Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 44
Hægri skytta Ásgeir Örn Hallgrímsson 28 ára – Paris HB í Frakklandi Ásgeir hefur farið á fjölmörg stórmót með ís- lenska landsliðinu og reynst því vel. Hann hefur sérstaklega verið sterkur í vörn. „Ásgeir verður þarna áfram, það er engin spurning,“ segir Einar sem telur að Ásgeir nýtist best í vörn og sem afleysingamaður í sókn. Einar vonast þó til þess að Alexander Petersson muni leika með liðinu næstu árin. Rúnar Kárason 24 ára – Füsche Berlin í Þýskalandi Einar segist vonast til þess að Rúnar Kárason verði framtíðarleikmaður í íslenska landsliðinu. Rúnar hefur verið meiddur undanfarið og var þess vegna ekki með á HM á Spáni. Hægra horn Arnór Þór Gunnarsson 25 ára – Bergischer HC í Þýskalandi Einar bendir á að Arnór hafi komið mjög flottur inn á HM og hafi alltaf verið mjög öflugur. „Hann hefur hins vegar haft erfiða samkeppni undanfarin ár.“ Sigvaldi Guðjónsson 18 ára – Århus í Danmörku „Þetta er klárlega strákur sem getur bankað á dyrnar. Hann er rúmir 190 cm á hæð og virkilega flottur strákur,“ segir Einar og bendir á að hann hafi staðið sig vel með 18 ára landsliði Íslands. Leikstjórnandi Ólafur Bjarki Ragnarsson 24 ára – Emsdetten í Þýskalandi „Ólafur Bjarki er framtíðarleik- maður liðsins og hefði fengið stórt hlutverk á Spáni,“ segir Einar um Ólaf Bjarka sem hefur verið yfirburða- maður í íslensku deildinni undanfarin misseri, eða þar til hann samdi við Emsdetten í næst efstu deild í Þýskalandi. Einar bendir þó á að Snorri Steinn Guðjónsson sé í frábæru formi og muni vonandi leiða sóknarleik liðsins næstu árin. Arnór Atlason 28 ára – Flensburg í Þýskalandi Arnór þarf vart að kynna en hann hefur verið máttarstólpi í liðinu undanfarin ár. Hann sleit hásin í haust en nær sér vonandi fljótt og spilar með íslenska liðinu í mörg ár til viðbótar. Arnór getur leikið bæði sem skytta eða leikstjórnandi, eins og hann gerir með félagsliði sínu. Fannar Friðgeirsson 25 ára – Wetzlar í Þýskalandi Einar segir að Fannar sé svolítið öðruvísi leikmaður en til dæmis Ólafur Bjarki. Hann verði líklega ekki leikstjórnandi liðsins en sé meiri „jóker“ og geti nýst liðinu sem slíkur. „Fannar er ekki fyrsti kostur en klárlega frábær leikmaður.“ Vinstri skytta Ólafur Gústafsson 23 ára – Flensburg í Þýskalandi „Ég held að Óli Gúst sé kominn til að vera. Hann sýndi fína takta á mótinu,“ segir Einar um FH-inginn unga, sem nýtti mínúturnar sínar vel á Spáni. „Hann getur líka spilað vörn – og jafnvel leyst miðju- blokkina þar – sem er mikill kostur. Einar segir að nafni hans Ólafur Guðmundsson sé ekki kominn í þann gæðaflokk að leika með landsliðinu. Aron Pálmarsson 22 ára – Kiel Þýskalandi Aron er þegar orðinn lykil- maður í íslenska landsliðinu og hefur alla burði til að verða stórkostlegur leikmaður, ef hann er ekki orðinn það þegar. Einar segist ekki muna eftir leikmanni sem hafi verið eins góður og Aron á þessum aldri frá því Nikola Karabatic kom fram á sjónarsviðið. Aron verður lykilmaður næsta áratuginn eða tvo. Róbert Aron Hostert 22 ára – Fram Einar þjálfar Róbert hjá Fram og segir þar fara leikmann sem hafi mikla burði til að fara langt. „Hann er virkilega efnilegur leikmaður,“ segir Einar. Vinstra horn Stefán Rafn Sigurmanns- son 22 ára – Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi Einar segir, spurður um hverjir muni verða í vinstra horninu næstu árin, að hann sjái fyrir sér að Guðjón Valur Sigurðsson muni leika til fertugs – hann sé og hafi alltaf verið í frábæru líkamlegu formi. Erfitt verði fyrir aðra að komast að allra næstu árin. Stefán Rafn sé þó líklegur arftaki Guðjóns. Bjarki Már Elísson 22 ára – HK Eins og áður segir trúir Einar því að Guðjón Valur verði í horninu sínu næstu árin „ef hann nennir því“ en segir að Bjarki Már, sem skorað hefur sjö mörk að meðaltali í leik með HK í vetur, sé annar tveggja sem næstir séu í röðinni. Spurður um Odd Grétarsson, leikmann Akureyrar, segir Einar að bæði Bjarki Már og Stefán Rafn hafi líkamlega yfirburði yfir hann. Miklar kröfur séu gerðar um líkamlegt atgervi í nútímahandbolta; hæð og styrk. „Oddur er frábær leikmaður og hefur allt nema þennan líkamlega þátt.“ Það muni há honum. Lína Kári Kristján Kristjánsson 28 ára – Wetzlar í Þýskalandi Kári Kristján sannaði á mótinu sem nú stendur yfir að hann er frábær línumaður. Einar á von á því að Kári, sem er 28 ára, eigi eftir mörg góð ár í landsliðinu. Hann tekur þó fram að Róbert Gunnarsson verði lykilmaður á meðan hann verði á fullu. Atli Ævar Ingólfsson 24 ára – SønderjyskE í Danmörku Einar segir að engir augljósir kandídatar séu sjáanlegir sem framtíðar- menn í landsliðinu, að Kára undanskildum. Hann nefnir þó að Atli Ævar Ingólfsson eigi framtíðina fyrir sér og geti orðið góður. Heimir Óli Heimisson 22 ára – Guif í Svíþjóð Annar leikmaður sem Einar nefnir sem framtíðarlandsliðsmann er Heimir Óli Heimisson, uppalinn í Haukum. „Ef hann verður duglegur getur hann náð þessum klassa,“ segir Einar. Mark Björgvin Páll Gústafsson 27 ára – Magdeburg í Þýskalandi „Björgvin á tíu góð ár eftir,“ segir Einar spurður um mark- varðarstöðuna. Hann segist þó hafa orðið fyrir vonbirgðum með markvörsluna á HM á Spáni – hún hafi verið undir pari. Aron Rafn Eðvarðsson 23 ára – Haukum „Aron verður þarna og hann gæti orðið heimsklassa markvörður,“ segir Einar sem á von á því að hann fari bráðum út í atvinnu- mennsku. „Hann þarf að styrkja sig og öðlast meiri sprengikraft. Þarf leikreynslu, betri skot á sig og fleiri krefjandi verkefni.“ Daníel Freyr Andrésson 23 ára – FH „Daníel er duglegur strákur sem getur einnig orðið lands- liðsmaður,“ segir Einar um Daníel, sem var einn af fjórum markvörðum í æfingahópi landsliðsins fyrir HM á Spáni. Erfitt að velja landsliðið? Ef svo fer sem horfir mun Aron Kristjánsson, eða arftakar hans síðar meir, hafa úr fjöl- mörgum góðum leikmönnum að velja sem til greina koma í landsliðið. LandsLið framtíðar F ramtíðin í íslenskum hand- bolta er afar björt og þegar horft er fáein ár fram í tím- ann er ljóst að tveir til þrír gæðaleikmenn muni berj- ast um hverja stöðu í byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins. Þetta er mat Einars Jónssonar, þjálfara karla- liðs Fram í handbolta. Ísland hefur lokið þátttöku á HM í handbolta, þar sem nokkrir ungir leikmenn sýndu sig og sönnuðu, í fjarveru reyndari manna. Liðið var afar óheppið með mótherja í 16-liða úrslitum en þrátt fyrir hetjulega bar- áttu féll liðið úr keppni fyrir heims- og ólympíumeisturum Frakka með litlum mun. Breiddin þarf að aukast Þrátt fyrir að liðið hafi staðið sig vel var ljóst að liðið mátti, eins og von er, illa við því að missa þrjá til fjóra reynslubolta úr hópnum. Aron Krist- jánsson landsliðsþjálfari hefur sagt að það verði hans markmið að stækka þann hóp leikmanna sem getur spil- að og náð árangri með landsliðinu. Áberandi sé að auka þurfi breiddina í landsliðinu. Um það hefur raunar verið talað í mörg ár – og er ef til vill ekki skrýtið þegar litið er til smæð- ar þjóðarinnar og fjölda iðkenda. Sem dæmi má nefna, eins og Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður og fyrrverandi landsliðsmaður hefur bent á, að í Þýskalandi eru handbolta- iðkendur fleiri en öll íslenska þjóðin. Nokkrir orðnir þrítugir Einar Jónsson hefur þjálfað á Íslandi um árabil og þekkir vel til þess efni- viðar sem hér er fyrir hendi. Hann segir við DV að framtíðin sé ákaflega björt og margir efnilegir leikmenn séu að verða til. DV fékk Einar til að nefna tvo til þrjá leikmenn sem hann telur að muni berjast um hverja stöðu í landsliðinu eftir fimm ár eða svo. Nokkrir leikmenn, sem nú eru orðnir þrítugir eða eldri, munu þó vonandi spila með landsliðinu í nokkur ár til viðbótar. Hér eru þeir taldir upp sem munu ef til vill leysa þá af hólmi og leika með landsliðinu þegar horft er nokkur ár fram í tímann. n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Mikill efniviður til á Íslandi n Tveir til þrír leikmenn munu berjast um hverja stöðu Í fremstu röð Aron Pálmarsson mun verða lykilmaður í landsliðinu næsta áratuginn eða tvo. 44 Sport 25.–27. janúar 2013 Helgarblað Á nóg eftir Einar Jónsson, þjálfari Fram, telur að Guðjón Valur gæti þess vegna spilað til fertugs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.