Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 54
54 Fólk 25.–27. janúar 2013 Helgarblað
Svala Björgvins
á bestu plötuna
S
vala Björgvins og félagar í
Steed Lord eru að gera góða
hluti en platan þeirra The
Prophecy var valin plata
ársins af írsku útvarpsstöðinni
RTE. „Við erum ekkert smá hissa og
þakklát því við höfum aldrei spil-
að á Írlandi en erum nokkuð viss
um að við erum að fara að sinna
þeim markaði meira en við höfum
gert,“ sagði Svala þegar henni bár-
ust fréttirnar en platan var einnig
valin plata ársins í þýska blaðinu
Kaltblut.
Meðlimir Steed Lord munu
taka upp nýtt tónlistarmyndband
á næstu dögum svo það er ljóst að
það er alltaf nóg að gera hjá Svölu
og félögum sem búa og starfa í Los
Angeles.
Ásdís Rán í
skíðaparadís
n Systurnar njóta lífsins í frönsku Ölpunum
F
yrirsætan Ásdís Rán Gunnars-
dóttir dvelur þessa dagana í
skíðaparadísinni Val d‘lsére í
frönsku Ölpunum. Samkvæmt
óstaðfestum heimildum DV er hún
þar í góðum félagsskap ónefnds
auðkýfings.
Vitað er að Ásdís er stödd í
Frakklandi ásamt yngri systur sinni,
Hrefnu Sif Penic, eins og myndir
sem birtust á Instagram Ásdísar
Ránar sanna þar sem þær systur
sjást spóka sig í paradísinni innan
um hrikalega fjalltinda Alpanna.
Fyrir stuttu birtust viðtöl við Ás-
dísi í fjölmiðlum í Búlgaríu þar sem
hún var spurð út í draumaprinsinn
en Ásdís sleit nýlega sambandi sínu
við knattspyrnumanninn og fyrir-
sætuna Angel Kalinov. Búlgarskir
fjölmiðlar hafa af því miklar áhyggj-
ur að Ásdís, og fleiri frambærilegar
konur í Búlgaríu, séu einhleypar
upp til hópa.
Í viðtölunum kom fram að
næsti kærasti Ásdísar verði að vera
myndarlegur og vel vaxinn. Það
skyldi því engan undra að Ásdís sé
stödd í skíðaparadísinni með ein-
hverjum sjóðheitum fola.
Ásdís Rán hefur aldrei verið
þekkt fyrir íþróttaiðkun sína en vit-
að er að hún hafi skellt sér á skíði
svona endrum og eins. En svo er
aldrei að vita hvað rétta manninum
takist að hafa hana út í.
Systur í skíðaparadís Ásdís
Rán og yngri systir hennar eru
staddar í Val d‘Isére.
Einhleyp Heyrst hefur að með Ásdísi
dvelji einnig ónefndur auðkýfingur en það
hefur ekki fengist staðfest.
Kelar við fyrrverandi nemanda
Þ
að var vissulega óþægilegt
að leika í ástarsenu með fyrr-
verandi nemanda mínum en
svona er leiklistin og stund-
um verður maður að gera það sem
manni er sagt,“ segir leikkonan Helga
Braga Jónsdóttir sem leikur í ástar-
senu á móti leikaranum Hannesi
Óla Ágústssyni í Hæ Gosa en Helga
leikstýrði Hannesi í menntaskóla og
nánast uppgötvaði hann sem leikara,
að eigin sögn.
Helga leikur Pálínu, konu á besta
aldri í mikilli tilvistarkreppu, en sýn-
ingar á þriðju seríu af þessum vin-
sælu þáttum eru hafnar á Skjá Ein-
um. „Pálína hefur farið í gegnum
mjög dramatískt ferli. Þegar fyrsta
þáttaröð byrjar er hún gift kona og
allt er „fullkomið“ en svo fer ver-
öld hennar að hrynja. Hún skilur
við mann sinn, pabbi hennar deyr
og hún gjörsamlega missir það, fer
á fyllerí og sefur hjá Júlla bróður sín-
um, sem er þó ekki bróðir hennar í
raun og veru,“ útskýrir Helga.
Helga hefur verið með í Hæ Gosa
frá upphafi og segir enn fleiri klikk-
aðar ástarsenur verða í þessari þriðju
seríu. „Krakkarnir sem standa að
þessum þáttum eru alveg brilljant
og ég er rosalega stolt af þeim. Í þátt-
unum er kafað á djúpin af mikilli
næmni. Það er vaðið beint í sálar-
dýpið og hjartaræturnar og útkoman
er klikkað grín,“ segir hún en ítrekar
að Hæ Gosi sé ekki fyrir börn: „Það
er ekki nógu oft sagt að þættirnir eru
fyrir fullorðna! Ekki láta börnin ykkar
horfa á þættina!“ n
n Enn fleiri klikkaðar ástarsenur í Hæ Gosa
Hæ Gosi Þættirnir hafa heldur betur slegið í gegn.
M
argur náttúruverndar-
sinninn mætti á forsýn-
ingu heimildamyndarinnar
Hvells eftir Grím Há-
konarson á miðvikudagskvöldið en
myndarinnar hafði verið beðið með
mikilli eftirvæntingu.
Hvellur fjallar um einstakan við-
burð í Íslandssögunni sumarið 1970
þegar bændur í Suður-Þingeyjar-
sýslu tóku sig saman og sprengdu í
loft upp stíflu í Laxá við Mývatn.
Bændurnir höfðu mótmælt
harðlega virkjanaáformum á svæð-
inu og segja má að þeirra uppreisn
hafi markað upphafið að náttúru-
verndarbaráttu á Íslandi.
Hvelli fagnað
n Margmenni á forsýningu Hvells
Létu sig ekki vanta
Árni Finnsson, formaður
Náttúruverndarsam-
taka Íslands, og góður
félagi hans.
myndir PrESSPHotoS
Baráttuhjón
Björk Vilhelms-
dóttir og Sveinn
Rúnar Hauksson
á sýningu Hvells.
Flott hjón Óskar Magnússon útgefandi
og Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir eru
lagleg hjón.
Bóndinn og fréttamaðurinn Ari Teitsson bóndi og Magnús Halldórsson fréttamaður spjölluðu saman í hléi.