór fram fyrir fullu húsi og í minningargreinum var hann hlað- inn lofi. Í Vestfjarðapóstinum var greint frá því að hann hefði látist í kjölfar ósvíf- innar árásar DV á hans persónu og aðstandendum send samúðarkveðja. Þagnarmúr reistur Fleiri fórnarlömb Gísla gáfu sig fram við fjölskyldu annars stráksins sem kærði Gísla fyrir kynferðisbrot, að minnsta kosti þrjú á þessum tíma. Enn fleiri gáfu sig fram við DV þótt þau treystu sér ekki til þess að koma fram undir nafni. Í febrúar reyndi ann- ar strákurinn, Eiríkur Guðberg Guð- mundsson, að fremja sjálfsvíg eftir að hafa ítrekað fengið að heyra að hann hefði drepið Gísla. Í apríl var daglegri útgáfu DV hætt og blaðinu breytt í helgarblað. Tíu starfsmönnum var sagt upp störfum. Umræðan um kynferðisbrot Gísla þagnaði alveg þar til strákarnir tveir stigu fram og sögðu sögu sína í Kast- ljósi fyrr í vikunni, sjö árum eftir að þeir lögðu fram kæru. Í kjölfarið hafa fleiri fórnarlömb haft samband við DV, þótt þau treysti sér enn ekki til þess að stíga fram. Eitt þeirra þurfti að þola áralanga misnotkun af hálfu Gísla fyrir rúmum þrjátíu árum. Árið 2008 voru þeim Eiríki Guð- bergi og Hilmari Erni Þorbjörns- syni dæmdar hámarksbætur frá Bótanefnd ríkisins vegna ítrekaðra kynferðisbrota af hálfu Gísla. Til grundvallar þeirri ákvörðun lágu rannsóknargögn lögreglu. En það var ekki fyrr en nú sem strákarnir fengu að sjá bréfin sem Gísli skildi eftir sig, en þau voru alls þrjú og í einu þeirra játaði hann brot- in. Fjölskylda Gísla sagði í samtali við DV að hún hefði verið dregin inn í umræðuna á meðan hún hefði ver- ið enn í áfalli, að syrgja látinn ástvin á sama tíma og kynferðisbrot hans voru að koma fram í dagsljósið. Hún sagðist jafnframt trúa fórnarlömbum Gísla. n „Það eru fleiri fórnarlömb“ n Reiðialda reið yfir samfélagið vegna Ísafjarðarmálsins n Fjölmiðill var sakaður um morð n Samúðarbylgja reis með manni sem var sakaður um kynferðisbrot „DV fór yfir strikið og ekki einasta greip til mannorðsmorðs heldur morðs í eiginlegri merkingu Hættu Jónas Kristjáns- son og Mikael Torfason sögðu af sér í kjölfar um- ræðunnar um fréttaflutn- ing DV af Ísafjarðarmálinu en þeir voru sakaðir um mannorðsmorð og morð í eiginlegum skilningi þess orðs. Fréttir 17Helgarblað 25.–27. janúar 2013 13. janúar 2006 13. janúar 2006 13. janúar 2006 14. janúar 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.