Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 33
Viðtal 33Helgarblað 25.–27. janúar 2013 var reyndar aðeins veikari og þurfti að fara í öndunarvél. Það er bú­ inn að vera smá rússíbani á henni. Þegar á heildina er litið þá lítur þetta samt allt vel út.“ Gera má ráð fyrir því að stúlkurnar þurfi engu að síður að dvelja á vökudeildinni fram til 19. apríl, en það er settur fæðingardagur þeirra. Katrín segir tímann þó fljúga áfram, enda renni dagarnir saman í eitt á spítalanum. Óhætt er að segja að litlu stúlk­ urnar tvær séu sannkölluð krafta­ verkabörn. Þóra Margrét var 676 grömm og 31,5 sentimetrar við fæðingu, systir hennar Halldóra Gyða var örlítið stærri, 730 grömm og 33 sentimetrar. „Ég bjóst ekki við að þær myndu báðar fæðast lif­ andi, ef ég á að segja alveg eins og er. Og ég var alveg viss um að önn­ ur myndi fara fyrsta sólarhringinn. Þetta er mikið betra en ég hefði nokkurn tíma þorað að vona.“ Skoðar myndbönd af systrunum Eldri dóttir Katrínar dvelur hjá for­ eldrum hennar og systur í Keflavík á meðan hún sjálf er í Reykjavík, en hún hefur tvisvar farið suður eftir til að vera með henni. Katrín segir það skipta miklu máli að dóttir hennar sé í góðum höndum. „Þetta gæti ekki verið betra miðað við að­ stæður.“ Hún segir það engu að síður dálítið erfitt fyrir fimm ára stelpu að fá ekki að hitta litlu systur sínar. Katrín hefur þó tekið myndbönd af litlu systrunum á símann sinn sem sú stóra fær að horfa á þegar þær hittast. Það var einmitt hug­ mynd Guðbjargar sjálfrar að taka upp myndbönd á símann. „Það er svolítið krúttlegt að fimm ára barn skuli hafa fattað þetta,“ segir Katrín og hlær að uppátæki dóttur sinnar. Lærði á sjúkdóminn Katrín og Halldór giftu sig í Glerár­ kirkju á Akureyri síðasta sumar, þann 14. júlí eftir um tveggja ára samband. „Þá hefði engum dottið í hug að þetta allt væri að fara að gerast,“ segir Katrín sem á þeim tíma bjóst við að þau Halldór myndu verða gömul saman. „Hann náði að læra inn á sjúk­ dóminn. Þetta er náttúrulega sjúk­ dómur sem veldur því að þú ferð upp í maníur og niður í þung­ lyndi. Ef hann fór upp þá fór hann til læknis og lét stilla lyfin og eins þegar hann fór niður.“ Sjúkdómurinn háði Halldóri þó alltaf þrátt fyrir að hann næði að læra inn á hann, en það dró úr sjúkrahúslegum og honum leið betur. Sjúkdómurinn hafði einnig stundum áhrif á samband Hall­ dórs og Katrínar, sérstaklega þegar hann tók miklar sveiflur. Sjálf las hún sér mikið til um geðhvarfasýki og þekkir fleiri einstaklinga sem glíma við hana. „Þó maður geri sér aldrei 100 prósent grein fyrir því hvernig hlutirnir eru þá gerði ég mér nokkurn veginn grein fyrir því hvað var í gangi.“ Kvartaði og endaði á stefnumóti Katrín og Halldór kynntust þegar þau bjuggu í sama stigagangi í einni blokkinni uppi á Velli. Hún viðurkennir að hún hafi tekið eftir honum á ganginum þrátt fyr­ ir að hann hafi ávallt gengið með höfuðið niður í bringu. Halldór lagði bílnum sínum, gömlum Vol­ vo með ónýtu pústi, ávallt í stæði beint fyrir utan stofugluggann hjá Katrínu. Það fór mikið í taugarnar á henni því alltaf þegar þegar hann setti bílinn í gang myndaðist mikill hávaði og mengun sem barst inn í íbúðina. Það kom að því að hún fékk nóg, bankaði upp á og kvartaði. „Svo kom hann niður kvöldið sem ég fór og röflaði og við ákváðum að horfa á vídeó saman. Hann bjó með bróður sínum sem læsti hann óvart úti, þannig að þegar hann ætlaði að fara heim að sofa þá komst hann ekki inn,“ segir Katrín hlæjandi. „Hann fékk því að gista á sófanum, bætir hún við. Katrín tel­ ur að þeim hljóti að hafa verið ætl­ að að kynnast betur. Glímdi við dularfullan sjúkdóm Erfiðleikarnir sem Katrín gengur í gegnum núna eru þó ekki einu erfiðleikarnir sem hún hefur þurft að glíma við á lífsleiðinni. Þegar hún var þrettán ára byrjaði hún að fá kýli víðs vegar um líkamann. Í fyrstu voru kýlin lítil og hún kippti sér lítið upp við þau, en sjúk­ dómurinn ágerðist hratt. Hann hafði gífurleg áhrif á líf hennar því kýlunum fylgdu miklir verkir, bólg­ ur og gröftur. Þegar hún var sem verst varð hún að liggja í rúminu. Fyrir vikið var Katrín metin sem öryrki. Hún gekk á milli lækna í fjölda ára, prófaði ýmis lyf og fór í upp­ skurði án árangurs. Læknar virtu­ st standa ráðþrota frammi fyrir því sem hrjáði Katrínu. Það var ekki fyrr en fyrir örfáum árum að hún hitti lækni sem greindi hana strax. Sjúkdómurinn kallast Hidradenitis Suppurativa eða HS og lýsir sér í kýlamyndun á nárasvæði, hol­ höld og undir brjóstum. Hún fær nú lyfja gjöf á sex vikna fresti sem heldur sjúkdómnum niðri að mestu leyti. „Nema þegar svona mikið stress er að hrjá mann, þá koma einkennin fram. En þetta er ekki næstum því eins slæmt og það var fyrir nokkrum árum.“ Tilgangurinn að hjálpa öðrum Eftir að Katrín fékk greiningu á sjúkdómnum stofnaði hún HS­ samtökin í þeim tilgangi að hjálpa öðrum með sama sjúkdóm. Þá lýsti hún reynslu sinni af sjúkdómnum í DV sumarið 2011. Halldór var henni stoð og stytta við stofnun samtakanna og sá um öll tækni­ málin. „Ég hefði aldrei getað stofn­ að þessi samtök nema því hann var við hliðina á mér,“ segir Katrín með þakklæti í röddinni. Hún er sannfærð um að veik­ indi hennar hafi styrkt hana mikið og það hjálpi henni við að komast í gegnum erfiðleikana núna. „Líka af því ég steig fram með sjúkdóm­ inn og talaði um hann, þá er ég orðin vanari því að tala um hvern­ ig mér líður.“ Stofnun samtakanna hefur þó ekki bara hjálpað henni sjálfri heldur hafa samtökin aðstoð­ að um fimmtíu aðra sem þjást af sama sjúkdómi að fá bót meina sinna. „Eins og ég sagði áðan þá er tilgangur með öllu og ætli til­ gangurinn með sjúkdómnum hafi ekki verið að ég myndi gera þetta og hjálpa einhverjum öðrum,“ seg­ ir hún auðmjúk. „Svo er spurn­ ingin, hver er tilgangurinn með þessu sem er að gerast núna. Það kemur bara í ljós.“ Sér hverjir eru sannir vinir Katrín reynir að taka einn dag í einu, en hlakkar til að komast heim með dætur sínar. Hún hefur ekki hugsað lengra en það. Hún er ótrúlega þakklát fyrir allt það góða fólk sem hún hefur í kringum sig og alla aðstoðina sem henni hefur boðist. „Þetta væri ekki hægt nema að hafa góða í kringum sig,“ segir hún einlæg. Náungakær­ leikurinn hefur komið henni mikið á óvart upp á síðkastið, en fjöldi fólks sem hún þekkir ekki hefur sett sig í samband við hana og boðið fram aðstoð. Þá hafa vinir Katrínar opnað söfnunarreikning í henn­ ar nafni sem margir hafa lagt inn á. „Þetta hefur komið mér mikið á óvart. Við höfum fengið send föt og margt fleira. Maður sér líka í svona aðstæðum hverjir eru virkilega vin­ ir manns og það hefur komið mér virkilega á óvart hverjir hafa verið að koma.“ Gengur eins og í lygasögu Þann 27. janúar næstkomandi hefði Halldór orðið 31 árs og ætla Katrín og fjölskylda halda upp á daginn hans. Aðspurð hvort hún telji að það verði erfitt, svar­ ar hún því neitandi. „Jólin voru erfiðust. Ég get ekki ímyndað mér að afmælið hans verði erfiðara en jólin.“ Hún segir sorgina um jólin hafa verið mikla, enda skammt liðið frá andláti Halldórs. „Það er alltaf sagt að fyrstu jólin séu erf­ iðust. Við ætluðum að halda jólin saman fyrir norðan, en það breytt­ ist auðvitað allt.“ Katrín var hálfnuð með nám sitt í iðjuþjálfun við Háskólann á Akur­ eyri þegar áfallið dundi yfir en hún stefnir á að halda áfram í náminu næsta haust ef allt gengur vel. Taka það í fjarnámi, líkt og boðið er upp á. Katrín hefur þó alltaf tenginguna við Akureyri enda býr hluti af fjöl­ skyldu Halldórs þar og hún er í góðu sambandi við fólkið hans. Þrátt fyrir erfiðleikana og sorgina lítur Katrín björtum aug­ um til framtíðar. Pollýönnu­hugs­ unin fleytir henni áfram og auð­ veldar henni að takast á við hvern dag. „Miðað við það hvernig ég bjóst við að þetta gengi, þá gengur þetta allt eins og í lygasögu,“ seg­ ir Katrín að lokum. Leiðir skilja og hún heldur inn á vökudeild til kraftaverkastúlknanna sinna. n „Örugglega tilgangur með þessu Öllu“ Vökudeildin Tvíburadætur Katrínar komu í heiminn eftir aðeins 25 vikna meðgöngu þann 6. janúar síðastliðinn. Áætlaður fæðingar- dagur þeirra var 19. apríl. mynd SiGTryGGur ari Vilt þú aðstoða Katrínu? Söfnunarreikningur 0121-05-407271 Kennitala 010483-4849
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.