Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Page 14
Þ að var erfitt að rifja þetta upp,“ segir Eiríkur Guð- berg Guðmundsson. Hann er annar tveggja sem kærðu Gísla Hjartar- son fyrir langvarandi og ítrekuð kynferðisbrot í desember 2005. Í janúar 2006 greindi DV frá ásök- unum á hendur Gísla í forsíðufrétt en hann svipti sig lífi sama dag. Í kjölfarið var DV sakað um að hafa drepið Gísla og sömuleiðis strák- arnir tveir. Samfélagið snerist gegn þeim og þeir þurftu að sitja undir svívirðingum og ásökunum um að vera morðingjar. Umræðan um kynferðisbrot Gísla þagnaði alveg en árið 2008 fengu þeir langþráða viðurkenningu á ofbeldinu þegar þeim voru dæmdar hámarksbætur frá Bótasjóði ríkisins. Engu að síð- ur var það ekki fyrr en nú sjö árum síðar að þeir rufu þagnarmúrinn og sögðu sögu sína í Kastljósi. Ætlaði alltaf að stíga fram Það tók á að rifja þetta upp og segja þessa sögu en Eiríkur var oftar en ekki við það að bresta í grát. En það var þess virði. „Það var erfitt meðan á þessu stóð en eftir að þetta var búið leið mér strax betur. Í raun hefur mér aldrei liðið betur síðan ég var fimmtán ára, áður en Gísli byrjaði að brjóta á mér. Ég hef aldrei talað um þetta með þessum hætti áður, ég sagði lög- reglunni jú frá því hvað gerðist og sálfræðingnum mínum en ég sagði barnsmóður minni til dæmis ekki frá þessu, ekki nema bara í gróf- um dráttum. Hún spurði oft en ég svaraði engu. Ég vildi ekki tala um þetta, það var of erfitt. En ég vissi alltaf að ég myndi einn daginn segja frá þessu því ég veit hvað það er erfitt að vera strákur og lenda í svona. Ég beið bara eftir rétta tæki- færinu til þess að stíga fram og ég vildi vera viss um að það væru allir að hlusta þegar ég loks gerði það, að það myndu allir heyra hvað ég hefði að segja.“ Þetta var tíminn, segir Ei- ríkur. Hann sleit sambúð við barnsmóður sína síðasta haust og vissi að nú yrði eitthvað að breyt- ast. Hann ákvað því að þetta yrði árið hans. „Nú vil ég ná að breyt- ast og verða að þeim manni sem ég vil vera, laus við vandamálin sem hafa fylgt mér frá því að ofbeldið hófst fyrir níu árum. Þegar mér líð- ur vel með einhverjum hef ég alltaf reynt að komast burt því ég ótt- ast að verða særður. Ég hef engum treyst og það hefur haft mikil áhrif á ástarsambönd mín, ég hef alltaf reynt að flýja.“ Eins og missa foreldrana Eiríkur er fæddur í Reykjavík og bjó fyrstu árin í Breiðholtinu. Átta ára flutti hann vestur á Ísafjörð með fjölskyldunni. Það var skrýtið að fara frá öllum vinunum en hann eignaðist fljótt nýja vini fyrir vest- an og þaðan eru hans margir af hans bestu vinum. Þar hélt hann áfram í fótbolta og gekk vel. Í skól- anum gekk hins vegar verr, Eiríkur var bæði les- og skrifblindur en fékk ekki rétta greiningu fyrr en hann var kominn í menntaskóla. „Ég kunni varla að skrifa. Ég skil ekki af hverju kennararnir föttuðu það ekki. Kannski af því að ég kom úr annarri menningu og var svo- lítill villingur, fyrirferðarmikill og með strákalæti. Mér gekk alltaf illa í skóla en náði tökum á því þegar ég varð eldri og er að klára mjög erfitt nám núna.“ Í níunda bekk kynntist hann Gísla sem var þá heimakennari og átti að aðstoða Eirík með námið. Gísli kom fyrir sem vinalegur og skemmtilegur karl, vann sér inn traust Eiríks og fjölskyldunnar og varð heimagangur hjá þeim. Þegar Eiríkur hafði nýlega fagn- að fimmtán ára afmælinu sínu þá fékk hann að kynnast myrkari hlið á Gísla, hlið sem var flestum hul- in. Það var vægast sagt mikið áfall. „Ég þekkti Gísla og var búinn að kynnast því góða sem hann hafði fram að færa. Svo gerði hann þetta allt í einu. Þetta var maður sem var búinn að vinna sér inn traust, þetta var ekki bara einhver sem kom inn af götunni og braut á mér. Ef ég á að reyna að útskýra hvern- ig mér leið þá má kannski segja að mér hafi liðið eins og ég hafi feng- ið fregnir af því að mamma mín og pabbi væru dáin. Sálin inni í mér stoppaði, allt fraus. Það getur enginn sett sig í þessi spor. Á einu kvöldi breyttist líf mitt til lífstíðar. Ég stökkbreyttist alveg, lokaði mig af, byrjaði að drekka og fór að haga mér eins og fífl. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að takast á við þetta áfall.“ Er ekki þessi maður Ofbeldið hafði miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir Eirík. „Ég byrjaði ekki að drekka fyrr en sumarið sem ég varð sextán. Gísli var alltaf að gefa mér áfengi. Um tveimur mánuðum eftir að ég byrjaði að drekka fór ég að reykja hass líka og bolti nn byrjaði að rúlla. Ég hafði enga sjálfsvirðingu og fór að nota stera líka. Þegar ég fann að fólk óttaðist mig þá leið mér vel. Fyrir vikið fékk ég á mig ákveðinn stimpil sem loðir við mig enn í dag. En ég er ekki þessi maður, ég er maðurinn sem fólk þekkti áður en ég varð fimmtán ára og hann byrj- aði að misnota mig. Inni í mér var alltaf litli Eiríkur sem vildi fá hjálp. Hin hliðin togaði samt alltaf í mig og dró mig aftur niður þegar ég reyndi að rífa mig upp. Ég var með rosalega slæma sjálfsvirðingu og lítið sjálfsálit og reyndi alltaf að vera einhver annar en ég er. Ég laug og var á stanslaus- um flótta frá veruleikanum. Það má segja að ég hafi verið fimmtán ára þar til ég varð 23 ára, fastur í andartakinu þegar fyrsta brotið var framið. Ég endurupplifði það sem hann gerði og forðaðist ákveðna menn á ákveðnum aldri því ég átti erfitt með að horfast í augu við þá. Ég óttaðist að sjá hann í þeim þótt ég vissi að þetta væri ekki hann.“ Á meðan hann var í rugli kynnt- ist hann fjölda fólks sem bjó yfir sömu reynslu og hann sjálfur. „Oft þegar liðið var á seinni helming djammsins þá talaði ég við félag- ana og það kom í ljós að þeir voru í sama fasa og ég. Það eru mjög fáir sem koma heilir út úr svona. Það eru tvær leiðir út úr svona að- stæðum, auðvelda leiðin er þessi sjálfseyðing, að nota áfengi og dóp. Erfiða leiðin er að vinna í sjálfum sér og verða betri maður en það er langbesta leiðin.“ Vildi vara foreldra sína við Hann bendir foreldrum á að fylgj- ast með börnunum sínum. Ef hegðun þeirra breytist skyndi- lega mikið þá sé það vísbending um að eitthvað geti verið að. „Þá er allt í lagi að spyrja barnið hvort því líði illa og hvort það vilji ræða eitthvað en ég held að það sé ekki rétt að þrýsta á barnið. Það segir frá þegar það er tilbúið. Það tek- ur tíma, þetta er ekki eitthvað sem hægt er að slengja fram og ræða á fimm mínútum við matarborðið.“ Sjálfur sagði Eiríkur aldrei frá fyrr en hann fór að óttast um litla bróður sinn. Sá er átta árum yngri en Eiríkur og var þá tíu ára á ferða- lagi með Gísla vestur á Þingeyri. Þegar Eiríkur sá mynd í Séð og heyrt af bróður sínum sitja hjá Gísla á skákmóti hringdi hann heim til þess að vara foreldra sína við. Honum brást kjarkur svo hann reyndi aftur nokkrum klukku- stundum síðar. „Ég þurfti að segja frá þessu því ég vissi í hvað stefndi. En því fylgdi rosalegur léttir, þótt ég hafi líka fundið fyrir.“ Nokkrum mánuðum fyrr hafði hann reynt að koma þessu til skila til síns besta vinar, án þess að segja það beint. „Ég held að hann hafi meðtekið það en við töluðum aldrei um það. Ég sagði honum ekki hvað Gísli hafði gert, bara að hann væri ekki góður maður. Hann virti það við mig og ýtti ekki á mig að segja meira. En upp frá því hafði ég ver- ið að reyna að gera upp við mig hvort og þá hvernig ég gæti sagt frá þessu.“ Fyrirgaf öllum Foreldrar Eiríks trúðu honum strax og hvöttu hann til þess að leggja fram kæru. Eftir dálitla umhugsun ákvað Eiríkur að láta verða af því og fór í félagi við annan mann upp á lögreglustöð. Með þeim var þriðji maðurinn en brot gegn hon- um voru fyrnd. Eftir að málið varð opinbert fékk Eiríkur að heyra að hann hefði orðið Gísla að bana. „Ég mætti þessum örfáu sem ekki eru í lagi í samfélaginu og ættu nú að skammast sín. Ég vil að þetta fólk hugsi um það hvað það hefði gert ef þetta hefði komið fyrir barnið þeirra. Það myndi enginn vilja að samfélagið brygðist svona við gegn barninu sínu. En fyrst ég gat fyrir- gefið Gísla fyrir þremur árum þá gat ég líka fyrirgefið þessu fólki. Ég er búinn að fyrirgefa öllum. Fyrirgefningin er besta vopnið „Ég ætla ekki að stoppa núna“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is n Aldrei liðið betur en eftir að hann sagði sögu sína n Vill koma í veg fyrir að fleiri mál verði þögguð niður n Reynir að kortleggja brotaferil Gísla„Inni í mér var alltaf litli Eiríkur sem vildi fá hjálp. Fann hjálpina úti á sjó Eiríkur ákvað að leita sér aðstoðar fyrir fjórum árum og fór að ganga til sálfræðings. En það sem hjálpaði honum mest við að yfirvinna óttann við sjálfan sig var að kynnast öðrum manni sem hafði gengið í gegnum það sama og hann og unnið úr því. Eins tók hann erfið en stór skref í átt að bata þegar hann varð faðir, því hann veit að sonur hans mun alltaf elska hann. 14 Fréttir 25.–27. janúar 2013 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.