Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 37
Menning 37Helgarblað 25.–27. janúar 2013 Jóhann býr í öðrum en hinn var ætl- aður gestum. Ekkert eldhús var í hús- inu en Jóhann sagðist hafa séð okk- ur fyrir mat þannig að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að kaupa okkur í svanginn. Hann leiddi okkur inn á klósettið. Við hliðina á vaskinum voru nokkrir bananar, einhvers konar Ritz-kex og glerkrús af skyndikaffi, bandarísk- um Nesara. Við áttuðum okkur á því að þetta var það sem Jóhann borð- aði að öllu jöfnu; bara eitthvað fljót- legt til að seðja sárasta hungrið. Ekk- ert tilstand, ekkert vesen. Þegar hann sýndi okkur matinn á klósettinu, nokkuð ánægður með sig, bætti hann því við að algjör óþarfi væri að sjóða vatnið í Nesarann: Fljótleg- ast væri að nota bara heita vatnið úr krananum og hræra svo vel. Svona voru nú hugmyndir Jó- hanns um neyslu matar ólíkar mín- um og okkar og svo fjarri daglegum normum virtist Jóhann vera kominn í hugsun sinni að hann hélt að ann- að fólk borðaði líka bara banana með heitavatns Nesara. Að mínu mati er neysla matar ekki bara frumþörf heldur líka nautn; sama hversu mik- ið maður borðar af honum þá skiptir það máli hvernig magafyllin er að gæðum. Í vissum skilningi lifi ég til að borða en ekki bara öfugt þó matur sé vitanlega alltaf líka næringin sem skilur á milli lífs og dauða. En Jóhann hafði augljóslega borðað af nauðsyn en ekki af nautn: Hann lifði ekki til borða heldur borðaði til að lifa af svo hann gæti unnið að því markmiði sínu að byggja safn yfir sig og konu sína. Prjál í mat hefði líklega dregið athygli hans frá „fimm ára áætlun- inni“ sem hann fókuseraði svo á. Þessar ólíku hugmyndir okkar um neyslu matar áttu líka eftir að koma í ljós á næstu dögum. Ljóst var að Jó- hanni þótti sem við nafni hans Bjarni værum heldur skvapholda og digrir um okkur miðja og virtist honum finnast það miður – ef ég man rétt talaði hann um að við værum líka óþarflega rassmiklir. Kosturinn bættur Þó að Jóhann meinti vel með kostin- um sem hann hafði komið upp handa okkur gerðum við aðrar og meiri kröfur um mat en hann. Svo þurfti líka að gefa honum almenni- lega að borða þó svo að hann hefði sætt sig við að lifa á bönunum einum saman, harðkexi og Nesara. Við drifum okkur því inn í Fredricksburg og versluðum inn. Í matvörubúðinni keyptum við með- al annars grill og nautakjöt, ciabatta- brauð, fetaost, snakk, hvítvín, rauð- vín og bjór frá litlum brugghúsum (microbreweries) þar sem amerískur bjór er fyrst og fremst frægur að endemum fyrir að vera vatnskennd- ur og bragðlítill – Budweiser, Miller og þannig sull. Þá keyptum við líka hraðsuðuketil, kaffi-filter og alvöru nýmalað kaffi í stað Nesarans am- eríska. Að borða eins og barn Við grilluðum T-bein-steik fyrir Jó- hann fyrsta daginn eftir að hafa kom- ið til hans, þreyttir, að nóttu til daginn áður. Að horfa á Jóhann borða þessa daga var eins og horfa á mann mat- ast í fyrsta skipti, eins og að sjá mann nærast sem ekki hefur étið um langt skeið eða jafnvel komist lífs af, mat- arlaus, eftir margra daga hrakningar. Jóhann nánast sjálfbirtist við hverja máltíð; hann var eins og kornabarn sem svolgrar af áfergju í sig fyrstu grautarskálina úr hendi móður sinn- ar. Hann gerði kannski stundum lítið með matinn – á sumum andans bæj- um þykir heldur plebbalegt að pæla mikið í mat og þá sérstaklega þegar róið er á djúp mikilla vitsmuna og þungra þanka á hverjum degi eða þegar unnar eru þrekraunir sem jafnvel ættu ekki að vera vinnandi vegur – en mikið lifandi skelfingar ósköp tók hann vel til matar síns. Næstu dagana á eftir, samhliða því að sinna því verki sem höfðum komið til að vinna, lögðum við okkur fram um að gefa Jóhanni vel að borða því hann þurfti á því að halda. Alveg sama hvað við drógum fram, allt frá nýbökuðu ciabatta-brauði með feta- osti og ólífuolíu til humars frá Maine- fylki, borðaði Jóhann af sælu og hafði orð á því að hvað þetta væri nú allt saman gott. Humarinn sem við elduðum okk- ur síðasta kvöldið var keyptur ferskur úr búri í stórmarkaðnum í Fredricks- burg. Við fluttum hann lifandi í pappakassa á landareign Jóhanns. Hann hafði komið langa vegalend, allt frá norðausturströnd Bandaríkj- anna, og endað á diskinum okkar. Við suðum humarinn lifandi í stór- um potti í örstutta stund – líkt og ráðlagt er að gera með lifandi hum- ar – og átum hann með bræddu kryddsmjeri og hvítvíni frá Kali- forníu. Bráðið smjerið var þrifið upp af diskunum með snittubrauði sem drakk í sig feitan vökvann. Hamhleypa Þrátt fyrir þau dágóðu skil sem Jó- hann gerði matnum sem við bárum á borð fyrir hann þá gat stundum verið erfitt að fá hann til að hætta að vinna og taka sér pásu: Svo einbeittur var hann. Eitt sinn kom ég að honum í bláu jakkafötunum með bindið þar sem hann stóð uppi í stiga með heldur deiga vélsög og var að saga í sundur hnausþykka loftsperru. Ég ætlaði að kalla á hann í mat – pasta ef ég man rétt. Hann hélt vélsöginni fyrir ofan höfuðið á sér og var með hlífðargler- augu á meðan hann sagaði bitann í sundur með tilheyrandi hávaða. Blaðið á söginni beit frekar illa og því myndaðist mikill reykur sem hrísl- aðist út í loftið í kringum Jóhann. Jó- hann vildi helst af öllu ljúka við að nauðga söginni í gegnum sperruna og ég þurfti að þrýsta nokkuð á hann til að hvíla sagarblaðið og matast. Þannig var hann þessa daga blessaður: Hann unni sér vart hvíld- ar sökum allra þeirra verka sem yfir honum hvíldu. Þegar hann var ekki að puða yfir sperrum flutti hann þunga hluti frá A til B á landareign- inni í lítilli Bobcat-hjólagröfu. Jó- hann vann yfirleitt langt fram á nótt í framkvæmdunum og fleygði sér yf- irleitt ekki til svefns fyrr en rétt undir blámorguninn. Í stofunni hjá sér var hann með fleti með teppum á, sem hann hafði strengt lak yfir, þar sem hann lagði sig á milli þess sem hann vann myrkranna á milli að markmiði sínu. Hungur Jóhanns virðist fyrst og fremst hafa beinst að því verki sem hann hafði einsett sér að klára, ann- að var aukaatriði. Á náttborðinu var andlegt fóður Jóhanns: Bækur eftir nokkra af súr- ari heimspekingum 19. og 20. aldar, meðal annars Friedrich Nietzsche og Gilles Deleuze, sem hann talaði stundum um yfir borðum eða þegar hann leyfði sér hvíld. Ég get ekki sagt að ég hafi átt auðvelt með að fylgja honum enda var Jóhann kominn mjög djúpt inn í eigin þanka. Jóhann hafði sett okkur fyrir að lesa Handan góðs og ills eftir Nietzsche áður en við komum til hans. Ég skildi ekki alveg hvenær Jó- hann hafði eiginlega orku í að lesa þessa speki miðað við hvernig hann vann eins og skepna í marga tíma á dag. En þegar ég hugsa um Jóhann og þennan dýrslega kraft hans get ég ekki forðast að hugsa um grein eftir áðurnefndan Deleuze sem heitir „Becoming intense, becoming animal“. Jóhann virtist hafa storkað einhverjum náttúruöflum sem gerðu honum kleift að djöflast eins og ung- lingur á gamals aldri og án þess að fá tilhlýðilega næringu til þeirra verka sem hann vann. Ólíkar hugmyndir um vinnu Við vörðum dögunum í að skoða, meta og flokka málverk eftir Lillu. Hvaða verk átti að senda til Íslands á sýninguna og hver ekki? Jóhann hélt áfram vinnu sinni á meðan við föndruðum við það í makindum okkar að skrá og pakka verkum konu hans og koma þeim á flutningabíla áleiðis til New York. Hannes talaði mikið um mikil- vægi þess að vinna skynsamlega og að puða sér ekki til húðar að óþörfu; þetta væri algengt mein á Íslandi þar sem vinnan sem slík þætti æðst allra dyggða. Úti á landareigninni fyrir utan okkur var gott dæmi um slíkt brauðstrit en sökum atgerv- is Jóhanns, og þrátt fyrir háan aldur, virtist hann þola allt skítapuðið. Spænskur vinur minn sagði mér eitt sinn að við Norður-Evrópubúar lifð- um til að vinna á meðan Spánverjar og aðrar suðrænar þjóðir ynnu til að lifa. Hannes staldraði nokkuð við vinnulag ítalskra iðnaðarmanna sem ynnu ekki nema um sjö stunda vinnudag og tækju sér langan há- degismat þar sem þeir hvíldust vel – slíkt vinnulag væri vænlegt til lengri tíma litið. Jóhann vann með öðr- um hætti; hann var heltekinn af við- fangsefninu og hætti ekki þó hann þyrfti hvíld eða þurrt og vott. Á kvöldin og nóttunni fóru leður- blökurnar í trjánum á landareign- inni á kreik og settu mark sitt á kvöldþögnina með hvæsi og hröðu vængjaflökti. Í myrkrinu sáust þær stundum fljúga um í hópum á milli trjánna. Inni í lágreistu húsinu var líka iðandi líf: Ég vaknaði tvisvar við það að kakkalakkar höfðu skriðið upp á bringuna á mér – við sváfum á dýnum á gólfinu og vorum því auð- veld skriðmörk fyrir kvikindin. Ég er ekki sérlega klígjugjarn maður eða pjattaður en þetta fannst mér heldur ógeðfellt og ég kallaði upp yfir mig áður en slæmdi hendinni í lakkana og feykti þeim frá mér. Rottan á málverkinu Á milli þess sem við dútluðum við verk okkar fórum við í gegnum heila skemmu sem var full af alls kyns hlutum, listaverkum, húsgögnum og öðrum persónulegum munum úr fórum þeirra hjóna. Í skemmunni, uppi við vegg, fundum við stafla af málverkum. Eitt af verkunum var augljóslega eftir Jóhannes Kjarval, stærðarinnar landslagsmynd. Okkur fannst hin mesta furða að finna verk eftir Kjarval í þessari skemmu þar sem það var við slælegar aðstæð- ur á drullugu gólfi. Við létum flytja Kjarvalsverkið heim og fórum með til forvarðar sem skoðaði verkið og greindi það. Í dag er það stofustáss. Þegar við fórum að skoða mál- verkin í skemmunni kom í ljós að á einu verkinu eftir Lillu var stærðar- innar blettur sem var tilkominn vegna þess að stór rotta hafði dárep- ist á málverkinu. Rottan hafði rotn- að ofan í málverkið og í reynd runnið saman við það að hluta. Skemmdin á verkinu var restin af hárugri rott- unni og ljós myglan út frá henni sem upplitaði málninguna. Kjarvalsverk- ið hefði allt eins getað hlotið þessi örlög innan um rotturnar í skemm- unni. Sjö árum síðar Við söddum sárasta hungur Jóhanns meðan við dvöldum hjá honum. Við- líka veislu í mat og drykk hafði hann sjálfsagt ekki upplifað lengi. Og lík- lega ekki eftir að fórum frá honum. Myndir Lillu fóru á flutningabíla og komust heilu og höldnu sjóleiðina til Íslands. Kraftur Jóhanns er slíkur að hann heldur áfram uppteknum hætti á eldgamals aldri og vinnur og vinnur og vinnur. Safnið sem hann vann að þegar við heimsóttum hann var opnað fyrir almenning og heitir The Sunken Museum. Ég veit ekki betur en að hann hafi haldið áfram að borða banana og harðkex með skyndikaffi með kranavatni sem ídýfu eftir að við fórum frá hon- um að verki okkar loknu. Jóhann er örugglega orðin álíka hungraður og þegar við komum til hans um árið og færðum honum nautakjöt, hum- ar og vín með. Hann vannærði lík- amann en neistinn innra með hon- um fleytti honum áfram í átt að settu markmiði sem hann náði. Jó- hann er sjálfsagt búinn að koma sér upp annarri fimm ára áætlun sem hann stefnir á að ljúka á 95 ára af- mæli sínu, jafn heltekinn og hungr- aður og áður. Og ég á þessa litlu minningu um þennan einstaka, kraftmikla mann; minningu sem ég gleymi aldrei. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Mikið rosalega er þetta gott „Og ég á þessa litlu minningu um þennan einstaka mann. Kveðjustund Við kvöddum Jóhann með humarveislu, hvítvíni, kryddsmjöri og brauði. Hér sést Jóhann ásamt nafna sínum Bjarna yfir líkunum af humrunum. Veisla Við komum til Jóhanns Eyfells og gáfum honum vel að borða. Meðal annars nautakjöt, T-bein-steik, sem við útigrilluð- um. Jóhann sést hér með steikina á diski. mynd jÓHAnn bjARni KolbeinSSon „Sósíalistinn sem varð sendiherra“ „Hvítar lygar og svartar“ Hreint út sagt Svavar Gestsson Hvítfeld – Fjölskyldusaga Kristín Einarsdóttir „Ágætis sjónvarpsmynd á sunnudagseftirmiðdegi“ jack Reacher Christopher McQuarrie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.