Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 26
„Ég vil ekki fleiri milljón dollara díla“ 26 Viðtal 25.–27. janúar 2013 Helgarblað Þ etta er góður dagur,“ segir Sigurður Gísli Pálmason og sest í leðursófa inni í gallerí I8 á Tryggvagötu ásamt samstarfsfélaga sín- um, Hönnu Björk Valsdóttur. Þau hafa rétt lokið við að fara yfir nýja heimildamynd sína, Hvellur, og eru ánægð með afraksturinn. Þorlákur Einarsson, sem hefur umsjón með galleríinu er svo vinsamlegur að bjóða upp á kaffi og súkkulaði. Sig- urður Gísli fær sér kók í gleri. Á sjón- varpsskjá við sófann syngur Ragnar Kjartansson myndlistarmaður lagið: Sorrow conquers happiness. Saga sem má ekki gleymast Í galleríinu stendur yfir sýning á verkum Rögnu Róbertsdóttur sem notar náttúruna sem efnivið í verk sín. Grjót, skeljar og hrúðurkarla. Sigurður Gísli gerir það sjálfur, á annan hátt. Hann segist sífellt seil- ast lengra eftir skapandi hliðum lífs- ins. Hann er annar eigandi gallerís- ins, er listunnandi með brennandi ástríðu fyrir náttúruvernd og hefur kvikmyndagerð að áhugamáli. Sigurður Gísli framleiddi myndina Draumalandið og á loka- stigum framleiðslu myndarinnar árið 2008 var ákveðið að Hanna Björk færi í að gera heimilda- myndina Hvell um þann merka sögulega atburð þegar bændur í Suður-Þingeyjarsýslu tóku sig saman í ágústmánuði árið 1970 og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. „Þessi hugmynd kom upp þegar við vorum enn að gera Drauma- landið, það var árið 2008,“ segir Hanna Björk frá. „Já, þarna var saga sem ekki mátti gleymast,“ segir Sig- urður Gísli. „Það er mikilvægt að henni sé haldið til haga. Ég á stráka sem eru á milli tvítugs og þrítugs og þeir vita ekkert um þetta. Ekki neitt,“ segir Sigurður Gísli og brosir breitt. „Þetta hefur greinilega ekki komist í sögubækurnar. Svo er annað. Tíminn líður og þeir sem stýrðu för eru náttúrulega að hverfa af sjónarsviðinu. Einn þeirra sem við tókum viðtal við, lést eftir gerð myndarinnar. Það er stundum sagt að sigurvegararnir skrifi söguna. Í mínum huga er fólk- ið í þessari sveit miklir sigurvegarar og þess vegna er nauðsynlegt að þau taki þátt í að skrifa þessa sögu,“ seg- ir hann og nefnir að ef byltingarsaga eins og þessi sé ekki skráð, þá breyt- ist hún. Henni sé þrýst niður þar til hún er öllum gleymd. „Bændurnir í Aðaldal og við Mý- vatn eru sigurvegarar í þeim skiln- ingi að þeir gáfust aldrei upp,“ út- skýrir Sigurður Gísli frekar. „Þeir gerðu áætlanir og höfðu dug til að framkvæma þær og það var sama á hverju dundi. Þeir gáfust ekki upp þrátt fyrir mótlæti.“ Alinn upp í rafmagnsleysi Sigurður Gísli líkir virkjunarfram- kvæmdum við vél sem lifir sjálf- stæðu lífi. „Það er einhver vélstjóri sem er kallaður ráðherra, sem stígur á stokk í brúnni og segir: Ég er að stýra vélinni. En það er ekki rétt. Á einhverjum punkti hætti rafvæð- ingin að vera falleg hugsjón og vélin fór að lifa sjálfstæðu lífi.“ Sigurður Gísli er sonur Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaupa og Jónínu Sigríðar Gísladóttur. Systk- ini hans eru Jón Pálmason, Ingibjörg Pálmadóttir og Lilja Pálmadótt- ir. Hann er elstur systkina sinna og alinn upp á Hofi á Höfðaströnd þar sem yngsta systir hans, Lilja, býr nú. Hann segist nógu gamall til þess að hafa alist upp í rafmagnsleysi. Í barnæsku hans var notast við olíu- lampa til lýsingar. „Ég er nógu gam- all til að hafa alist upp í sveit þar sem ekki var rafmagn. Það voru ljósamót sem var bara kveikt á þegar það voru mjaltir. Við vorum bara með olíu- lampa til lýsingar. Á þessum tíma var rafvæðing sveitanna ákaflega göfug hugsjón. Það verður að minnast þeirra tíma til að skilja samtímann. Það þurfti að sjálfsögðu ekki stór- tækar virkjanir til þess að rafvæða sveitirnar. En það breytist hratt, það er fljótt sem það verður tilgang- ur í sjálfu sér að virkja. Vélin fór að stækka og stækka,“ segir Sigurður Gísli og grípur aftur til líkingamáls. „Það verður til þetta risavaxna batterí þar sem starfa reyndir sér- fræðingar, sem eru líka með hug- sjónir og góðir í því sem þeir gera. Það snýst allt um að vera að virkja og söngurinn um að það þurfi að virkja meira hefst. Annars standi vélar aðgerðalausar og fjármagn ónýtt. Þannig vill vélin viðhalda sér og stækka. Sumum finnst í dag það bara ósvinna að árnar renni óbeisl- aðar til sjávar.“ Bændur beittir ofbeldi Hann segir glímuna við vélina ójafna. „Það einkennir allar deilur um virkjunaráform að leikurinn er ójafn. Þar eru annars vegar aðilar sem hafa mikið afl og fjárráð og svo hins vegar aðilar sem vilja vernda náttúruna en hafa ekki ráð eða brögð til varnar kerfinu. Þegar Landsvirkj- un hóf framkvæmdir í Laxárdal þá settust bara verkfræðingar niður og teiknuðu hagkvæmustu lausn- ina svo var ákveðið að gera þetta. Bændunum var síðan bara sagt að þeir þyrftu ekki að bera á túnin næsta vor. Það var ekkert talað við þá. Það var hins vegar búið að teikna stöðvarhús, stíflur og mannvirki. Þeir höfðu engin leyfi frá bændun- um sem áttu landið og höfðu ekki tryggt sér landskika eða réttindi. Þeir höfðu ekki einu sinni leyfi frá þar til bærum yfirvöldum til að fara í framkvæmdir. Við sjáum það í dag að það fólk sem þarna bjó var beitt ofbeldi. Það er ekkert annað orð yfir meðferðina en ofbeldi. En það tók til varna. Það gerði það af ástríðu og hjartans einlægni. Átti ekki til önnur ráð býst ég við. En það fór með sigur. Fólkið í sveitinni hafði þessi viðhorf að það þyrfti að gæta landsins.“ Ójafn leikur Leikurinn er enn ójafnari í dag að mati Sigurðar Gísla. Virkjunarsinnar séu fágaðri og beiti klækjum en í grunninn hafi lítið breyst. „Gagn- rýnendur sem fylgst hafa með þess- um vinnubrögðum segja gjarnan að fyrsta bragðið sé að komast inn í sveitarstjórnirnar, eignast þar bandamenn. Svo er farið í einhverja tangarsókn. Það hefur lítið breyst. Það fólk sem býr við Þjórsá og á þar land, þar sem fimm virkjanir eru í sigtinu. Það vill þær ekki. Fólkið sem býr við Urriðafoss, það vill ekki fá virkjun. Það á bara samt að gera þetta og það er bara haldið áfram að hamra á því með réttlætingu um að þetta sé svo hagkvæmt og það þurfi störf. Ef þú ert á móti virkjunum, þá ert þú allt í einu orðinn á móti hag- vexti og þar fram eftir götunum. Mín skoðun er sú að við þurfum þetta ekki. Ég segi fyrir mína parta: Ég vil ekki meira Ég segi stopp. Ég vil ekki fleiri álver, vil ekki fleiri stór- verksmiðjur, ég vil ekki fleiri millj- ón dollara díla. Við eigum ekkert er- indi í svoleiðis bissness. Það skaðar okkur og hagsmuni okkar.“ Fellur á silfur í tuga kílómetra fjarlægð Eins og margir aðrir, óttast Sigurður Gísli afleiðingar fyrirhugaðra jarð- varmavirkjana á háhitasvæðum við Bjarnarflag. Hann nefnir að um leið og það hafi hægt á vatnsaflsvirkjun- um, hafi verið ráðist í framkvæmdir í gufuaflsvirkjun en sáralítið sé vitað um afleiðingar slíkra virkjana á um- hverfið. „Það er afar lítil reynsla og þekking til um afleiðingarnar. Hjá Hitaveitu Reykjavíkur hefur verið virkjað með þessum hætti með mik- illi hægð. Þá eru heitavatnsgeym- arnir rannsakaðir og það tekur mörg ár að athuga þol þeirra. Jafn- vel eftir öll þessi ár er óvissan enn mjög mikil. Brennisteinsmengun- in kemur öllum í opna skjöldu, það er ekki bara að gróðurinn í kringum virkjunina sé í hættu. Eða að það falli á allt silfur í margra tuga kíló- metra fjarlægð, heldur veldur þetta öndunarfærasjúkdómum og guð má vita hverju fleira. Samt þarf að hamast áfram! Til að þjóna hverju?“ Stóra fixið Hann segist halda að það hafi runnið æði á Íslendinga. „Það er rekinn mikill áróður. Það er alltaf verið að tala um hvað sé mikill ávinningur af stóriðju og sífellt er gripið til þess bragðs að tala um af- leidd störf. Þetta hugtak er merki- legt nokk, bara talað um í stóriðju, en auðvitað er þau að finna í öllum greinum atvinnulífsins. Störf í stór- iðju eru dýrustu störf sem hægt er að skapa. Svo er þetta svolítið ís- lenskt, það rennur á okkur æði. Menn fara í eitthvað óvissuástand og eru haldnir ranghugmyndum um að það sé hægt að finna stóru endanlegu lausnina. Stóra fixið!“ Hið smáa er fallegt Sigurður Gísli er markaðssinni en vill fremur leggja áherslu á hið smáa en stóra, og fjölbreytni. „Ég held það sé mikilvægt að við áttum okkur á því að þessi dýrkun á öllu því sem er stórt þarf að linna. Þegar ég var lítill drengur þá dáði ég Bandaríkin. Þau voru fyrir- heitna landið. Þá gekk allt út á að fyrirtækin stækkuðu, eftir því sem þau stækkuðu átti hagkvæmnin að verða meiri. Allt var gert í nafni hag- kvæmninnar. Fyrirtækin urðu risa- stór og síðan svo stór að það réði ekkert við þau lengur. Þau hafa í dag tekið stjórnina. Viðskiptaræði ræður ferðinni og það sem ég kalla eitrað samband stjórnmálamanna og stórfyrirtækja og er mjög óheppi- legt.“ Honum finnst algengt að hug- tökum hvað varðar afstöðu fólks sé ruglað saman. „Ég kem úr hægri sinnuðu umhverfi í pólitík, er kaup- sýslumaður og er bara stoltur af því. Ég held að það sé hins vegar mikill munur á því að trúa á fram- tak einstaklinga og markaðinn og svo kapítalisma. Kapítalismi, sem er bara eitt afbrigði af frjálsu mark- aðssamfélagi, gengur út á það að þjappa saman fjármunum og völd- um. Ég trúi ekki á það. Ég trúi á það að hið smáa sé fallegt og fjölbreytn- in eigi að ráða för. Það gildi líka um allt, náttúruna, mannlífið, fyrirtæki og viðskipti.“ Verðum að vera heiðarleg Hann segist halda að Íslendingar þurfi að finna jafnvægi. Betra sé að vera framsýnn í þeim efnum og finna fegurðina í hinu smáa. „Þessi samþjöppun sem á sér stað í dag er óheppileg og reyndar held ég að hún muni drepa frelsið og samkeppnina á markaðnum. Stór- fyrirtækin eru eins og risastór æxli sem munu á endanum ganga af athafnafrelsinu dauðu. Við erum búin að horfa á svo margar tilraunir. Við erum búin að horfa á tilraunirn- ar með kommúnismann í Sovétríkj- unum og menn eru enn að segja, Sigurður Gísli Pálmason er ötull náttúruverndar- sinni og segir rafvæðingu sveitanna löngu hætta að vera fallega hugsjón. Sjálfur ólst hann upp við rafmagnsleysi á Hofi við Höfðaströnd og segir stór- iðjuna vél sem lifir sjálfstæðu lífi og þurfi að stöðva. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Sigurð Gísla Pálmason og Hönnu Valsdóttur sem standa að nýrri heimildamynd um upphaf náttúruverndar á Íslandi. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Ég vil ekki meira, ég segi stopp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.