Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 15
gegn svona, leið til þess að sleppa
tökunum. Það sem gerðist gerðist
og því verður ekki breytt en þetta
var mín leið til þess að yfirstíga
hindranirnar sem urðu á vegi mín-
um í kjölfarið. Með því að segja
þessi fáu orð: „Ég fyrirgef þér“ og
og meina það með hjartanu þá
vissi ég að ég gat fundið frið í sál-
inni. Eftir að ég gerði það tók líf
mitt aðra stefnu.
Í dag er ekki vottur af reiði eða
hatri inni í mér, það er ekki til í
minni orðabók. Þannig að ef þetta
fólk er að lesa þetta blað þá má það
vita að ég er búinn að fyrirgefa því.
Það þarf enginn að hafa samband
við mig eða biðjast afsökunar.“
Fékk aðstoð frá skipsfélaga
Áður en Eiríki tókst að sleppa tök-
unum var álagið svo mikið að
hann bugaðist. Eftir orðaskak á
skemmtistað, skömmu eftir fráfall
Gísla reyndi hann að hengja sig
í þvottahúsinu heima. Það varð
honum til lífs að foreldrar hans
vöknuðu við lætin, náðu honum
niður og tókst að endurlífga hann.
Þarna var botninum þó ekki
náð. Vanlíðanin jókst og Eiríkur
leið vítiskvalir. „Ég var fastur í
helvíti, á síðasta stað sem mig
langaði til að vera á. Ég refs-
aði mér enn harðar en áður og
sjálfseyðingarhvötin var algjör, ég
leyfði engu góðu að gerast í mínu
lífi. Þetta var algjör vitleysa. En
þegar ég hugsa til baka þá held ég
að ég hefði ekki getað gert þetta
öðruvísi. Ég þurfti að þroskast og
læra að vinna úr mínum málum.“
Það var svo fyrir fjórum árum
sem hann ákvað að gera það og fór
þá að sækja tíma hjá sálfræðingi.
Það var mjög gott en það var ann-
að sem hjálpaði honum jafnvel
enn meira, að mæta manni sem
var eins og hann. „Það sem hjálp-
aði mér mest við að yfirstíga ótt-
ann við sjálfan mig var að ég hitti
mann sem hafði lent í því sama ég.
Við vorum saman á sjó og deildum
klefa. Þetta barst í tal og ég ákvað
að segja honum frá mér. Þá kom í
ljós að hann bjó að sömu reynslu
og sagði mér hvernig hann hafði
unnið úr því. Það hjálpaði mér
mjög mikið.“
Kvaddi drauga fortíðar
Eiríkur var þá kominn í sambúð
með konu sem hann var ástfanginn
af og vildi allt fyrir hana gera.
„Mesta breytingin átti sér svo stað
þegar ég eignaðist strákinn minn.
Þá var eins og ég væri leystur úr
álögum. Með föðurástinni tók ég
mín stærstu og erfiðustu skref í
átt að betra lífi. Af því að ég veit að
hann mun alltaf elska mig og hann
mun aldrei særa mig.
Ég veit að ég væri allt annar
maður ef ég hefði ekki lent í þessu.
Mér finnst gott að elska konu en
eftir einhvern tíma þá verð ég
hræddur. Síðasta haust sleit ég
sambúð við barnsmóður mína og
þá áttaði ég mig á því að þarf að
vinna betur með traust og annað.
Þannig að ég ákvað að árið 2013
yrði árið mitt.
Svo skapaðist mikil umræða um
barnaníðinga og ég ákvað að stíga
fram. Við það að koma fram í sjón-
varpi í fimmtán mínútur er eins og
allar lífsins áhyggjur hafi horfið. Ég
finn og veit að ég verð aldrei samur
aftur. Ég sagði skilið við drauga
fortíðar og er orðinn gamli Eiki á
ný. Mér líður þannig í dag.“
Hvergi hættur
Eftir Kastljósumfjöllunina ræddi
Eiríkur lengi við annan mann sem
lenti í klónum á Gísla fyrir rúmum
þrjátíu árum. Saman ætla þeir að
reyna að kortleggja brotaferil Gísla
og verða sér úti um viðeigandi að-
stoð. „Ég ætla ekki að stoppa núna.
Ég ætla að nýta kraftinn til þess að
koma í veg fyrir að svona mál verði
þögguð niður aftur. Það er búið að
leggja líf allt of margra í rúst.
Það er svo auðvelt að stöðva
kynferðisglæpamenn, en það þarf
viðeigandi úrræði fyrir þá, ein-
hvers konar vistheimili þar sem
þeir eru vistaðir vegna þess að þeir
eru veikir, þetta er hálfgerð geð-
veiki.“
Fyrst og fremst vill Eiríkur vit-
undarvakningu, að fólk opni
augun fyrir því sem er að gerast.
„Ef ég myndi sjá mann sem væri
alltaf með unga stráka með sér,
væri endalaust með þá á rúntinum
og heima hjá sér, og væri alltaf að
gefa þeim áfengi og gjafir þá myndi
ég hiklaust hringja í lögregluna.
Ég veit að sumir munu bregðast
harkalega við þessum orðum mín-
um en það er ekkert eðlilegt að ut-
anaðkomandi aðilar umgangist
börn með þessum hætti.
Ef fólk veitir þessum einkenn-
um eftirtekt þá er hægt að koma í
veg fyrir ansi margt. Fólk þarf bara
að opna augun, vera vakandi og
láta af meðvirkninni.
Ég var ekki að koma fram til
einskis. Ég vil að það gerist eitt-
hvað í þessum málum, ekki mín
vegna heldur fyrir alla þá sem hafa
lent í þessu og eiga eftir að lenda
í þessu.
Sem þjóð höfum við unnið alls
kyns afrek og nú er kominn tími
til þess að stöðva kynferðisofbeldi
gegn börnum.“
Reiðin leysir engan vanda
Annað sem stingur er hversu
hatursfull umræðan er um kyn-
ferðisbrot gegn börnum. Eiríkur
segir að reiðin leysi engan vanda.
„Við þurfum að halda ró okkar og
horfa til framtíðar með jákvæðum
huga og finna þær leiðir sem eru
færar í þessum málum.
Samfélagið þarf að taka á þessu
saman. Ég skil ekki af hverju þetta
er svona mikið feimnismál. Þegar
ég var búinn að segja mína sögu
þá varð ég hissa á því hvað það var
í raun auðvelt. Það var mikið auð-
veldara en að fara hina leiðina.
Auðvitað tók það á og í nokkra
mánuði var erfitt að vinna úr
þessu. En það var vel þess virði því
lífið er framundan og ég hlakka til
að fara í gegnum það með bros á
vör.“
Lífið er betra núna
Þrátt fyrir allt sem á undan er
gengið á Eiríkur gott líf í dag. Hann
hefur unnið vel úr sínum mál-
um og ætlar að halda þeirri vinnu
áfram. Þá er hann í Stýrimanna-
skólanum og unir sér vel þar. Hafið
kallar. „Ég veit ekkert betra en að
vera úti á sjó. Það er í senn starf og
heilsubæli. Ég kem alltaf sterkari í
land, ég varð ástfanginn af hafinu,
kyrrðinni og rómantíkinni í kring-
um það. Þetta er það besta sem ég
veit.“
Í fyrra lenti hann í því að félagi
hans fór fyrir borð þegar hann fest-
ist í veiðarfærum. Eiríkur losaði
annan mann sem festist einnig
í veiðarfærunum áður en hann
fór líka fyrir borð. Síðan kastaði
hann sér í hafið á eftir félaganum
og bjargaði lífi hans. „Það var pínu
áfall. Ég fæ stundum martraðir og
finn fyrir óþægindatilfinningu. Ég
hugsa hvað ef hann hefði ekki lif-
að af? Eða ef þetta hefði verið ég?
Þetta hefði getað endað mun verr
en bjargaðist sem betur fer.“
Þá nýtur hann samvista við
soninn, Stefán Karl, sem verður
þriggja ára í sumar, og á góðan vin
í barnsmóður sinni. Hann þakkar
henni fyrir stuðninginn sem hún
hefur sýnt honum, sem og þjóð-
inni allri en móttökurnar voru allt
aðrar þegar hann steig fram nú en
þær voru fyrir sjö árum.
Nú fær hann ekkert nema
klapp á bakið og er hampað sem
hetju fyrir að rjúfa þagnarmúrinn.
„Það er rosalega margt gott fólk í
landinu, ég sé það núna. Annars
trúi ég bara á það góða í lífinu og
er bara glaður,“ segir hann og hlær.
„Ég gæti ekki óskað þess að eiga
betra líf en ég veit að þetta á bara
eftir að verða betra.
En að lokum langar mig að nota
tækifærið til þess að þakka öllum
sem hafa sýnt mér stuðning í gegn-
um tíðina. Þó að það hafi ekki ver-
ið nema bros eða klapp á öxlina þá
hjálpaði það mér mikið. Þannig að
ég segi bara, takk.“ n
ð stoppa núna“
r að fleiri mál verði þögguð niður n Reynir að kortleggja brotaferil Gísla
Fréttir 15Helgarblað 25.–27. janúar 2013
„Með því að segja
þessi fáu orð:
„Ég fyrirgef þér“ og og
meina það með hjart-
anu þá vissi ég að ég gat
fundið frið í sálinni
„Ég sagði skilið við
drauga fortíðar og
er orðinn gamli Eiki á ný.
Sjómennskan er hans líf Á sjó finnur
Eiríkur frið og ró, það er hans heilun. En þar
hefur hann líka lent í háska og þessi mynd
er tekin örskammri stundu áður en hann
kastaði sér í sjóinn á eftir félaga sínum sem
fór fyrir borð. Eiríkur bjargaði lífi hans.