Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 24
24 Umræða 25.–27. janúar 2013 Helgarblað
Í
síðasta Helgarblaði DV fjallar Jón
Viðar Jónsson um sýningu Þjóð
leikhússins á Macbeth. Hann
finnur uppfærslunni flest til for
áttu, gefur henni eina stjörnu
og spyr í fyrirsögn „Á þetta að vera
Macbeth?“. Þetta kom mörgum sem
séð hafa sýninguna á óvart, ekki síst
okkur sem höfum lengi tekið mark
á skrifum Jóns Viðars, sem án efa er
einn dýpst þenkjandi og sviðsfróð
asti leikhúsmaður þjóðarinnar.
1.
Jón Viðar eyðir nánast hálfri grein
sinni í almenna umfjöllun um þetta
fræga verk, upprifjun á innihaldi,
túlkanir tímans og ekki síst eigin
kynni af Macbeth. Hann kynntist
sögunni fyrst „tíu ára gamall“, las
skömmu síðar þýðingu Jochums
sonar, og aftur „í sjötta bekk í ensku
hjá Guðna rector“. Verkið er því
hjartfólgið gagnrýnandanum og sá
grunur læðist að lesanda að hann
hafi sett það upp í huga sér hundrað
sinnum. Og auðvitað er sýningin í
Þjóðleikhúsinu dálítið öðruvísi.
2.
Hin snjalla leikmynd Barkar Jóns
sonar, sem lokar leikarana og okkur
af í köldu nútímarými, passar til að
mynda ekki við sýn gagnrýnandans
á verkið. Hann saknar þess að finna
ekki fyrir „návist heiðanna“ skosku,
og öllu myrkrinu „sem þar ríkir yfir
auðninni“.
„Þar mynda kastalarnir litlar vinj
ar mannlegrar hlýju og samneytis
sem myrkrið ræðst inn í …“
Gagnrýnandinn fær ekki
heiðarnar sínar og kastalana sem
hann hefur alltaf séð fyrir sér frá því
hann kynntist verkinu í bernsku.
Vissulega er oftlega minnst á heiðar
og kastala í lýsingum textans, en því
ætti leikmynd að tvítaka slíkt? Á ekki
að gera þær kröfur til gagnrýnanda
að hann komi að uppfærslunni eins
og hún er, og dæmi hana á hennar
eigin forsendum en ekki út frá því
sem hann langar að sjá?
3.
Hér má minna á að leikmyndin sem
Þjóðleikhúsið býður upp á er líkast
til meira í ætt við þá sem prýddi
verkið á frumsýningu þess, í panel
veggjuðu leikhúsi í Lundúnum laust
eftir aldamótin 1600, heldur en þá
sem prýðir innanvert höfuð gagn
rýnandans þar sem skosku heiðarn
ar virðast málaðar á klassískan
léreftsdúk.
Hvers vegna er texti Shake
speares svo fullur af myndrænum
lýsingum? Jú, vegna þess að verk
in voru leikin án leikmyndar, leik
skáldið fékk áhorfandann til að
ímynda sér hana sjálfur. Af sama
toga eru þrotlausar næturmyndir
skáldsins, uppmálanir á miðnætti,
myrkri og þoku. Verkin voru jafnan
leikin í dagsbirtu.
Orð geta dagsljósi í dimmu
breytt.
4.
Sýning Þjóðleikhússins er sjón
rænt listaverk sem rímar vel við
innihald verksins. Leikmyndin er
nánast skápur fullur af blóði, ekki
ólíkur huga aðalpersónunnar. Bún
ingar hermanna virðast komnir
beint úr Íraksstríðinu og með hjálp
flatskjáa og fótbolta o.fl. er mað
ur sífellt minntur á að Macbeth er
hér og nú, sigursæll herforingi sem
seilist lengra. Eftir „sigrana“ í Írak
orðinn yfirmaður CIA, kominn með
sjóðheita hjákonu og á leiðinni í
framboð fyrir repúblikana í næstu
forsetakosningum … Shakespeare
er eins og guð almáttugur, hann sér
allt, veit allt og skilur allt. Þess vegna
erum við enn að horfa á hann.
5.
Notkun á þessari nútímaleikmynd
nær ljóðrænum hápunkti þegar
hnífur sem Macbeth sér birtast sér
fyrir hugskotssjónum, birtist á flat
skjá á miðju sviði og söguhetjan
skríður slefandi á eftir honum, á leið
sinni til konungsmorðs.
„Ertu bara, ógnvænlega sýn /
finnanleg með auga, ekki hendi?
/ Gat þar bara að líta hugarhníf, /
tálmynd sprottna’ úr óráðsheitum
heila?“ (2.1.4447) Hér apar reyndar
leikmynd eftir texta, tvítekur hann,
en þar sem hnífurinn birtist á flat
skjá verður aðferðin frumleg. Er ekki
myndin í sjónvarpinu ætíð „tál
mynd“? „Finnanleg með auga, ekki
hendi?“
Þá má einnig nefna veisluna
hvar vofa Bankós spillir borðhaldi.
Hið mikla hringborð er sem dregið
beint út úr Sjávarkjallaranum árið
2007 og Macbeth allt í einu orðinn
útrásarvíkingur í æstum ham, með
fjórtán fyrirtæki á samviskunni, og
sér vofur þeirra í hverju sæti.
6.
Hér gefur okkur hinn alþjóðlega virti
leikstjóri, Benedict Andrews, sína
sýn á Macbeth. Og sýn hans er djörf
og fersk. Jón Viðar spyr hinsvegar:
„Hvaða erindi telur hann sig eiga við
Shakespeare?“ Eiga ekki flestir leik
húsmenn erindi við Shakespeare?
Er þetta kannski dálítið hrokafull
spurning?
Jón Viðar hefur lesið viðtal við
leikstjórann í leikskrá, þar sem
Andrews segir frá því sem heill
ar hann við Shakespeare, og gagn
rýnandinn er ekki sáttur: Andrews
gleymir að nefna allt það sem heillar
Jón Viðar við Shakespeare. Er þetta
ekki líka dálítið hrokafullt?
7.
Síðan kemur að sýningunni sjálfri,
sem lætur gagnrýnandann „ósnort
inn“. Hann er ósáttur við ýmislegt,
eins og til dæmis konunginn Dunc
an, sem hér er „lúðalegt skrípi“. Vin
sæll og vinahlýr framsóknarforkólf
ur var hinsvegar það sem þessum
sýningargesti kom í hug. Þá er rýn
andinn ósáttur við að Duncan gefi
Lafði Macbeth undir fótinn. Fyrir
slíku daðri sé „enginn fótur“ í frum
textanum.
Skoðum það nánar.
Duncan tekur viðbragð er frú
in birtist og hrópar upp yfir sig: „Ó,
húsfreyja mín kær! / Þá ást sem hér
er veitt er vandi að þiggja…“ (1.6.10
11) segir í þýðingu Þórarins Eld
járns. Þótt ástarhugtakið hafi haft
ýmsar merkingar á þeirri tíð er hér
viss léttleiki á ferð sem leiðir inn í
léttdjókandi blaður sem vel má stað
setja á mörkum daðurs. Ekki síst séu
kynferðislegir undirtónar verksins
hafðir í huga. Samkvæmt Freud ríkir
bölvun barnleysis á Macbeth og sú
sé ástæðan fyrir morðæði hans og
misbrestum. Aðrir ganga svo langt
að segja að Macbeth leiti kynferðis
legrar útrásar í morðum.
8.
Hvað segir Shakespeare sjálfur? Hér
er Macbeth í einræðu um sjálfan
sig, á leið sinni að rúmi konungs:
Hann persónugerir morðið sem „…
thus with his stealthy pace, / With
Tarquin’s ravishing strides, towards
his design / Moves like a ghost …“
(2.1.5456)
Íslenskir þýðendur láta þessa
vísun skáldsins í sjálft sig yfirleitt
eiga sig, en Tarkvin þessi mun vera
persóna í söguljóði Shakespeares,
„The Rape of Lucrece“, einráður mik
ill sem nauðgar hinni hreinlyndu
Lúkresíu. Ljóðið var metsölukveð
skapur á Elísabetartíð, línur þess
á lífi í mörgum eyrum, og tilvísun
in því óvænt, snjöll, húmorísk og
hyldjúp allt í senn: Standandi í Jak
obíska leikhúsinu fór áhorfandinn
allt í einu að hugsa um nauðgun,
kynferðisglæp, og þó var hér að
eins valdagírugt morð í uppsiglingu.
Morðinginn Macbeth fetar sig með
nautnalegum hreyfingum að rúmi
konungs …
Að morði drýgðu lýsir hann
líkinu svo: „Here lay Duncan, / His
silver skin laced with his golden
blood, / And his gashed stabs
looked like a breach in nature / For
ruins wasteful entrance … (2. 3.110
113) „Þar göptu sár sem göt í lífsins
vegg / sem eyðing ruddist inn um
…“ þýðir Eldjárn. Bókmenntapáfinn
bandaríski Harold Bloom segir um
þessar línur: „Kynferðislegur undir
tónninn í orðunum „breach in nat
ure“ og „wasteful entrance“ er mjög
sterkur“.
Bölvar hér hinn barnlausi þeim
götum lífsins sem aðeins hleypa út
um sig „eyðingu“? Lumar skáldið
hér á afbrýðisemi persónu sinni til
handa? Afbrýði út í farsælan og kyn
sælan konung sem gefur konu hans
undir fót á léttan en saklausan hátt,
afbrýði sem brýst út í einskonar
morðnauðgun?
Er „enginn fótur“ fyrir því sem
gefur undir fót?
9.
Ýmislegt annað í dómi Jóns Viðars
orkar tvímælis. Setninguna frægu
„Tomorrow, and tomorrow, and
tomorrow …“ (5.5.19) fer Macbeth
ekki með rétt fyrir fall sitt eins og
gagnrýnandinn segir heldur er hana
að finna í viðbrögðum hans við and
láti konu sinnar. Í orginalnum deyr
Macbeth ekki fyrr en þremur senum
síðar.
Þá fer Jón Viðar einnig með full
viðtekinn sannleik um að verkið sé
„nærmynd af […] tveimur illvirkjum
sem sameinast um verknað sem
að lokum sundrar þeim og steypir í
glötun.“ En eins og góðir menn hafa
bent á er Macbeth ólíkur öðrum
harmleikjum þar sem annaðhvort
hreinræktaðir illvirkjar hrekkja gott
fólk (Óþelló, Ríkharður III) eða gott
fólk glatast vegna góðmennsku sinn
ar (Rómeó og Júlía).
„Usually in tragedy a good per
son is made to suffer through a flaw
in his goodness. In Macbeth this
pattern is reversed: it is the streak
of goodness that causes pathos
and suffering,“ sagði W.H. Auden
í frægum fyrirlestrum sínum um
Shakespeare í New York árið eftir
stríð.
10.
Í sama streng tekur fyrrnefndur
Bloom. Töfrar verksins felast í
því að í upphafi er Macbeth ekki
slæmur maður, aðeins farsæll her
maður, en leikverkið opnar á þá
gráðugu illsku sem býr í honum
og hertekur hann smám saman.
En þar sem illskan nær aldrei full
um tökum á honum (vegna þess
að í grunninn er hann ekki slæmur
maður) reynist honum svo erfitt
að fylgja henni. Sál hans orgar og
býður við voðaverkum líkamans,
og fyllist fyrir vikið af martröðum
og ofsjónum.
Og rétt eins og Jón Viðar bend
ir á í rýni sinni opnast hér leiðin
fyrir áhorfandann inn í verkið: Við
könnumst við ýmislegt slæmt í eig
in fari, og sjáum hvernig fer ef við
hleypum því á skeið. Ég get ekki
verið sammála gagnrýnandanum
um að hér hafi Birni Thors „brugð
ist bogalistin svo hrapallega“. Hann
náði einmitt vel að sýna þróun
Macbeths frá metnaði til ofmetnað
ar til sturlunar. Hann tók okkur með:
Þegar áhorfandinn yfirgefur leik
húsið líður honum dálítið eins og
valdagráðugum morðingja, eins og
Bloom hefur bent á.
11.
Að lokum: Okkar fremsti gagn
rýnandi dæmir nýja uppsetningu
á sjálfum Macbeth, þar sem flutt
er glæný þýðing Þórarins Eldjárns
(viðburður í sjálfu sér) án þess að
minnast á þá staðreynd. Þegar hann
Á þetta að vera gagnrýni?
Aðsent
Hallgrímur
Helgason
Úr verkinu Björn Thors og
Margrét Vilhjálmsdóttir fara
með hlutverk í Macbeth.
mynd presspHotos.biz