Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir 25.–27. janúar 2013 Helgarblað Fékk hótanir frá níðingum Þ að sem ég tók sjálfur persónu- lega og þótti mjög miður og leiðinlegt var að ég hefði gjarnan viljað að þetta mál hefði farið fyrir dómstóla og þessir drengir hefðu getað klárað þetta á einhvern annan hátt. Ég veit að þetta fór ekki eins og þeir höfðu ætl- að sér,“ segir Mikael Torfason sem var ritstjóri DV ásamt Jónasi Kristjánssyni þegar fréttin um Gísla Hjartarson birt- ist í blaðinu. DV hafði þá um nokkurt skeið, undir ritstjórn Mikaels, Jónas- ar og þar áður Illuga Jökulssonar, birt fréttir sem voru umdeildar og mörg- um þótti ganga of langt. Brá mikið „Í rauninni spáði ég lítið í hvort þetta gæti verið eitthvað umdeilt fyrr en ég heyrði af því að maðurinn hefði svipt sig lífi, sama dag og blaðið kom út,“ segir hann. Þegar fréttist af því að Gísli hefði svipt sig lífi þá segir Mikael að sér hafi vissulega brugðið. Aðallega vegna þess að þá myndi mál mannsins ekki verða tekið fyrir hjá dómstólum. „Þetta var skelfilegt og mér brá mikið. Þetta var sér í lagi leiðinlegt því ég vissi að það voru saklausir drengir þarna á bakvið. Við höfðum verið í sambandi við þá og fleiri drengi ásamt fjölskyld- um drengja sem ætluðu að stíga fram.“ Hann segir að unnið hafi verið að mál- inu í einhvern tíma og ásamt þeim tveimur sem kærðu þá hafi blaða- maðurinn sem skrifaði fréttina, Andri Ólafsson, einnig hafa verið í sambandi við fleiri fórnarlömb Gísla. Uppnefndir morðingjar „Manni brá líka af því að við höfðum tekið ákveðna áhættu í ritstjórnar- stefnu blaðsins sem var að fjalla um kynferðisglæpi. Slík mál eru ekki bara ömurleg heldur líka bara ótrúlega erf- ið í umfjöllun. Við vorum að svipta hulunni af einhverju og okkar hug- mynd var sú að taka skömmina frá fórnarlambinu. Og við vissum líka að helmingurinn af þjóðinni var ósáttur við það. Háttsettir menn í þjóðfé- laginu; alþingismenn og þingflokks- formenn uppnefndu okkur morðingja og annað af því að við höfðum fjall- að um þennan mann,“ segir Mikael. Í kjölfar umfjöllunarinnar streymdi yfir ritstjóra sem og blaðamenn blaðsins hótunum og haturspóstum. Mikael fékk sinn skerf af því. „Það var enda- laust af hótunum; morðhótunum, hótunum um ofbeldi og jafnvel hót- unum frá öðrum barnaníðingum um að þeir ætluðu að sækja börnin mín. Það var nánast hrækt á mann þegar maður var í Húsdýragarðinum með börnin. Þetta var mikið áreiti um tíma en ég veit ekki hversu mörgum var alvara,“ segir hann og segir reiðina hafa verið mikla og öll beindist hún gegn fjölmiðlinum. Sleikir sig ekki upp við samfélag þöggunar Á endanum ákváðu þeir Jónas að stíga af ritstjórnarstóli. Þá var búið að safna undirskriftum gegn þeim. „Það voru búnar að safnast yfir 30 þúsund undirskriftir. Mér þótti vænt um DV og þykir enn vænt um DV og er mjög ánægður að það komi út. Við Jónas hefðum alveg getað haldið áfram þangað til við vorum búnir að leggja það í rúst en ákváðum að stíga til hliðar,“ segir hann. Mikael segist ekki sjá eftir neinu við umfjöllunina. Eftir að hann hætti segist hann hafa farið í sjálfsskoðun og hafi um tíma verið fullur af sjálfsefa. Hann hafi velt því fyrir sér hvort hann hefði getað gert hlutina á annan hátt. „ Niðurstaðan var sú að ég veit ekki hvort það hefði skipti máli þegar upp var staðið. Um leið og ég hefði viljað að þessir drengir hefðu fengið betur úr sínum málum leyst í lífinu þá er það bara óskhyggja mín og ég veit ekkert hvað hefði farið öðruvísi eða hvaða áhrif ég hafði á þetta. Maðurinn svipti sig lífi áður en blaðið kom út og enginn getur borið ábyrgð á sjálfsvígi annars. Varðandi ritstjórnarstefnu blaðsins þá vildi ég ekki sleikja mig upp við eitthvað samfélag sem hafði ákveðið með reglum sínum að lifa með svona þöggun.“ Skömmin ekki þeirra Hann segist ekki sjá eftir því að hafa tekið þá stefnu að fjalla um mál eins og barnaníð og trúir að það hafi haft sitt að segja. Þöggun samfélagsins sé minni í dag en hún var á þeim tíma sem fjallað var um Ísafjarðarmálið. „Meðal annars vegna þess hversu hart við gengum fram þá breyttum við ofsalega miklu í samfélaginu. Ég held að núna hvarfli ekki að nokkrum manni að skömmin liggi hjá fórnarlömbum þessa manns eða skömmin liggi hjá fórnarlömbum annarra svona níðinga. Skömmin liggur hjá viðkomandi manni. Eins nú þegar umfjöllun um Karl Vigni er í hámæli þá dettur engum í hug að skömmin liggi hjá fórnarlömbum hans. Þetta hefur breyst mjög mikið. Ég var í uppreisn gegn gildum samfélagsins á þessum tíma og er persónulega stundum hissa hversu mikið hefur breyst. Bæði hefur fólk sem varð fyrir kynferðisofbeldi sem börn verið að stíga fram og eins hafa margar konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi verið að stíga fram. Niður- staðan verður þá að skömmin er ekki þeirra.“ n n Mikael segir ritstjórnarstefnu DV hafa snúist um að taka skömmina frá fórnarlömbunum Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Uppnefndir morðingjar Mikael segir ýmsa hafa gengið ansi hart fram í umræðunni eftir að málið kom upp. Hann segir að ritstjórnar- stefna blaðsins hafi snúist um það að skila skömminni frá fórnarlömb- um kynferðisbrota. mynd Hari „Meðal annars vegna þess hversu hart við gengum fram þá breyttum við ofsalega miklu í samfélaginu. V ið ritstjórarnir féllum svo í febrúar 2006 á frétt um perra á Ísa- firði. Hvert orð var rétt í fréttinni, enda voru fórnar- dýrum perrans löngu síðar greiddar skaðabætur,“ segir Jónas Kristjánsson annar rit- stjóra DV á þessum tíma í bók sinni, Frjáls og óháður. „Við féllumst ekki á að fara á mis við sannleikann, enda hafði ég margtuggið mik- ilvægi hans á fundum. Við féllum á óviðurkvæmilegri fyrirsögn og frásagnaranda að mati öflugs hluta þjóðar- innar og málsmetandi álitsgjafa. Þúsundum saman skrifuðu menn á veraldarvefnum undir gagn- rýni á okkur.,“ segir hann og held- ur áfram. „Það er ekkert prívatmál, að lögreglan yfirheyri mann vegna gruns um óeðli í garð drengja. Það er ekkert prívatmál, að nokkr- ir drengir fái skaðabætur frá rík- inu fyrir tjón vegna þessa óeðlis. Ef gerandinn fremur sjálfsvíg, er það hans ákvörðun, sem hann ábyrgist einn. Að saka ritstjóra dagblaðs um að hafa drepið manninn er í sjálfu sér óeðli. Hver er sinnar gæfu smiður. En það hentaði nokkrum lýðskrumurum í stétt presta og alþingismanna að reyna að slá ódýrar keilur út á sjálfsvígið. Þeir mundu ekki reyna slíkt núna, eftir það sem fram er komið í málinu.“ Jónas segist hafa ver- ið sáttur við afsögnina. „Ég var alveg sáttur við afsögnina. Fyrir mér var aðalatriðið, að fréttin var rétt. Tónninn í blað- inu var hinn hefðbundni tónn norrænna síðdeg- isblaða. Hins vegar var hræsni álitsgjafanna nógu mikil til að kynda und- ir óánægju í samfélaginu. Sannleikanum er hver sárreiðastur. Fólk kennir sögumanni um ótíð- indi. Við vorum of opin skáir um eitt tabú í samfélaginu. Meira að segja Össur Skarphéðinsson skrif- aði hjartnæma minningargrein um perrann. Við Mikael tókum þá ákvörðun að leggjast á höggstokk- inn til að skapa frið um framtíð blaðsins. Sálir Íslendinga voru of krumpaðar fyrir götusölublað.“ „Hvert orð var rétt“ n Segjast hafa tekið þá ákvörðun að leggjast á höggstokkinn Kallaðir morðingjar Þeir Jónas og Mikael voru ritstjórar DV þegar Ísafjarðarmálið svokallaða kom upp. Þeir sögðu af sér á end-anum eftir að 32 þúsund undirskriftir höfðu safnast gegn blaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.