Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 36
M ikið rosalega er þetta gott,“ sagði skúlptúrlistamað­ urinn Jóhann Eyfells þar sem hann sat, 82 ára, með lokuð augun, hvíta serv­ íettu um hálsinn og gæddi sér á cia­ batta­brauði með fetaosti. Við vorum staddir í stofunni á eins hæða húsi – bungalow – á landareign Jóhanns í Texas­fylki í Bandaríkjunum. Þetta var árið 2005, í nóvember, og við – greinarhöfundur, Hannes Lárus­ son og Jóhann Bjarni Kolbeinsson – vorum staddir í heimsókn hjá Jóhanni til að velja og sækja málverk eftir eig­ inkonu hans, Kristínu Eyfells, sem lést árið 2002, og koma þeim á skip til Ís­ lands. Kona Hannesar og móðir Jó­ hanns Bjarna, Kristín Magnúsdóttir, er frænka Kristínar Eyfells og var það ástæðan fyrir því að við héldum upp í þessa ferð til Texas. Haldin var sýning á verkum Kristínar Eyfells í Hafnar­ húsinu í janúar árið 2006. Þegar við komum til Jóhanns tók á móti okkur maður sem virtist vera við hungurmörkin. Hann var svo svangur að nánast allur sá matur sem við gáfum honum þær tvær vik­ ur sem við dvöldum hjá Jóhanni virt­ ist vera honum sem opinberun og kallaði fram sterk viðbrögð. Heltekinn Svo niðursokkinn og einbeittur hafði Jóhann verið í því sem hann kallaði „fimm ára áætlunina sína“ – að byggja safn yfir eigin listaverk og konu sinnar á landareigninni í útjaðri tíu þúsund íbúa smábæjarins Fredricksburg – að hann hafði ekki spáð mikið í hvað hann lét ofan sig. Á þeim tíma fannst mér þessi vinna Jóhanns nánast galin og ég hafði ekki mikla trú á því að hann næði mark­ miðum sínum: 82 ára gamall maður að puða við erfiðis­ og verkamanna­ vinnu, nótt sem nýtan dag, og yfirleitt einn. Húsin sem Jóhann hafði einsett sér að koma upp risu þó á endanum. Þegar ég sá holdafarið á Jóhanni og komst að matarvenjum hans fannst mér frekar líklegt að hann ætti frekar skammt eftir ólifað og að safnið hans yrði líklega aldrei að veruleika. En þessi árangur Jóhanns var langt í frá í hendi þegar hann tók á móti okkur á flugvellinum í San An­ tonio eftir flug okkar frá New York þarna í nóvember 2005: Lítill, tá­ grannur og samanherptur, hokinn í herðum, með stórgerðar hendur af vinnu og vinalegt bros á andlitinu. Ekki var fituarða á Jóhanni: Hann var samanrekinn vöndull af beinum, sinum, útjöskuðum vöðvum, vess­ um og lífsbörðu skinni. Frá þessum 82 ára manni stafaði einhver ótrúleg­ ur lífskraftur og orka sem erfitt er að koma í orð. Jóhann var klæddur í ein­ kennisföt sín: Vínrauða skyrtu, dökk­ blá jakkaföt og belti sem hann reyrði fast um grannt mitti, með rauð, stór gleraugu á nefinu. Í andliti Jóhanns voru mörg líf; ekki þurfti nema rétt að líta á manninn til að sjá að þarna var kominn karakter sem ekki hafði farið á sjálfsstýringu hina „eina, réttu leið“ í gegnum lífið. Hráviði í vegarkantinum „Þðump, þðump, þðump, þðump,“ heyrðist reglulega utan úr myrkrinu á þjóðveginum, þessa tveggja tíma leið, frá San Antonio til Fredricks­ burg. Jóhann sat undir stýri á pallbíl sem hann sótti okkur á; á veginum voru alls kyns lítil loðdýr sem pall­ bíllinn lenti á og erfitt var að forð­ ast. Lágvær hljóð – „þðump, þðump, þðump, þðump“ – bárust okkur til eyrna þegar stuðari pallbílsins lenti á loðnum dýrunum og feykti þeim út í vegarkantinn. Litlir blóðugir hraukar af maukuðum smáskepn­ um vörðuðu leið okkar allan tímann; ljósin á pallbílnum lýstu upp þessa hryggðarmynd á meðan hann þeyst­ ist áfram með þennan smávaxna, stórhuga listamann undir stýri. Jóhann reyndi ekki að beygja fram hjá smádýrunum, reyndi ekki að forðast að keyra á þau og blikkaði ekki einu eða kommenteraði þegar hvert „þðump“ á eftir öðru heyrðist er dýrin lentu á bílnum. Við vorum óravegu frá Íslandi þar sem margir bílstjórar þekkja að hafa snarheml­ að eða nauðbeygt til að forða fugli eða kind frá skyndilegum dauða á vegum úti. Einu sinni drap ég kind í Dölunum sem skaust í veg fyrir bíl­ inn á leiðinni norður á Hornstrandir; tungan á henni stóð út um munninn þegar ég dró hana á hornunum út í vegarkantinn þar sem ég skildi hana eftir – ég gleymi ekki augum rollunn­ ar og ég tók dauða hennar inn á mig. Veruleikinn í Texas er annar: Þar er svo mikið af smádýrum sem hlaupa inn á þjóðvegina að öku­ menn reyna ekki lengur að forðast að keyra á þau, meðal annars til að koma í veg fyrir slys á sjálfum sér eða öðrum. Á ensku heitir það „roadk­ ill“ þegar ökumaður drepur dýr með þessum hætti. Þetta var áhugaverð byrjun á heimsókninni til Jóhanns; það sem Texasbúanum fannst hversdagslegt fannst okkur eitthvað svo kaldrana­ legt. Síðar í ferðinni áttum við eftir vera hársbreidd frá því að drepa fal­ legt dádýr sem hljóp í veg fyrir pall­ bíllinn á leiðinni til smábæjarins Marfa. Flutningur í kjölfar andláts Jóhann Eyfells hafði flust búferlum frá Orlando í Flórída og til Texas eftir andlát eiginkonu sinnar árið 2002. Þá keypti hann jörðina við Fredricks­ burg og flutti allt hafurtask þeirra hjóna á landareignina. Hann hafði verið prófessor í myndlist við há­ skóla í Orlando en var hættur störf­ um og kominn á eftirlaun. Um ára­ tugaskeið hafði hann einbeitt sér að mestu að kennslu og eigin listsköpun og Kristín, eða Lilla eins og hún var gjarnan kölluð, hafði séð um flesta þá praktísku hluti sem þarf að huga að á hverju heimili. Jóhann er þekktur og virtur lista­ maður. Höggmyndir eftir Jóhann má finna á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars stendur eitt við Sæ­ brautina í Reykjavík, Íslandsvarð­ an, gegnt skyndibitastaðnum Aktu taktu. Þá eru verk eftir hann við Kjarvalsstaði og Hótel Sögu. Verð­ mæti verka hans er einnig talsvert, hleypur yfirleitt á þúsundum eða jafnvel tugþúsundum dollara, millj­ ónum króna. Fljótlega eftir komuna til Texas tók hann til við það verkefni sitt að koma upp safni fyrir verk sín og Lillu, sem einnig hafði stundað listsköpun, málað myndir og gert skúlptúra. Eitt af því sem Jóhann gerði til dæmis eftir andlát konu sinnar var að láta steypa skúlptúra hennar í brons. Skúlptúrarnir lágu, skínandi og glampandi, í gras­ inu á víð og dreif um landareign­ ina og biðu þess að þeim yrði fund­ inn staður í safninu sem Jóhann var að reisa yfir þau. Sýningin á Íslandi var hugsuð til að koma Lillu á fram­ færi á Íslandi, kynna málverk henn­ ar fyrir Íslendingum. Ferð okkar til Texas snérist því á endanum um hana en ekki Jóhann Eyfells. Nesari með kranavatni Þegar við komum á landareign Jó­ hanns við Fredericksburg leiddi hann okkur inn í annan af tveimur „bungalowum“ sem eru á jörðinni. 36 25.–27. janúar 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Heltekinn af Hu gri Listamaðurinn Jóhann Eyfells var soltinn þegar við komum til hans í Texas í nóvember 2005. „Fimm ára áætlunin“ hans átti hug hans allan og tíma. 82 ára gamall vann hann á fullu við að byggja safn yfir verk sín og eiginkonu sinnar, Kristínar Eyfells. Hér er sögð sagan af þessari heimsókn til Jóhanns og er reynt að bregða upp mynd af þessum einstaka manni sem er fullur af einhverjum óræðum lífskrafti. „Mikið rosalega er þetta gott Eyfells við Sæbrautina Skúlptúra eftir Jóhann má finna á ýmsum stöðum á Íslandi, meðal annars stendur eitt verka hans, Íslandsvarð- an, við Sæbrautina í Reykjavík. myNd Sigtryggur ari „Þetta er kvikmynd um þig“ „í m talking about you“ Geir Ólafs Life of Pi Ang Lee „Ærleg plata ærlegs listamanns“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.